LÍFIÐ Kol­brúnu K. Daní­els­dótt­ur finnst stór­merki­legt að Proclai­mers-tví­bur­inn Craig Reid muni enn eft­ir því þeg­ar hún vatt sér að hon­um í London 1988.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - thor­ar­[email protected]­bla­did.is

Kol­brúnu Krist­ínu Daní­els­dótt­ur finnst stór­merki­legt að Proclai­mers-tví­bur­inn Craig Reid muni enn eft­ir því þeg­ar hún vatt sér að hon­um í London 1988 með þau óvæntu gleði­tíð­indi að þeir bræð­ur væru á toppi vin­sældal­ista Rás­ar 2.

Skosku tví­bur­arn­ir í The Proclai­mers komust í fyrsta skipti með lag á topp vin­sældal­ista þeg­ar vin­sæld­ir lags­ins I’m gonna be (500 Mi­les) á Íslandi fleyttu þeim í 1. sæti á vin­sældal­ista Rás­ar 2. Þeir fréttu af þessu hruni vin­sældal­istamúrs­ins fyr­ir al­gera til­vilj­un þeg­ar Kol­brún Krist­ín Daní­els­dótt­ir, Stína kokk­ur, vatt sér að öðr­um þeirra á veit­inga­stað í London með þessi stór­tíð­indi.

Craig Reid, ann­ar tví­bur­anna, rifj­aði upp sög­una af þessu í við­tali við Fréttablaðið í gær en þeir bræð­ur eru vænt­an­leg­ir til lands­ins í fyrsta skipti og verða með tón­leika í Hörpu síð­ar í þess­um mán­uði.

„Þetta var bara ná­kvæm­lega eins og hann lýs­ir því,“seg­ir Stína við Fréttablaðið. „Hann hváði bara og var mjög hissa en ég sett­ist bara við hlið­ina á hon­um til þess að segja hon­um tíð­ind­in. Mað­ur gleym­ir þessu nátt­úr­lega aldrei og ég hugsa alltaf um þetta þeg­ar ég heyri tón­list­ina þeirra. Mér finnst nú enn merki­legra að hann skuli muna þetta,“seg­ir Stína.

Al­ger til­vilj­un

Stína seg­ir að um al­gera til­vilj­un hafi ver­ið að ræða en hún og vin­kona henn­ar hafi ákveð­ið að skella sér í sól­ar­hrings­ferð til London, „eins og tíðk­að­ist þá. Við fór­um þarna sam­an, tvær skvís­ur.“

Hún stund­aði á þess­um tíma nám í Hótel- og veit­inga­skóla Ís­lands og sagð­ist hafa ver­ið spennt fyr­ir að prufa ein­hvern snið­ug­an veit­inga­stað með­al ann­ars til þess að smakka önd. „Þannig að við för­um á þenn­an veit­inga­stað sem ég man ekk­ert hvað heit­ir. Við sitj­um svo þarna og er­um að fá okk­ur að borða og þá sé ég hann bara út und­an mér á næsta borði,“seg­ir Stína sem taldi sér ljúft og skylt að færa Craig frétt­irn­ar frá Íslandi.

Kódak-mó­ment

„Vegna þess að þá voru þeir bara að­al­núm­er­ið hérna og bún­ir að vera í 1. sæt­inu á Rás­ar 2 list­an­um. Ég var svo­lít­ið hik­andi en hugs­aði bara með mér að ég gæti ekki lát­ið þetta ógert. Mér fannst ég alls ekki geta sleppt því, þannig að ég bara vipp­aði mér yf­ir til hans og kynnti mig og spurði hvort hann væri ekki ann­ar tví­bur­anna og hvort hann vissi það að þeir ættu lag­ið í topp­sæt­inu á vin­sældal­ist­an­um á Íslandi. Ég varð að tala við mann­inn, segja hon­um þetta og fá mynd af mér. Við spjöll­uð­um eitt­hvað og ég fékk mynd af mér með hon­um,“seg­ir Stína.

„Þetta er ógeðs­lega fynd­in mynd. Við tók­um þetta bara á Kodak. Þetta var bara Olymp­us-mynda­vél með flassi. Hugs­aðu þér hvað við vor­um heppn­ar að vera með mynda­vél­ina með okk­ur. Þetta var nátt­úr­lega löngu fyr­ir tíma sím­anna og þetta var ekk­ert „selfie“sko, fór í fram­köll­un og allt. Þetta var og er enn fer­lega snið­ugt. Við er­um að tala um það að ég var bara að hitta stjörn­una, halló! Bara al­gjör til­vilj­un.“

Stínu fannst þessi óvænti fund­ur í London stór­frétt á sín­um tíma og það seg­ir sína sögu að þrem­ur ára­tug­um síð­ar en þetta enn frétt. „Ég var eitt­hvað að spá í að fara með þetta í blöð­in á sín­um tíma. Þetta er nátt­úr­lega mjög merki­legt sko,“seg­ir Stína og hlær. „Ég ætl­aði að skjót­ast með þetta í Dag­blað­ið en svo varð aldrei neitt úr því.“

Eins og Sál­in

Stína seg­ist ekki hafa ver­ið eld­heit­ur Proclai­mers-að­dá­andi 1988 en hún hafi haft gam­an af tónlist þeirra og hafi enn. „Þeir voru nátt­úr­lega al­ger­lega svo lúða­leg­ir en það virk­aði greini­lega hér og jú, jú, ég fíl­aði þetta al­veg. Ég átti enga plötu með þeim og hlustaði bara á þá í út­varp­inu.

Svo var ég að frétta núna, frá kunn­ingja­konu minni sem þekk­ir vel til í Skotlandi að þeir séu gríð­ar­lega vin­sæl­ir í Skotlandi. Hún sagði mér að þeir væru svo þekkt­ir að þeir séu bara eins og Sál­in hans Jóns míns þarna úti.“

Stína er kokk­ur á Flúð­um þar sem hún rek­ur með­al ann­ars veislu­þjón­ustu og vinn­ur mik­ið með græn­met­ið sem þar vex út um all­ar triss­ur en ætl­ar að sjálf­sögðu að gera sér kaup­stað­ar­ferð 15. apríl og mæta á tón­leik­ana.

„Hvað held­urðu? Ekki spurn­ing og ég býð auð­vit­að henni Guð­björgu með mér sem var þarna úti með mér. Þetta var al­ger æv­in­týra­ferð og önd­in var sjúk­lega góð. Ég man það enn þá, krispí app­el­sínu­önd al­veg bara í fyrsta skipti á æv­inni og hún var geð­veik.“

Kol­brún Krist­ín gat ekki stillt sig um að setj­ast hjá Craig Reid á veit­inga­stað í London 1988 og upp­lýsa hann um mikl­ar vin­sæld­ir The Proclai­mers á Íslandi. Hún og vin­kona henn­ar höfðu skellt sér í sól­ar­hrings­ferð til London.

„Þetta er ógeðs­lega fynd­in mynd,“seg­ir Stína kokk­ur um mynd­ina sem smellt var af henni með kampa­kát­um Proclai­mers-tví­bur­an­um Craig Reid.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.