Trú­fé­lög í áhættumati vegna pen­inga­þvætt­is

Sam­kvæmt áhættumati um pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka valda ým­is fé­laga­form áhyggj­um.Há tíðni skattsvika sömu­leið­is.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR -

Skattsvik eru al­var­legt vanda­mál hér á landi, að mati Rík­is­lög­reglu­stjóra sem birti í gær áhættumat um pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka. Í grein­ingu embætt­is­ins kem­ur fram að með­vit­und al­menn­ings um skattsvik sé mik­il en við­horf til þess­ara brota virð­ist mild­ara en til annarra brota. Þá séu yf­ir­völd með­vit­uð um um­fang skattsvika; reglu­verk­ið sé viða­mik­ið og fjöldi mála í rann­sókn mik­ill.

Þótt al­mennt eft­ir­lit sé tals­vert hafi ver­ið skort­ur á eft­ir­liti með pen­inga­þvætti hjá þeim fag­stétt­um sem helst er leit­að til þeg­ar dylja á slóð fjár­muna.

Það er mat rík­is­lög­reglu­stjóra að tölu­verð hætta sé á pen­inga­þvætti í þeim til­vik­um sem skattsvik er frum­brot.

Áhættumat rík­is­lög­reglu­stjóra leið­ir af að­ild Ís­lands að al­þjóð­leg­um að­gerða­hópi gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka. Mat­ið er not­að til að gera úr­bæt­ur á vörn­um gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka, greina

at­vinnu­grein­ar eða að­stæð­ur sem fela í sér litla eða miklu hættu, greina hvar þörf er á breyt­ingu á reglu­verki og vera eft­ir­lits­að­il­um til leið­bein­ing­ar.

Að mati rík­is­lög­reglu­stjóra fel­ur einka­hluta­fé­laga­formið í sér mikla hættu á mis­notk­un en önn­ur fé­laga­form eru líka við­kvæm vegna hættu á mis­notk­un í þágu brot­a­starf­semi. Þar á með­al form trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga þar sem hætta á þvætti ólög­legs ávinn­ings er um­tals­verð að mati embætt­is­ins.

Skil­yrði til stofn­un­ar slíkra fé­laga eru ekki sér­lega ströng og litl­ar hæfis­kröf­ur gerð­ar til fyr­ir­svars

manna. Ekki eru gerð­ar mikl­ar kröf­ur til ut­an­um­halds fjár­muna og eft­ir­lit ekki mik­ið og frem­ur form­legs eðl­is.

Þá seg­ir í grein­ing­unni að vegna eðl­is þess­ara fé­laga eigi fólk af er­lendu bergi brot­ið, eða fólk með tengsl við út­lönd, gjarn­an að­komu að þeim og þá eft­ir at­vik­um með mögu­leika til að starfa yf­ir landa­mæri. Af þess­um sök­um sé um­rætt fé­laga­form veru­lega ber­skjald­að fyr­ir mis­notk­un.

Á móti komi hins veg­ar að skráð trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög séu hér á landi og fá mál hafi kom­ið inn á borð yf­ir­valda þeim tengd. –

FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

Har­ald­ur Johann­essen er rík­is­lög­reglu­stjóri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.