Gefst aldrei upp

Bra­him Ghali, for­seti Vest­urSa­hara, ræð­ir við Fréttablaðið um sjálf­stæð­is­bar­átt­una.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - [email protected]­bla­did.is Þórgnýr Ein­ar Al­berts­son

Bra­him Ghali, for­seti Vest­ur-Sa­hara og leið­togi þjóð­frels­is­hreyf­ing­ar­inn­ar Polis­ario, seg­ist vilja flytja Ís­lend­ing­um boð­skap vináttu og virð­ing­ar. Hann var stadd­ur hér á landi í vik­unni og ræddi við Fréttablaðið um sjálf­an sig og stöð­una í þessu strjál­býla en þó fjöl­menn­asta ríki þess sem Sa­mein­uðu þjóð­irn­ar flokka sem ríki án sjálfs­stjórn­ar.

Vest­ur-Sa­hara var und­ir stjórn Spán­verja til 1975 en þeir hurfu á brott eft­ir þrýst­ing frá Sa­mein­uðu þjóð­un­um. Þá tóku Marokkó­menn og Má­rit­an­ar við en Marokkó hafði gert til­kall til svæð­is­ins allt frá ár­inu 1957. Átök á milli Polis­ario og Má­rit­ana og Marokkó­manna brut­ust út. Þótt Má­rit­an­ar hafi vik­ið ár­ið 1979 her­námu Marokkó­menn stærst­an hluta Vest­ur-Sa­hara. Í dag halda Marokkó­menn þess­um hluta enn­þá en Sa­hrawi-þjóðin, eða hið lýð­ræð­is­lega lýð­veldi Sa­hrawi-Araba, held­ur minni hlut­an­um.

Alls við­ur­kenna 84 að­ild­ar­ríki Sa­mein­uðu þjóð­anna sjálf­stæði Vest­ur-Sa­hara. Fjöru­tíu ríki hafa hins veg­ar „fryst“við­ur­kenn­ingu sína. Ís­land er ekki á með­al þeirra ríkja sem hafa við­ur­kennt sjálf­stæði en fá­ein ár eru þó frá því Al­þingi álykt­aði að „fela ut­an­rík­is­ráð­herra að beita sér á al­þjóða­vett­vangi fyr­ir því að sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt­ur íbúa Vest­ur-Sa­hara verði virt­ur í sam­ræmi við álykt­an­ir ör­ygg­is­ráðs og alls­herj­ar­þings Sa­mein­uðu þjóð­anna og styðja við­leitni til að finna frið­sam­lega og var­an­lega póli­tíska lausn.“

Von­ast eft­ir sam­stöðu

Ghali seg­ist vilja biðja Ís­lend­inga um að sýna þjóð í erfiðri stöðu sam­stöðu. „Við eig­um margt sam­eig­in­legt og við von­umst til þess að koma á sterku sam­bandi á milli þess­ara þjóða til fram­búð­ar.“

Að sögn Ghal­is hef­ur Sa­hrawi-fólk lengi heyrt sög­ur af Íslandi. Hann heyrði til að mynda sjálf­ur af land­inu þeg­ar hann var í öðr­um bekk grunn­skóla. „Þið er­uð fræg fyr­ir and­spyrnu. Ís­lenska þjóðin hef­ur stað­ið vörð um sína stöðu á frið­sam­leg­an hátt. Þið er­uð þjóð sem styð­ur smáríki og rétt þeirra til frels­is. Þess vegna kom ég hing­að að heim­sækja þetta vin­gjarn­lega land og ég von­ast til þess að þið séuð mót­tæki­leg fyr­ir skila­boð­um mín­um.“

Hitti for­sæt­is­ráð­herra

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra fund­aði með Ghali. Ghali seg­ir að það hafi ver­ið góð­ur fund­ur. Hann hafi út­skýrt stöð­una í Vest­urSa­hara og sagt henni frá þján­ingu þjóð­ar­inn­ar og and­spyrn­unni.

„Ég sagði henni einnig að við vild­um eiga gott sam­band við Ís­land. Ég er af­ar þakk­lát­ur fyr­ir fund­inn og vil þakka for­sæt­is­ráð­herr­an­um fyr­ir að hlýða á skila­boð okk­ar. Við ósk­um henni alls hins besta og þjóð­inni sömu­leið­is,“seg­ir Ghali.

Ára­tuga­löng bar­átta

Sjálf­ur hef­ur Ghali tek­ið virk­an þátt í sjálf­stæð­is­bar­áttu Vest­urSa­hara til margra ára­tuga. Hann var til að mynda varn­ar­mála­ráð­herra Sa­hrawi-lýð­veld­is­ins frá 1976 til 2005 og hef­ur nú ver­ið for­seti und­an­far­in þrjú ár.

