Telja að Steam sé að brjóta lög

Fréttablaðið - - FRÉTTIR TÆKNI -

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur til­kynnt banda­ríska tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­inu Val­ve og fimm öðr­um tölvu­leikja­fram­leið­end­um um að á upp­hafs­stig­um rann­sókn­ar líti út fyr­ir að fyr­ir­tæk­in hafi brot­ið sam­keppn­is­regl­ur Evr­ópu­sam­bands­ins með því að meina neyt­end­um að kaupa tölvu­leiki þvert á landa­mæri inn­an sam­bands­ins.

Hið banda­ríska Val­ve er einna helst þekkt sem eig­andi og rekstr­ar­að­ili tölvu­leikja­vett­vangs­ins Steam. Hin fyr­ir­tæk­in sem fram­kvæmda­stjórn­in að­var­aði eru Bandai Namco, Capcom, Focus Home, Koch Media og Zen­iMax.

„ Á raun­veru­leg­um sta­f­ræn­um innri mark­aði eiga evr­ópsk­ir neyt­end­ur að geta keypt og spil­að tölvu­leiki að eig­in vali óháð því hvar í Evr­ópu­sam­band­inu þeir búa. Ekki á að meina neyt­end­um að skoða net­versl­an­ir annarra að­ild­ar­ríkja til þess að finna hag­stæð­asta verð­ið. Val­ve og hinir fram­leið­end­urn­ir fimm hafa nú tæki­færi til þess að svara okk­ur,“var haft eft­ir Mar­gret­he Vesta­ger, sam­keppn­is­mála­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, í frétta­til­kynn­ing­unni.

Ekki á að meina neyt­end­um að skoða net­versl­an­ir annarra að­ild­ar­ríkja.

Mar­gret­he Vesta­ger, sam­keppn­is­mála­stjóri ESB

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.