SKOÐUN Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra skrif­ar um vel­sæld á traust­um grunni.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Þórlind­ur Kjart­ans­son

Ígamla daga, löngu áð­ur en nokk­ur les­andi Frétta­blaðs­ins fædd­ist, var fólk byrj­að að hafa áhyggj­ur af því að of­gnótt upp­lýs­inga gæti leitt til þess að fólk missti smám sam­an vit­ið. Hvín­andi hama­gang­ur á síð­um dag­blað­anna, þar sem öllu ægði sam­an, gat ekki ann­að en graf­ið und­an hug­ar­ró og sál­ar­friði. Aug­lýs­ing­ar um alls kon­ar óþurft­ar­drasl gátu kom­ið róti á hug­ann, vak­ið upp fjar­stæðu­kennd­ar lang­an­ir og óupp­fyllt­ar þrár sem leitt gætu til ásælni, öf­und­ar og dep­urð­ar. Frétt­ir af at­burð­um sem koma manns eig­in lífi ekk­ert við voru birt­ar í blöð­um til að halda fólki límdu við blað­síð­urn­ar. Þetta gat fyllt fólk kvíða og þung­lyndi yf­ir ör­lög­um allsend­is óskylds fólks. Í stað­inn fyr­ir að hugsa um sína eig­in vinnu og skyld­ur gat fólk tap­að sér af áhyggj­um yf­ir at­burð­um víðs­fjarri heima­hög­un­um.

Mann­skepn­an er auð­vit­að ekki hönn­uð til þess að verða fyr­ir öllu því áreiti sem að nú­tíma­mann­in­um bein­ist. Þótt það hafi nú þeg­ar al­ist upp nokkr­ar kyn­slóð­ir manna sem haft hafa að­gang að ein­hvers kon­ar fjöl­miðl­um þá hef­ur lang­stærst­ur hluti þró­un­ar­sögu manns­ins mið­ast við að með­höndla lít­ið magn mik­il­vægra upp­lýs­inga frek­ar en óþrjót­andi magn af þvælu, gagns­laus­um stað­reynd­um, kald­hæðn­um tíst­um og fjar­stæðu­kennd­um frétt­um.

Dag­blaða­lest­ur þyk­ir í dag frek­ar vera til marks um yf­ir­veg­að­an og af­slapp­að­an lífs­stíl. Frá því fólk hafði áhyggj­ur af dag­blöð­um hef­ur það orð­ið sann­fært um að hljóð­varp gengi af sið­menn­ing­unni dauðri, þvínæst sjón­varp og svo net­ið. Fólk hef­ur ein­hvern veg­inn náð að höndla þessa þró­un hing­að til og ýms­ar grunnstoð­ir í sam­fé­lagi mann­anna hafa hald­ið gildi sínu.

Og kannski mun það sama eiga við um sam­fé­lags­miðl­ana, sem svo marg­ir hafa áhyggj­ur af. Mun það þykja til marks um zen­íska yf­ir­veg­un eft­ir þrjá­tíu ár að hanga í ró­leg­heit­um á Face­book í sím­an­um, á með­an stærsti hluti mann­kyns geng­ur um með út­þan­in sjáöld­ur af spennu yf­ir bein­streymi upp­lýs­inga í gegn­um 100 exa­bæta gagna­teng­ingu inn í mið­tauga­kerf­ið sjálft án við­komu í heil­an­um?

Hver veit? Það er hins veg­ar óhætt

að slá því föstu að hin ofsa­fengna breyt­ing á neyslu fólks á upp­lýs­ing­um mun fyrr eða síð­ar gjör­breyta grunnstoð­um í sam­fé­lag­inu, ef hún er ekki far­in að gera það nú þeg­ar.

Ým­is grund­vall­ar­at­riði í menn­ingu sam­fé­laga, þar á með­al trú­ar­líf og helgisið­ir, hafa það markmið að binda sam­an fólk á góð­um stund­um, í hvers­dags­líf­inu og þeg­ar mik­ið bját­ar á. En þess­ar grund­vall­ar­stoð­ir hafa ver­ið hann­að­ar út frá hvers­dags­leika mjög ólík­um þeim sem við bú­um við í dag. Á fyrri öld­um gat það ver­ið guðs­þjón­ust­an á sunnu­degi sem var hápunkt­ur skemmtana­lífs­ins; lit­brigða­mesta veislu­borð skiln­ing­ar­vit­anna.

Nú fær fólk gríð­ar­legt magn sér­snið­inna upp­lýs­inga beint að sér í gegn­um sam­fé­lags­miðla; einkum Face­book. Sá mið­ill hef­ur því í raun tek­ið við mörg­um hlut­verk­um í lífi fólks. Það er sím­stöð, póst­hús, frétta­veita, sál­gæsla, áfalla­hjálp, skemmti­stað­ur, póli­tísk­ur fund­ar­stað­ur—þar er dag­bók­in þín og sam­skipta­sag­an við alls kon­ar fólk. Og sú saga geym­ist jafn­vel eft­ir að fólk fer yf­ir móð­una miklu. Gögn­in sitja eft­ir í risa­stór­um skemm­um í Am­er­íku og á Ír­landi; suð­andi vift­ur halda hörð­um disk­um gagna­ver­anna köld­um svo sta­f­rænu minn­is­varð­arn­ir um ást­vini okk­ar bráðni ekki nið­ur og glat­ist að ei­lífu.

