Brýnt að bregð­ast við vanda Lands­rétt­ar

Brýnt er að binda enda á óviss­una um Lands­rétt að mati Dóm­stóla­sýsl­unn­ar. Baga­legt er drátt­ur verð­ur á með­ferð mála. Mál­ið var ekki rætt í rík­is­stjórn í vik­unni. Rúm­ar þrjár vik­ur liðn­ar frá dómi Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - adal­[email protected]­bla­did.is

Lands­rétt­ar­mál­ið var ekki til um­ræðu í rík­is­stjórn í vik­unni en tæp­ar fjór­ar vik­ur eru síð­an Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu kvað upp dóm þess efn­is að það sam­ræmd­ist ekki ákvæði sátt­mál­ans um rétt­láta máls­með­ferð að dóm­ar­ar sem ekki voru skip­að­ir í sam­ræmi við rétt­ar máls­með­ferð­ar­regl­ur dæmi mál.

Lands­rétt­ur starfar ekki af full­um krafti eft­ir dóm­inn og tölu­verð óvissa rík­ir bæði vegna mögu­legs mál­skots til efri deild­ar MDE og þess hvernig skip­an Lands­rétt­ar verð­ur á næstu miss­er­um og til fram­búð­ar vegna dóms­ins.

„Ég tel mjög brýnt að brugð­ist verði við eins fljótt og auð­ið er því það er aug­ljóst að Lands­rétt­ur get­ur ekki sinnt sínu hlut­verki með góðu móti þeg­ar fjór­ir dóm­ar­ar af fimmtán eru ekki að störf­um,“seg­ir Bene­dikt Boga­son, stjórn­ar­formað­ur Dóm­stóla­sýsl­unn­ar.

Bene­dikt seg­ir að því lengri töf sem verði á því að ákvarð­an­ir verði tekn­ar um við­brögð við dóm­in­um, því meiri drátt­ur verði á með­ferð mála við Lands­rétt. „Það er mjög baga­legt ef þetta tefst lengi, því ef drátt­ur byrj­ar að verða á með­ferð mála get­ur sá vandi und­ið upp á sig á skömm­um tíma og orð­ið erf­ið­ur við­ur­eign­ar,“seg­ir Bene­dikt.

Þær ákvarð­an­ir sem þarf að taka í kjöl­far dóms­ins eru tví­þætt­ar. Ann­ars veg­ar þarf að ákveða hvort mál­inu verði skot­ið til efri deild­ar MDE en mjög skipt­ar skoð­an­ir hafa ver­ið um það með­al stjórn­mála­manna, dóm­ara og fræðimanna.

Hins veg­ar þarf ákveða til hvaða ráð­staf­ana verð­ur grip­ið til að tryggja eðli­lega virkni Lands­rétt­ar en ákvarð­an­ir þess efn­is bíða vænt­an­lega þang­að til fyr­ir ligg­ur hvort leit­að verði end­ur­skoð­un­ar dóms­ins. Verði slíkr­ar end­ur­skoð­un­ar leit­að þarf að tryggja virkni rétt­ar­ins með­an óvissa rík­ir um end­an­lega nið­ur­stöðu en sú óvissa gæti var­að í tvö ár.

Verði hins veg­ar ákveð­ið að una dómi þarf að ákveða hvernig eigi að bregð­ast við dóm­in­um og koma í veg fyr­ir áfram­hald­andi brot gegn ákvæði sátt­mál­ans.

Bene­dikt seg­ir Dóm­stóla­sýsl­una hafa bent á einu raun­hæfu leið­ina úr vanda Lands­rétt­ar, í er­indi til stjórn­valda strax í sömu viku og dóm­ur MDE var kveð­inn upp. Í er­ind­inu er lagt til að dómur­um við Lands­rétt verði fjölg­að um fjóra en til þess þarf laga­breyt­ingu. Að­spurð­ur seg­ist Bene­dikt ekki hafa feng­ið við­brögð frá stjórn­völd­um við er­ind­inu.

Ég tel mjög brýnt að brugð­ist verði við eins fljótt og auð­ið er

Bene­dikt Boga­son, stjórn­ar­formað­ur Dóm­stóla­sýsl­unn­ar

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Bene­dikt var með­al fram­sögu­manna á mál­stofu um Lands­rétt á Laga­dög­um í síð­ustu viku.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.