Von­ar að Hauk­um og ÍBV tak­ist að stríða stór­veld­un­um

Fréttablaðið - - SPORT - hjor­[email protected]­bla­did.is.

Flest­ir telja að Val­ur og Fram komi til með að leika til úr­slita í Olís-deild kvenna í hand­bolta í vor. Krist­ín Guð­munds­dótt­ir von­ast hins veg­ar til þess að rimm­urn­ar í undanúr­slit­un­um verði jafn­ar og spenn­andi. Hún er aft­ur á móti sam­mála þeim sem telja að Val­ur og Fram muni berj­ast um Ís­lands­meist­ara­titil­inn.

HANDBOLTI Undanúr­slit í Olís­deild kvenna í hand­bolta hefjast í dag en þá leiða sam­an hesta sína deild­arog bikar­meist­ar­ar Vals og Hauk­ar sem höfn­uðu í fjórða sæti ann­ars veg­ar og Fram sem er ríkj­andi Ís­lands­meist­ari og ÍBV sem end­aði í þriðja sæti deild­ar­inn­ar hins veg­ar.

Krist­ín Guð­munds­dótt­ir, leik­mað­ur Stjörn­unn­ar, þurfti að bíta í það súra epli að taka ekki þátt í úr­slita­keppn­inni að þessu sinni en hún er margreynd í leikj­um af þessu tagi. Fréttablaðið fékk hana til þess að spá í spil­in fyr­ir kom­andi ein­vígi.

„Ég er svo­lít­ið hrædd um að þetta verði ójafnt ein­vígi sem muni enda 3- 0 Val í vil. Val­ur er með ógn­ar­sterkt lið á með­an Hauka­stelp­urn­ar hafa ver­ið mjög óstöð­ug­ar í vet­ur og þá gekk lið­ið í gegn­um þjálf­ara­breyt­ingu skömmu fyr­ir úr­slita­keppn­ina. Þjálf­arat­eym­ið sem tek­ur við hef­ur hins veg­ar fengð tíma til þess að und­ir­búa sig og lið­ið hef­ur á að skipa reynslu­mikl­um leik­mönn­um sem eru til alls lík­leg­ir. Maria Ines Da Silva Pereira og Kar­en Helga Díönu­dótt­ir þurfa að eiga topp­leiki hjá Hauk­um til þess að þetta fari vel hjá þeim og Ramu­ne Pek­ar­skyte þarf að hrista af sér þau meiðsli sem hafa ver­ið að plaga hana und­an­far­ið. Þá þarf Ragn­heið­ur Sveins­dótt­ir að láta til sín taka á lín­unni. Hauk­ar verða að ná að spila vörn þar sem leik­menn liðs­ins eru óþol­andi árás­ar­gjarn­ir og láta Valslið­ið hafa fyr­ir hverju marki sem það skor­ar og ná að skora auð­veld mörk,“seg­ir Krist­ín um við­ur­eign Vals og Hauka.

„ Ef Anna Úrsúla Guð­munds­dótt­ir get­ur aft­ur á móti beitt sér af full­um krafti og Ír­is Björk Sím­on­ar­dótt­ir leik­ur af eðli­legri getu í mark­inu er Val­ur mjög óárenni­legt. Lovísa Thomp­son er svo ban­eitr­uð sókn­ar­lega og Sandra Erlings­dótt­ir og Dí­ana Dögg Magnús­dótt­ir hafa ver­ið að leika vel í vet­ur. Verði allt eðli­legt mun Val­ur fara á nokk­uð sann­fær­andi hátt áfram og lið­ið býr að því að hafa mikla breidd og get­ur rúll­að hópn­um án þess að það bitni á leik liðs­ins,“seg­ir hún enn frem­ur um þá við­ur­eign.

„Hin­um meg­in gæti ein­víg­ið ver­ið eitt­hvað jafn­ara en ég held að Fram vinni þar 3-1. Þar skipt­ir miklu máli að Guðný Jenný Ás­munds­dótt­ir, sem get­ur lok­að mark­inu þeg­ar sá gáll­inn er á henni, verð­ur að öll­um lík­ind­um ekki með. Það er lyk­il­at­riði fyr­ir ÍBV að þær fái Sunnu Jóns­dótt­ur í mikl­um ham inn í þessa leiki. Hún get­ur drif­ið leik­menn með sér bæði í vörn og sókn og hún ásamt Örnu Sif Páls­dótt­ur og Ester Ósk­ars­dótt­ur þarf að binda sam­an vörn liðs­ins,“seg­ir þessi þrautreyndi leik­stjórn­andi um leik Fram og ÍBV.

„Fram er með betra lið og fleiri leik­menn sem geta lát­ið til sín taka. Þar hef­ur Erla Rós Sig­mars­dótt­ir átt mis­jafna leiki í marki Fram en ef hún hrekk­ur í gang þá verða þetta ójafn­ir leik­ir. Þær eru of­boðs­lega góð­ar í að sækja hratt og refsa fyr­ir mis­tök and­stæð­ing­anna. Reynsl­an og gæð­in munu skila Fram í úr­slit­in held ég. ÍBV mun samt vinna einn leik í Vest­manna­eyj­um og hrista upp í ein­víg­inu,“seg­ir hún að end­ingu um bar­áttu lið­anna.

Ég er hrædd um að ein­vígi Hauka og Vals verði ójafnt og endi 3- 0 fyr­ir Val. Hin­um meg­in mun Fram hafa bet­ur að lok­um 3-1 í jafn­ari við­ur­eign.

Krist­ín Guð­munds­dótt­ir

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Krist­ín spá­ir því að Sunna Björns­dótt­ir og fé­lag­ar henn­ar hjá Fram mæti Val í úr­slit­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.