Föð­ur­hlut­verk­ið mik­il­væg­ast

Leik­fer­ill Arons Más Ólafs­son­ar hefst með krafti.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - [email protected]­bla­did.is Kristjana Björg Guð­brands­dótt­ir FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR

Aron Már Ólafs­son fékk mik­ið lof fyr­ir leik sinn í ann­arri þáttar­öð Ófærð­ar sem var sýnd skömmu eft­ir ára­mót. Hann lék ung­an sam­kyn­hneigð­an mann, Vík­ing, sem glím­ir við erf­iða fjöl­skyldu­sögu og áföll.

„ Þetta var ótrú­lega gott hlut­verk, ég var hepp­inn að hafa náð að lenda því. Þetta var vissu­lega krefj­andi hlut­verk. Að fá að prófa að leika með at­vinnu­leik­ur­um og fá góða leik­stjórn. Mér var hent út í djúpu laug­ina. Fór beint frá því að leika með sam­nem­end­um mín­um í þetta,“seg­ir Aron Már.

Aron Már stund­ar leik­list í Lista­há­skóla Ís­lands og mun út­skrif­ast með BA-gráðu í vor. Það hlýt­ur að vera kost­ur að geta feng­ið svona tæki­færi snemma á ferl­in­um?

„Já, eins og marg­ir segja í gamni. Það er auðvelt að vera heimsfrægur á Íslandi. Það get­ur ver­ið gott að fá tækifærin snemma en það get­ur líka ver­ið slæmt. Það fer lík­lega eft­ir því hvort þú ert til­bú­inn og hvort hlut­verk­ið er gott, “seg­ir Aron Már. „ Sam­fé­lag okk­ar er lít­ið og tækifærin mörg. Ef mað­ur vill líta út fyr­ir land­stein­ana þá er gott að búa að þess­ari reynslu að hafa leik­ið stór hlut­verk í kvik­mynd­um og á sviði.“

Aron Már er í stífu æf­inga­ferli í Borg­ar­leik­hús­inu þeg­ar blaða­mað­ur nær tali af hon­um. Hann fer með eitt að­al­hlut­verk­anna í Kæru Jelenu, verki eft­ir Ljúdmílu Razu­movskaju sem hef­ur far­ið sig­ur­för um heim­inn frá því það var skrif­að ár­ið 1980. Verk­ið var sett á svið í Þjóð­leik­hús­inu fyr­ir tæp­um 30 ár­um í þýð­ingu Ingi­bjarg­ar Har­alds­dótt­ur sem Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir skáld hef­ur fært nær okk­ur í stað og tíma.

Sjokk­er­andi verk

„Leik­rit­ið fjall­ar í stuttu máli um fjóra nem­end­ur sem koma að kvöldi til kenn­ara síns. Þau krefjast svo­lít­ils af henni og meira segi ég ekki,“seg­ir hann og hlær og vill alls ekki gefa sögu­þráð­inn upp til þeirra sem eru að sjá verk­ið í fyrsta sinn.

Verk­ið hef­ur ver­ið sett nokkr­um sinn­um á fjal­ir ís­lenskra leik­húsa og þyk­ir höfða til ungs fólks. „Verk­ið var síð­ast sett upp í stóru leik­hús­un­um á tí­unda ára­tugn­um. Anna Krist­ín Arn­gríms­dótt­ir lék Jelenu, en nem­end­urn­ir voru leikn­ir af Baltas­ar Kor­máki, Hall­dóru Björns­dótt­ur, Hilm­ari Jóns­syni og Ingvari E. Sig­urðs­syni. En það er gam­an að segja frá því að ég lék í Kæru Jelenu í Versl­un­ar­skól­an­um. Fór reynd­ar með ann­að hlut­verk þá, mér finnst það ótrú­lega skemmti­legt. Verk­ið á er­indi í dag eins og áð­ur en það spyr grund­vall­ar­spurn­inga um okk­ur og mann­seðl­ið.“

Út­varps­stöð í vexti

Aron Már er einn stofn­enda hins nýja Út­varps 101. „Ég er einn eig­enda en hef ver­ið of upp­tek­inn í leik­hús­inu til að sinna stöð­inni. Hún er reynd­ar í góð­um hönd­um fé­laga minna. Ég kem sterk­ur inn þeg­ar hæg­ist um hjá mér. Dag­inn sem við opn­uð­um stöð­ina höfð­um við unn­ið að því að stofna hana í al­gjörri leynd. Því það var gat á mark­aðn­um. Við vild­um huga bet­ur að menn­ingu og ungu fólki. Í einu orði þá snýst Út­varp 101 um menn­ingu. Við er­um nátt­úru­lega með frá­bær­an tón­list­ar­stjóra, sem er Logi Pedro. Viku­lega er hald­inn fund­ur þar sem er far­ið yf­ir allt sem er í deigl­unni. Hvað er nýtt? Hvað er áhuga­vert og þarf að fara í spil­un. Við er­um al­veg á tán­um. Og mun­um á næst­unni kynna næsta skref, ég hlakka til þeg­ar ég má segja frá því,“seg­ir Aron Már og læt­ur ekk­ert uppi þrátt fyr­ir mik­inn þrýst­ing.

