Brúð­kaup Fígarós í Saln­um

Söngv­ar­ar í Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs sýna Brúð­kaup Fígarós í Saln­um ann­að kvöld, á mánu­dag og mið­viku­dag und­ir stjórn Önnu Júlí­önu Sveins­dótt­ur. Aðgang­ur er ókeyp­is.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - [email protected]­bla­did.is

Óperu­flutn­ing­ur er ómiss­andi þátt­ur í þjálf­un ungra söngv­ara til þess að geta starf­að í óperu­hús­um hér á landi og er­lend­is,“seg­ir Anna Júlí­ana Sveins­dótt­ir, söng­kenn­ari í Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs. Nú er hátt reitt til höggs því það er sjálft Brúð­kaup Fígarós eft­ir Moz­art sem fer á svið í Saln­um í Kópa­vogi, fyrst ann­að kvöld, svo mánu­dag­inn 8. apríl klukk­an 20 og á sama tíma mið­viku­dag­inn 10. apríl.

„Við er­um eig­in­lega bú­in að und­ir­búa þessa sýn­ingu í eitt og hálft ár, og ég leyfi mér að segja að vel tak­ist til,“seg­ir Anna Júlí­ana sem lagði á sig að þýða Brúð­kaup Fígarós á ís­lensku. Hún seg­ir þessa upp­færslu ger­ast á okk­ar tíma og vera í að­eins styttra formi en sú eldri. Svo kem­ur lýs­ing á efn­inu.

Óper­an ger­ist í ná­grenni Sevilla, í kast­ala Almavi­va greifa og hall­ar­garð­in­um. Greif­inn er orð­inn leið­ur á eig­in­konu sinni og renn­ir hýru auga til þjón­ustu­stúlku henn­ar, Sú­sönnu, en hún er lof­uð Fígaró, þjóni greif­ans. Greifa­frú­in og Sús­anna ákveða í sam­ein­ingu að leika á greif­ann því Sús­anna veit að hann get­ur, ef hon­um sýn­ist svo, beitt hana hús­bónda­rétt­in­um og kraf­ist þess að sænga hjá henni á sjálfa brúð­kaups­nótt­ina. Í óper­unni koma við sögu hinn ást­sjúki ung­ling­ur Cher úbín, söng­kenn­ar­inn Basilíó, Don Cúrzíó dóm­ari, hinn kokkál­aði Bar­tóló lækn­ir, sem ung­ur vildi kvæn­ast Rósínu greifa­frú, og fyrr­ver­andi ráðs­kona hans, Marcellína sem hafði lán­að Fígaró pen­inga gegn því að hann kvænt­ist henni ef hann end­ur­greiddi henni ekki.

Tutt­ugu og níu ár eru lið­in frá fyrsta óperu­flutn­ingi í Kópa­vogi sem var á veg­um Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs, þá í Hamra­borg. Alls hafa tutt­ugu og sex óper­ur ver­ið sett­ar á svið und­ir stjórn Önnu Júlí­önu.

Tíu söngv­ar­ar taka þátt í flutn­ingn­um í Saln­um . Anna Júlí­ana er leik­stjóri eins og kom­ið hef­ur fram, Krist­ín Stef­áns­dótt­ir sýn­ing­ar­stjóri og tón­list­ar­stjóri og pí­anó­leik­ari er Ala­dár Rácz. Anna Júlí­ana tek­ur fram að aðgang­ur sé ókeyp­is að venju og all­ir séu vel­komn­ir.

Alls eru tíu manns sem fara á svið í upp­færslu Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs á Brúð­kaupi Fígarós. Hér er tek­ist á.

Sigrún Gyða Sveins­dótt­ir sem Rósína greifa­frú og Áslák­ur Ingvars­son sem Almvi­va greifi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.