Flúða­sigl­ing­ar í ára­tugi

Fréttablaðið - - SJÓSPORT -

ÁÍslandi hafa flúða­sigl­ing­ar í straum­þung­um ám ver­ið stund­að­ar síð­ustu ára­tugi, bæði af djörfu áhuga­fólki og í seinni tíð af Ís­lend­ing­um jafnt sem er­lend­um ferða­mönn­um sem boð­ist hef­ur að kynn­ast þessu magn­aða sporti með fag­fólki.

Í boði hafa ver­ið sigl­ing­ar með­al ann­ars nið­ur Hvítá, Blöndu og vest­ari og aust­ari Jök­ulsá í Skaga­firði, svo ein­hver dæmi séu tek­in.

Fyr­ir þá sem kjósa mikla spennu er til­val­ið að fara í flúða­sigl­ingu nið­ur Jök­ulsá vest­ari eða Jök­ulsá aust­ari. Ferð­irn­ar hafa not­ið mik­illa vin­sælda og æ fleiri hafa reynt þess­ar æv­in­týra­legu ferð­ir enda gljúfr­in sem siglt er um ein­stök nátt­úru­und­ur.

Flúða­sigl­ing er fjör­leg af­þrey­ing fyr­ir alla fjöl­skyld­una og fyr­ir yngstu og elstu með­lim­ina hent­ar ef til vill best að fara nið­ur Blöndu en það er til­val­in skemmt­un fyr­ir fjöl­skyld­ur með ung börn. Lands­lag­ið með­fram ánni er fal­legt, vatns­hrað­inn lít­ill svo nýtt sjón­ar­horn á nátt­úr­una nýt­ur sín vel. Þeir sem eru 12 ára og eldri geta far­ið á vest­ari Jök­ulsá og sú aust­ari er fyr­ir þá sem eru 18 ára og eldri, búa yf­ir svo­lít­illi reynslu og lang­ar að reyna meira á sig. Þeg­ar siglt er nið­ur árn­ar blas­ir hvarvetna á leið­inni við stór­brot­in nátt­úra og merk­ir stað­ir. Frá­bær blanda af spennu og skag­firskri nátt­úru­feg­urð. Fyr­ir þess­um sigl­ing­um hafa far­ið reynd­ir ís­lensk­ir og er­lend­ir leið­sögu­menn og er fyllsta ör­ygg­is jafn­an gætt í flúða­sigl­ing­un­um.

Það er fátt skemmti­legra en að sigla nið­ur flúð­ir í ís­lensku um­hverfi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.