Auð­veld­ar pönnu­kök­ur

Fréttablaðið - - ÁLALÆKUR -

Pönnu­kök­ur eru alltaf í miklu upp­á­haldi. Fyr­ir þá sem eru að prófa í fyrsta skipti að baka pönnu­kök­ur er hér mjög ein­föld upp­skrift. Ef ekki er pönnu­kökup­anna til stað­ar er fínt að nota við­loð­un­ar­fría pönnu.

4 egg

3 dl hveiti

½ tsk. salt

5 dl mjólk

Smjör til steik­ing­ar

Bland­ið sam­an hveiti og salti. Bæt­ið helm­ingn­um af mjólk­inni sam­an við. Hrær­ið sam­an í kekkjalausa blöndu og bæt­ið síð­an rest­inni af mjólk­inni sam­an við. Þá eru egg­in hrærð sam­an við. Lát­ið deig­ið standa í hálf­tíma fyr­ir notk­un.

Bræð­ið smjör á pönnu. Setj­ið eina ausu af blönd­unni á pönn­una og dreif­ið úr henni. Snú­ið við og bak­ið á hinni hlið­inni. Til að halda pönnu­kök­un­um heit­um er ágætt ráð að setja þær jafn­harð­an í eld­fast form með loki og geyma þannig þar til bakstri er lok­ið. Kök­urn­ar eru born­ar fram með sultu eða sykri og rjóma. Einnig eru þær frá­bær­ar með ís og berj­um.

All­ir eru hrifn­ir af pönnu­kök­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.