TVÖFÖLD SVEIFLA

Fréttablaðið - - HELGIN - Ísak Örn Sig­urðs­son

Um síð­ustu helgi fór fram Vand­er­bilt- út­slátt­ar­sveita­keppn­in í Banda­ríkj­un­um sem marg­ir bridgespil­ar­ar telja eina sterk­ustu keppni heims. Til úr­slita spil­uðu sveit­ir Nickell og Wolf­son. Fyr­ir­fram var sveit Nickell tal­in lík­legri til sig­urs, enda inni­hélt hún par­ið Mecstroth og Rodwell. Með­lim­ir Wolf­son voru á öðru máli, leiddu all­an tím­ann og unnu með 127 imp­um gegn 102. Með­lim­ir Wolf­son sveit­ar­inn­ar voru: Jeff Wolf­son, Steve Garner, Mike Becker, Mike Kamil, Peter Crouch og Al­ex Hydes. Sveit Wolf­son vann góð­an og ör­ugg­an sig­ur gegn sveit Ítal­anna La­vazza í undanúr­slit­um. Fyr­ir­fram var sveit Wolf­son tal­in sú 17. sterk­asta, en kærði sig koll­ótta og vann sig­ur. Þeir fengu tvö­falda geimsveiflu í þessu spili í úr­slita­leikn­um. Á öðru borð­inu spil­uðu leik­menn Wolf­son-sveit­ar­inn­ar 3 grönd á NS-hend­urn­ar. Þar feng­ust 12 slag­ir. Aust­ur var gjaf­ari og AV á hættu: Eft­ir pass Hydes í aust­ur opn­aði Meckstroth á einu grandi í suð­ur. Crouch kom inn á tveim­ur lauf­um á vest­ur­hönd­ina sem sýndi lengd í báð­um hálit­um. Rodwell sagði 3 sem þýddi vilji í geim og stopp­ari í hvor­ug­um hálit­anna. Þó að Crouch ætti fáa punkta, sagði hann 3 á fimmlit sinn. Meckstroth sagði 3 grönd og Crouch barð­ist í 4 Meckstroth doblaði þann samn­ing til refs­ing­ar. Hann reynd­ist hins veg­ar nokk­uð auð­veld­ur til sig­urs í hag­stæðri legu. Þetta var 15 impa sveifla til sveit­ar Wolf­son (790 + 490).

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.