Sví­virða

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Maríu Bjarna­dótt­ur

Eng­inn telst hafa óflekk­að mann­orð sem er sek­ur eft­ir dómi um verk sem er sví­virði­legt að al­menn­ings­áliti nema hann hafi feng­ið upp­reist æru sinn­ar.“Þessi grein í kosn­inga­lög­um læt­ur lít­ið yf­ir sér en hef­ur ver­ið áhrifa­vald­ur í ís­lensk­um stjórn­mál­um; stýrt ör­lög­um rík­is­stjórna og vald­ið fjölda­mót­mæl­um.

Það sem er sví­virði­legt í huga eins er yf­ir­sjón í huga ann­ars. Inn­tak gild­is­mats er ekki alltaf ein­hlítt, sér­stak­lega í svona lýð­ræð­is­sam­fé­lög­um sem þró­ast. Af­staða til vænd­is er dæmi um þetta. Mörg­um finnst það sví­virði­legt brot, öðr­um ekki. Lög­in virð­ast hall­ast að hinu síð­ara.

Refs­inæmi vændis­kaupa fel­ur til dæm­is ekki í sér flekk­un mann­orðs í skiln­ingi laga um lög­menn. Það er því ekk­ert í lög­um sem kem­ur í veg fyr­ir að lög­mað­ur geti keypt vændi af mann­eskju, hlot­ið fyr­ir það dóm (sem yrði auð­vit­að aldrei birt­ur á vefn­um því það eru svo við­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar) og væri svo kall­að­ur til sem rétt­ar­gæslu­mað­ur eða skip­að­ur verj­andi fyr­ir við­kom­andi síð­ar.

Svip­að á við um lög­reglu­fólk. Al­mennt ger­um við kröfu um að lög­reglu­menn sem gegna lyk­il­hlut­verki við að fram­fylgja refsi­lög­um séu ekki að fremja refsi­verða hátt­semi, jafn­vel þó það sé frívakt. En þeg­ar ís­lensk­ur lög­reglu­mað­ur varð upp­vís að því að kaupa vændi ný­lega var væg­asta úr­ræði beitt við úr­lausn máls­ins. Sam­kvæmt frétt­um lét hann svo af störf­um að eig­in ósk, en var ekki sagt upp. Ég þekki auð­vit­að ekki til at­vika máls­ins, en ég er al­veg viss um að það kaup­ir eng­inn vændi óvart. Það eru mis­tök ann­ars eðl­is en að rek­ast í takka og kveikja óvart á kjarn­orku­ofn­in­um eins og Hó­mer Simp­son lenti í á vinnu­tíma. Hann var reynd­ar ekki rek­inn held­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.