For­set­inn seg­ir að frá því Spán­verj­ar eign­uðu sér svæð­ið fyrst fyr­ir rúm­um 130 ár­um hafi ver­ið sam­felld and­spyrna af hálfu íbúa svæð­is­ins. Þessi and­spyrna hef­ur þó breyst með tíð og tíma. „Í dag höf­um við okk­ar eig­ið ríki, þótt það sé her­num­ið að hluta. Við er­um stofn­að­ili Afríku­banda­lags­ins. Rúm­lega átta­tíu ríki við­ur­kenna sjálf­stæði okk­ar og við von­um að fleiri bæt­ist í hóp­inn. Stór hluti þjóð­ar­inn­ar býr í út­legð en við bú­um yf­ir öll­um þeim inn­við­um sem full­valda ríki þarf að hafa,“seg­ir Ghali.

Næsta skref er að hans sögn að fá fulla við­ur­kenn­ingu á sjálf­stæði rík­is­ins. „Við er­um kom­in af­ar ná­lægt mark­mið­inu og er­um mun nær því nú að vera al­við­ur­kennt sjálf­stætt ríki en áð­ur. Þetta er þrátt fyr­ir að her­námsafl­ið beiti sér gegn vinnu Sa­mein­uðu þjóð­anna og reyni að þvinga heim­inn til þess að gang­ast við þeirra eig­in heims­sýn. Al­þjóða­sam­fé­lag­ið þarf að beita sér af hörku gegn her­námsaf linu til þess að þvinga það til sam­starfs.“

Ghali seg­ir að það sé óumflýj­an­legt að Sa­hrawi-þjóðin nái þessu mark­miði sínu. Það sé ein­ung­is tímaspurs­mál. „ Auð­vit­að er þetta líka spurn­ing um sam­visku heims­byggð­ar­inn­ar, hvenær hún átt­ar sig á þessu órétt­læti.“

Þá seg­ir hann að það verði ekki aft­ur snú­ið nú. Þjóðin sé stað­ráð­in og muni aldrei gef­ast upp.

Sak­að­ur um þjóð­armorð

Þessi stað­hæf­ing Ghal­is er hins veg­ar ekki óum­deild. Am­nesty In­ternati­onal hef­ur til að mynda álykt­að að Polis­ario standi, líkt og Marokkó, fyr­ir kúg­un al­mennra borg­ara. Að auki opn­uðu spænsk­ir dóm­stól­ar ár­ið 2016 á ný rann­sókn á Ghali þar sem hann er með­al ann­ars sak­að­ur um þjóð­armorð, stríðs­glæpi, glæpi gegn mann­kyn­inu og pynt­ing­ar, sam­kvæmt frétt­um með­al ann­ars spænska mið­ils­ins El País og breska rík­is­út­varps­ins.

Glæp­irn­ir eiga að hafa átt sér stað í Tindouf-flótta­manna­búð­un­um í Alsír. Þar hýs­ir Sa­hrawi-lýð­veld­ið einna helst flótta­menn Sa­hrawi­þjóð­ar­inn­ar. Marokkó­um, Als­ír­ing­um og Sa­hrawi-fólki ber ekki sam­an um fjölda flótta­fólks í búð­un­um en tal­an hleyp­ur á tug­um þúsunda.

Ég vil spyrja þig um rann­sókn­ina á Spáni. Spænsk­ir miðl­ar hafa greint frá því að þú sért rann­sak­að­ur fyr­ir með­al ann­ars stríðs­glæpi sem eiga að hafa átt sér stað á milli 1976 og 1987 í Tindouf-flótta­manna­búð­un­um. Eru þess­ar ásak­an­ir sann­ar?

„Þetta eru til­hæfu­laus­ar og rang­ar ásak­an­ir,“seg­ir Ghali og bæt­ir því við að ásak­an­irn­ar séu póli­tísks eðl­is. And­stæð­ing­arn­ir í Marokkó séu sér­fræð­ing­ar í því að ljúga upp á hann og aðra leið­toga Polis­ario og Sa­hrawi-lýð­veld­is­ins. Ghali seg­ir það orð­ið að gam­al­grón­um vana Marokkó­manna að ljúga um Vest­ur-Sa­hara. „Þau eru sér­fræð­ing­ar í skáld­skap og lyg­um.“

Hörmu­leg kúg­un

„Ég vil að Íslendingar viti að vin­ir þeirra, Sa­hrawi-þjóðin, býr við hernám Marokkó­manna. Við stönd­um frammi fyr­ir hörmu­legri bæl­ingu, gegn­um­gang­andi og kerf­is­bund­inni kúg­un af hálfu mar­okkóska hers­ins á okk­ar landi. Það er kerf­is­bund­in und­irok­un. Það skipt­ir engu hvort um börn eða aldr­aða er að ræða. Það er ekki ein ein­asta Sa­hrawifjöl­skylda sem ekki hef­ur orð­ið fyr­ir þess­ari kúg­un að ein­hverju leyti.“

Hann bæt­ir því við að fjöldi al­mennra borg­ara sitji nú í fang­elsi af póli­tísk­um ástæð­um. Ghali seg­ir frá því að um þrjá­tíu þús­und Sa­hrawi-manna hafi sest að í búð­um í eyði­mörk­inni fyr­ir ut­an höf­uð­borg­ina La­ayou­ne, sem Marokkó­menn halda, til þess að mót­mæla her­nám­inu án þess að stofna til ófrið­ar inn­an borg­ar­mark­anna.

