Verð­launa­byss­ur og vöðlu­við­gerð­ir

Vart þarf að kynna Agn­ar Guð­jóns­son byssu­smið fyr­ir ís­lensk­um skot­veiði­mönn­um enda er hann sá elsti í fag­inu og hef­ur rek­ið byssu­smiðju frá haust­inu 1986. Ný­lega opn­aði hann nýja og glæsi­lega sér­versl­un fyr­ir skot­veiði­fólk í Grafar­vogi.

Fréttablaðið - - FÓLK -

Pabbi er elsti byssu­smið­ur lands­ins og út­skrif­að­ist úr byssu­smíði frá Col­orado School of Tra­des í Den­ver í júní 1986. Hann er lands­kunn­ur með­al skot­veiðimanna fyr­ir af­bragðs byssu­við­gerð­ir og um­boð fyr­ir heims­þekkt­ar og marg­verð­laun­að­ar byss­ur frá Winchester og Brown­ing,“upp­lýs­ir Ív­ar Agn­ars­son, sölu­stjóri Byssu­smiðju Agn­ars og son­ur hins frækna byssu­smiðs.

Í Byssu­smiðju Agn­ars hef­ur ver­ið rek­ið róm­að byssu­verk­stæði og byssu­versl­un í 33 ár og rétt fyr­ir síð­ustu jól opn­aði fyr­ir­tæk­ið nýja og glæsi­lega sér­versl­un skot­veiðimanna í Hvera­fold 1-3 í Grafar­vogi.

„Okk­ur lang­aði að stækka við okk­ur, bjóða upp á enn meira vöru­úr­val og opna heill­andi sér­versl­un þar sem skot­veiði­fólk finn­ur allt sem þarf fyr­ir veið­ina. Við selj­um nú há­gæða veiði- og úti­vistarfatn­að fyr­ir bæði kyn­in frá danska fram­leið­and­an­um Härkila en hann vann ný­ver­ið til verð­launa fyr­ir Pro Hunt Mo­ve-herralín­una og Freyju-döm­u­lín­una á Brit­ish Shoot­ing Show sem er stærsta og virt­asta byssu­sýn­ing

Bret­lands­eyja,“upp­lýs­ir Ív­ar með stolti yf­ir því að geta nú boð­ið ís­lensku skot­veiði­fólki fatn­að og skó frá Härkila.

Kvennatví­hleyp­ur á leið­inni

Ný sér­versl­un Byssu­smiðju Agn­ars hef­ur hlot­ið frá­bær­ar við­tök­ur veiðimanna.

„Úr­val veiði­varn­ings í búð­inni er fjöl­breytt og ein­stakt. Við er­um með­al ann­ars með um­boð fyr­ir þýsku Min­ox-sjón­auk­ana og einnig sjón­auka og sigti frá Truglo. Einnig ein­stak­an fatn­að og byss­ur frá Brown­ing, sem og byss­ur frá Winchester. Hér er til dæm­is að finna verð­launa­byss­una Winchester SX4 sem hef­ur eina hröð­ustu skipt­ingu í hálf

sjálf­virk­um hagla­byss­um í dag en ít­alski heims­meist­ar­inn Raniero Testa skaut þrett­án leir­dúf­ur á 1,6 sek­únd­um með SX4. Þá völdu Lands­sam­tök byssu­eig­enda í Banda­ríkj­un­um (NRA) Winchester SX4 hagla­byssu árs­ins í fyrra, enda al­gjör­lega ómót­stæði­leg byssa á frá­bæru verði,“seg­ir Ív­ar og hand­leik­ur SX4 sem fæst svört og í felu­lit­um og gagn­ast við all­ar að­stæð­ur.

Síð­sum­ars bæt­ist við kær­kom­in nýj­ung fyr­ir skot­veiði­fólk í Byssu­smiðju Agn­ars.

„Þá tök­um við inn sér­stak­ar kvennatví­hleyp­ur frá Akk­ar sem eru sér­stak­lega sniðn­ar að kven­lík­am­an­um. Það er bæði ánægju­legt og tíma­bært að bjóða upp á létt­ari og með­færi­legri byss­ur fyr­ir kon­ur í skot­veiði,“út­skýr­ir Ív­ar um Churchill-tví­hleyp­urn­ar frá Akk­ar.

Þess má geta að Byssu­smiðja Agn­ars býð­ur upp á vand­að­ar vöðlu­við­gerð­ir.

„Við ger­um við all­ar vöðlur, stór göt sem lít­il, og hvort sem vöðlurn­ar eru úr Gor­etex eða Neoprene,“seg­ir Ív­ar sem hvet­ur skot­veiði­fólk til að fylgja Byssu­smiðju Agn­ars eft­ir á Face­book þar sem reglu­lega bjóð­ast spenn­andi til­boð og nýj­ung­ar.

Byssu­smiðja Agn­ars er í Hvera­fold 1-3 í Grafar­vogi. Sjá nán­ar á galleri­byss­ur.is og á Face­book.

MYND­IR/ANTON

Agn­ar Guð­jóns­son byssu­smið­ur og Ív­ar Agn­ars­son sölu­stjóri.

Winchester SX4 var val­in hagla­byssa árs­ins hjá NRA í Banda­ríkj­un­um 2018.

Dönsk verð­launa­hönn­un Härkila.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.