Stress­andi og stórt skref

Í haust leik­ur Aron Már Shakespeare í Þjóð­leik­hús­inu í verk­inu Shakespeare in Lo­ve í leik­stjórn Selmu Björns­dótt­ur. Verk­ið verð­ur frum­sýnt í októ­ber á stóra svið­inu. Það er byggt á sam­nefndri kvik­mynd sem fékk sjö Ósk­ar­s­verð­laun ár­ið 1998 þar sem Gwyneth Paltrow og Joseph Fienn­es fóru með að­al­hlut­verk. Leik­gerð­in hef­ur ver­ið vin­sæl á West End í London síð­ustu fimm ár. Á móti Aroni Má leik­ur Lára Jó­hanna Jóns­dótt­ir.

„Já, ég svík lit og fer yf­ir í Þjóð­leik­hús­ið,“seg­ir Aron Már í gamni. „En þetta er gríð­ar­legt stökk. Að fara af litla svið­inu yf­ir á stóra svið Þjóð­leik­húss­ins. Litla svið­ið hér er reynd­ar frá­bært. Mér finnst ná­lægð­in góð, mér finnst ég um­kringd­ur og það er þægi­legt. En það er mjög stress­andi að vera að fara að leika að­al­hlut­verk á stóra svið­inu. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að ég er mjög stress­að­ur. Þetta er krefj­andi en góð áskor­un. Og ég er reynd­ar svo­lít­ið fyr­ir það að vera hent kúta­laus­um í djúpu laug­ina.“

Föð­ur­hlut­verk­ið mik­il­væg­ast

„ Mik­il­væg­asta hlut­verk­ið er nú samt föð­ur­hlut­verk­ið,“seg­ir Aron Már. Hann og kær­asta hans, Hild­ur Skúla­dótt­ir, eign­uð­ust son í janú­ar á síð­asta ári.

„Líf­ið er gott. Hann er kom­inn á leik­skóla og er á ung­barna­deild. Við vor­um að flytja á Lauf­ás­veg og hann fer á Lauf­ás­borg. Það er allt að smella. Konan mín er að sækja um í meistaranám í sálfræði og starfar sem flugfreyja. Hún er ótrú­lega hæfileikarík og ég er alla daga mjög stoltur af henni,“seg­ir Aron Már.

Hvernig geng­ur ykk­ur að máta þetta sam­an, leik­ara­líf­ið og flug­líf­ið?

„Það fer ágæt­lega sam­an. Þeg­ar hún er að fljúga er ég oft svo­lít­ið laus á dag­inn og á ofsalega góð­an tíma með syni mín­um. Ómet­an­leg­ur tími, finnst mér.

Leik­ara­líf­ið, það er reynd­ar svo­lít­ið skrýt­ið líf. . Og allt öðru­vísi en á setti í kvik­mynd­um. Þú þarft að muna all­an text­ann þinn. All­ar lín­urn­ar. Alltaf að grufla og grafa og í konst­ant sam­bandi við leik­stjór­ann og sam­leik­ara þína. Mað­ur er að hnoða leir. En í bíó get­ur þú dútlað þér,“seg­ir Aron Már.

Lán­að­ar til­finn­ing­ar

Góð­ur leik­ari þarf að vera í góðu sam­bandi við til­finn­ing­ar sín­ar. Hef­ur ferl­ið sem þú varst í hjálp­að þér?

„Það er mun­ur á því að tala um eig­in til­finn­ing­ar og til­finn­ing­ar á sviði. Til­finn­ing­ar á sviði eru lán­að­ar til­finn­ing­ar og mað­ur þarf af bestu getu að skilja þarna á milli. Þetta er jafn­vægi sem mað­ur þarf að finna. Mað­ur þarf að passa upp á sig.“

„ Þetta er eins og pípu­lögn, þú þarft bara að vita hvernig þú skrúf­ar frá. Ég er enn að læra þetta. Finna mitt til­finn­ingaróf á sviði. Þeg­ar mað­ur upp­lif­ir til­finn­ing­ar, ef mað­ur er sann­ur í sínu, þá koma þær bara yf­ir mann. En þeg­ar mað­ur fer á svið þá þarf mað­ur að geta stjórn­að þessu. Að geta, í hvaða ástandi sem er, skil­ið á milli.“

ÞAÐ ER AUÐVELT AÐ VERA HEIMSFRÆGUR Á ÍSLANDI. ÞAÐ GET­UR VER­IÐ GOTT AÐ FÁ TÆKIFÆRIN SNEMMA EN ÞAÐ GET­UR LÍKA VER­IÐ SLÆMT.

KONAN UM Í MEISTARANÁM MÍN ER AÐ SÆKJA Í SÁLFRÆÐI OG STARFAR SEM FLUGFREYJA. HÚN ER ÓTRÚ­LEGA HÆFILEIKARÍK OG ÉG ER ALLA DAGA MJÖG STOLTUR AF HENNI.

Aron Már er ekki út­skrif­að­ur frá Lista­há­skól­an­um en hef­ur feng­ið nokk­ur stór hlut­verk.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.