„Þetta fólk stóð ekki fyr­ir nein­um árás­um eða of­beldi en svo kom mar­okkóski her­inn og eyði­lagði búð­irn­ar, hand­tók fólk­ið og fang­els­aði marga. Fólk­ið var pynt­að á marg­vís­leg­an hátt og er enn pynt­að í dag. Þetta fólk fékk órétt­láta dóma, allt frá tutt­ugu ár­um til lífs­tíð­ar­fang­els­is. Það fær ekki að fá heim­sókn­ir frá fjöl­skyldu né að hafa sam­skipti við um­heim­inn.“

Ghali er þarna að tala um Gdeim Izik-búð­irn­ar sem var kom­ið upp í októ­ber 2010 og stóðu í um mán­uð. Að sögn mar­okkóskra yf­ir­valda var rétt­að yf­ir 25 mót­mæl­end­um og segja þar­lend yf­ir­völd að 11 mar­okkósk­ir ör­ygg­is­gæslu­menn hafi far­ist og tveir mót­mæl­end­ur. Polis­ario seg­ir hins veg­ar að 36 Sa­hrawi­menn hafi far­ist og 163 ver­ið hand­tekn­ir.

Auðlindarán og yf­ir­ráða­svæði

Ghali seg­ir margt or­saka nú­ver­andi ástand. Í al­þjóð­legu sam­hengi megi líta til stefnu Spán­verja og einkum Frakka gagn­vart Mag­hreb-svæð­inu, sem nær yf­ir Alsír, Lí­býu, Marokkó, Má­rit­an­íu, Tún­is og Vest­ur-Sa­hara. Ghali seg­ir að stefn­an lit­ist af ný­lendu­hug­mynda­fræði. „Þar sem þetta er að mestu frönsku­mæl­andi svæði líta Frakk­ar á þetta sem sitt áhrifa­svæði,“seg­ir Ghali. Þá seg­ir hann að Marokkó „haldi fast í þá kreddu“að stækka þurfi rík­ið. Marokkó­menn vilji sömu­leið­is eigna sér auð­lind­ir Vest­ur-Sa­hara.

Fram­tíð­ar­horf­ur

Marokkó­menn og Sa­hrawi-menn sett­ust að við­ræðu­borð­inu í des­em­ber og svo aft­ur í mars und­ir hand­leiðslu Horst Köhler, fyrr­ver­andi for­seta Þýska­lands og er­ind­reka SÞ. Vert er að nefna að Sa­mein­uðu þjóð­irn­ar hafa í tæp þrjá­tíu ár starf­rækt verk­efni á svæð­inu, MINURSO, sem á að tryggja að­stæð­ur fyr­ir þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu Sa­hrawi-fólks­ins. At­kvæða­greiðsl­an hef­ur ekki enn far­ið fram.

Ghali lof­ar Köhler fyr­ir hans þátt í við­ræð­un­um en seg­ir Marokkó hindra starf SÞ og Sa­hrawi-leið­toga. „En við von­um að okk­ar bíði ár­ang­urs­rík fram­tíð í þess­um við­ræð­um.“

Að auki lýstu að­ild­ar­ríki Þró­un­ar­banda­lags sunn­an­verðr­ar Afríku, sem og nokk­ur ríki ut­an álf­unn­ar, yf­ir ein­dregn­um stuðn­ingi við bar­áttu Sa­hrawi-fólks­ins í mars. Ghali seg­ir mik­inn ár­ang­ur hafa náðst þar.

ÉG VIL AÐ ÍSLENDINGAR VITI AÐ VIN­IR ÞEIRRA, SA­HRAWI-ÞJÓÐIN, BÝR VIÐ HERNÁM MAROKKÓ­MANNA.

Þving­an­ir og við­skipta­bönn

Ghali seg­ir að lok­um að til þess að leysa úr deil­unni um Vest­ur-Sa­hara ætti Al­þjóða­sam­fé­lag­ið að beita Marokkó meiri þrýst­ingi. Marokkó hlusti ein­fald­lega ekki á álykt­an­ir um sjálf­stæði Vest­ur-Sa­hara.

„Al­þjóða­sam­fé­lag­ið ætti að beita Marokkó þving­un­um og við­skipta­bönn­um vegna þess sem á sér stað. Þetta er það sama og gerð­ist und­ir að­skiln­að­ar­stefn­unni í Namib­íu og Suð­ur-Afríku. Þetta er kúg­un, þjófn­að­ur á auð­lind­um og mis­mun­un. Við vilj­um að frjáls­ar lýð­ræð­is­þjóð­ir heims, óháð fé­laga­sam­tök og al­menn­ir borg­ar­ar geri það sem þeir geta til þess að að­stoða okk­ur í því að end­ur­heimta land­ið, auð­lind­ir okk­ar og mann­rétt­indi.“

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

For­seti Vest­ur-Sa­hara seg­ir Sa­hrawi-þjóð­ina eiga margt sam­eig­in­legt með Ís­lend­ing­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.