Nor­rænn fata­skipta­dag­ur

Land­vernd er fimm­tug á ár­inu og er með viða­mikla af­mæl­is­dag­skrá. Lið­ir í henni eru fata­skipta­mark­að­ir í dag á 4 stöð­um á land­inu og sýn­ing heim­ild­ar­mynd­ar 10. apríl.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI [email protected]­bla­did.is

Sam­tök­in voru stofn­uð 25. októ­ber 1969 en við höld­um upp á fimm­tíu ára af­mæl­ið allt ár­ið,“seg­ir Katrín Magnús­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri hjá Land­vernd. „Núna í apríl er­um við að fókusera á fata­sóun og er­um með tvo við­burði af því til­efni, sá fyrri er nor­ræni fata­skipta­dag­ur­inn sem er í dag. Það eru að minnsta kosti fata­mark­að­ir á Há­skóla­torgi í Reykja­vík og svo á Akur­eyri, Laug­ar­vatni og í Hafnar­firði. En það eru sam­tals 300 fata­skipta­við­burð­ir um öll Norð­ur­lönd í dag svo Ís­land er dá­lít­ið peð í því sam­hengi. Þetta er bara í ann­að sinn sem við Íslendingar tök­um þátt. Við tók­um þátt í fyrra líka, þá var það Hitt hús­ið sem sá um dag­inn. En nú fell­ir Land­vernd hann inn í af­mæl­is­dag­skrá sína.“

Fata­sóun er mál­efni sem Katrín seg­ir Land­vernd taka reglu­lega fyr­ir, með­al ann­ars í skól­um. „Við vekj­um at­hygli á

um­hverf­is­vanda og sam­fé­lags­kostn­aði í öll­um tex­tíliðn­aði, það er eitt af mál­um mál­anna og með­al knýj­andi verk­efna nú­tím­ans er að stemma stigu við þeirri sóun.“

Vill Katrín sem sagt að fólk gangi í föt­un­um sín­um þang­að til þau eru út­slit­in? „Strangt til tek­ið gæt­um við Íslendingar flest­ir hætt að kaupa okk­ur föt núna og nýtt það sem við eig­um. Það mundi end­ast okk­ur æv­ina út að því gefnu að við fitn­um ekki óhóf­lega mik­ið og það stend­ur líka í okk­ar valdi að það ger­ist ekki. En svo rót­tæk verð­um við auð­vit­að ekki. Við vilj­um benda fólki á að skapa sinn eig­in stíl, end­ur­nýja fata­skáp­inn með því að skipta á föt­um við aðra, þannig að úr verði hringrás. Líka að kaupa föt á mörk­uð­um og breyta þeim að eig­in geð­þótta, ef þess ger­ist þörf.“

Katrín bend­ir á að tíska sé ákveð­in af fólki, hún sé ekk­ert nátt­úru­lög­mál held­ur mark­aðs­brella. Í fram­hald­inu bregð­ur hún upp kunn­ug­legri mynd. „Mað­ur mæt­ir út í búð og sér allt það sem mað­ur á að eiga og lík­ist engu í eig­in fata­skáp. Þá kem­ur þessi vönt­un­ar­til­finn­ing í sál­ina. Ég gæti líka tal­að um um­hverf­is- og sam­fé­lags­kostn­að­inn. Ástæð­an fyr­ir því að fat­ar­is­ar geta selt vör­ur sína jafn ódýrt og raun ber vitni er sú að inn í verð­ið vant­ar all­an um­hver­fis­kostn­að og kostn­að sem fylg­ir því að borga fólk­inu sem fram­leið­ir vör­urn­ar mann­sæm­andi laun. Því mið­ur er þó eng­in trygg­ing fyr­ir því að þess­ir hlut­ir séu í lagi þó föt­in séu dýr því aðr­ir hirða gróð­ann.“

Næsti af­mælisvið­burð­ur Land­vernd­ar teng­ist líka sóun vegna tísk­unn­ar, að sögn Katrín­ar. Það er sýn­ing mynd­ar­inn­ar The True Cost sem verð­ur í Bíói Para­dís 10. apríl. Frítt er inn á hana í boði Land­vernd­ar.

„ Strangt til tek­ið gæt­um við Íslendingar flest­ir hætt að kaupa okk­ur föt núna,“seg­ir Katrín.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.