Þeg­ar Face­book kom til sög­unn­ar fór sam­fé­lags­mið­ill­inn smám sam­an að taka við ýms­um hlut­verk­um trú­ar­bragð­anna. Á Face­book var greint frá trú­lof­un­um, steggja­veisl­um, brúð­kaup­um þung­un­um, fæð­ing­um, skírn­um, barna­af­mæl­um, og út­skrift­um. Þannig voru helstu vörð­urn­ar á ævi­skeið­inu reist­ar á Face­book.

Í marga manns­aldra hafa börn ver­ið bor­in til skírn­ar í kirkju þannig að söfn­uð­ur­inn frétti af nýju lífi—og þannig hafa for­eldr­ar fund­ið til stuðn­ings og aðr­ir safn­að­ar­með­lim­ir upp­lif­að að þetta nýja líf feli í sér merk­ingu, ábyrgð og gleði fyr­ir alla kirkju­gesti. Núna er til­kynn­ing­in á Face­book að sumu leyti stærri við­burð­ur. Þar eru mörg hundruð vott­ar gerð­ir að inn­göngu nýs ein­stak­lings, nafn hans skráð í gagna­ver Marks Zucker­berg og hann beð­inn að láta það aldrei vill­ast frá sér. Ný­fætt barn má kall­ast slakt ef það fær ekki nokk­ur hundruð „like“í vöggu­gjöf. Gleði og gam­an.

Trú­ar­brögð­in hafa auð­vit­að ekki bara ver­ið vett­vang­ur gleði, held­ur hafa inn­an þeirra þró­ast ýms­ar leið­ir til þess að hjálpa okk­ur til þess að mæta áföll­um og þeim óumflýj­an­lega raun­veru­leika sem er dauð­inn.

All­ir menn deyja og flest­ir eru syrgð­ir sárt af ör­fá­um, minnst með sökn­uði af all­nokkr­um en líf flestra held­ur áfram. Fólk sýn­ir virð­ingu og þakk­læti með því að fylgja hinum látnu til graf­ar; síð­asta spöl­inn, og þannig fá hinir sár­ts­yrgj­andi nán­ustu að­stand­end­ur að finna hlýj­an stuðn­ing allra þeirra sem fannst það þó þess virði að taka hálf­an dag í lífi sínu frá til þess að taka þátt í kveðju­at­höfn, hlusta á minn­ing­ar­orð­in og horfa í kring­um sig á öll and­lit þeirra sem hin látni hafði snert nægi­lega til þess að þeir ákvæðu að koma frek­ar til þess að kveðja hinn látna held­ur en að vera í vinn­unni, fara á skíði eða gera bara eitt­hvað ann­að. Þessi al­var­lega stund er hápunkt­ur á sorg­ar­ferli, þar sem marg­ir fella tár—ekki bara þeir nán­ustu, held­ur líka þeir sem þekktu lít­ið til hins látna; en það hugg­ar allt sam­an og hef­ur sef­andi áhrif. Við grát­um yf­ir því að dauði annarra minn­ir okk­ur á að við sjálf mun­um deyja; og við grát­um kannski enn­þá frek­ar yf­ir því að við mun­um þurfa að horfa upp á enn fleiri deyja—fylgja fleir­um síð­asta spöl­inn en halda áfram ein­um manni færri.

Þessu er mjög erfitt að líkja eft­ir á Face­book þar sem næst við hlið sorg­legr­ar and­láts­frétt­ar kunna að vera furðu­frétt­ir um frægð­ar­fólk, hat­römm rifr­ildi um verð­trygg­ing­una og aug­lýs­ing­ar um am­er­ísk­an skófatn­að. Kist­urn­ar eru born­ar út úr kirkj­um, en bros­andi mynd­ir af látn­um ást­vin­um eru enn á net­inu, það er meira að segja hægt að senda þeim skila­boð—lát­ið fólk fær vina­beiðn­ir löngu eft­ir að Face­book-síð­unni hef­ur ver­ið breytt í minn­ing­ar­skrín, menn kváðu jafn­vel deyja frá hálf­kveðn­um status­upp­færsl­um.

Þetta er meiri­hátt­ar breyt­ing á grund­vall­ar­þætti í sam­fé­lag­inu og hún boð­ar lík­lega sitt­hvað fleira sem öllu erf­ið­ara er að átta sig á. Hvernig mun það fara með fólk þeg­ar flest­ar Face­book-frétt­irn­ar eru ekki leng­ur um gleði­lega við­burði í lífi fólks held­ur fyll­ist frétta­veit­an af til­kynn­ing­um um veik­indi og and­lát, minn­ing­ar­orð­um um for­eldra, vini, maka og ein­staka sinn­um börn og barna­börn? Hvernig líð­ur fólki sem opn­ar tölv­una sína eða sím­ann að morgni og sér slík­ar frétt­ir hrann­ast inn og les at­huga­semd­irn­ar og fylg­ist með hjarta­merk­ing­un­um stafl­ast upp á sorg­ar­frétt­irn­ar? Duga þá þús­und „like“eins vel og ör­fá þétt faðmlög og vina­leg­ar radd­ir til þess að finna til stuðn­ings á erf­ið­um stund­um lífs­ins?

Í fá­mennu sam­fé­lagi eins og því ís­lenska er kannski auð­veld­ara að standa vörð um mennsk­una held­ur en víða ann­ars stað­ar. Það er líka harð­vír­að í menn­ing­ar­vit­und okk­ar allra að „mað­ur er manns gam­an“— og það á við bæði í sorg og gleði. Þró­un­in tog­ar í hina átt­ina og það er fyr­ir­höfn að toga á móti. Lík­leg­ast er hún þess þó marg­fald­lega virði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.