Mary Popp­ins er engri lík

Fréttablaðið - - HELGIN -

Mary Popp­ins er vin­sæl sögu­hetja sem á sér marga að­dá­end­ur. Banda­rísk kvik­mynd frá 1964, sem gerð var eft­ir bók­um rit­höf­und­ar­ins P.L. Tra­ver­ser er sí­gild. Þar var Julie Andrews í titil­hlut­verk­inu. Fyr­ir sex ár­um var söng­leik­ur í Borg­ar­leik­hús­inu um þessa vin­sælu barn­fóstru og þá lék Jó­hanna Vig­dís Arn­ar­dótt­ir hana eft­ir­minni­lega. Rifj­um að­eins upp sögu­þráð­inn.

Í Kirsu­berja­götu búa fyr­ir­mynd­ar­hjón­in Banks með tveim­ur börn­um sín­um, Ja­ne og Michael. Þau eru í vand­ræð­um því hver barn­fóstr­an af ann­arri hef­ur gef­ist upp á óþekkt­inni í systkin­un­um. Eitt síð­kvöld, þeg­ar aust­an­vind­ur­inn blæs, birt­ist skyndi­lega vel klædd kona með regn­hlíf á tröpp­un­um hjá Banks-fjöl­skyld­unni og sæk­ir um starf­ið. Hér er kom­in Mary Popp­ins, skemmti­leg­asta og skrítn­asta barn­fóstra sem systkin­in hafa kynnst. Þau finna fljótt út að hún er ólík öll­um öðr­um og áð­ur en var­ir lenda þau með henni í ótrú­leg­um æv­in­týr­um, svo ekki sé meira sagt.

Mary Popp­ins er ekki dæmi­gerð að neinu leyti, hvorki sem barn­fóstra, kenn­ari né vin­kona. Hún minn­ir okk­ur á að það sem mestu máli skipt­ir er að vera mað­ur sjálf­ur og njóta þess að vera ekki eins og all­ir aðr­ir.

Dick Van Dyke sem sót­ari, Julie Andrews sem Mary Popp­ins og börn­in Kar­en Dotrice og Matt­hew Gar­ber í hlut­verk­um systkin­anna.

Jó­hanna Vig­dís var góð Mary Popp­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.