Frum­raun hand­rits­höf­und­ar

Fréttablaðið - - MENNING - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir

Sör­en Sveistrup er einn af hand­rits­höf­und­um sjón­varps­þátt­anna vin­sælu For­brydel­sen sem hafa sleg­ið ræki­lega í gegn víða um heim. Kast­an­íu­mað­ur­inn er fyrsta skáld­saga hans.

Kast­an­íu­mað­ur­inn er formúlu­bók

með sögu­þræði sem er margkunn­ug­leg­ur. Enn einu sinni eru kon­ur myrt­ar á hrylli­leg­an hátt og finn­ast lim­lest­ar. Við lík­in finn­ast brúð­ur gerð­ar úr kast­an­íu­hnet­um. Lög­regl­unni geng­ur veru­lega illa að rann­saka mál­in. Ein per­sóna bók­ar­inn­ar er kven­ráð­herra en dótt­ir henn­ar hvarf og tal­ið var að hún hefði ver­ið myrt. Ung­ur mað­ur ját­aði á sig morð­ið, en var hann raun­veru­lega sek­ur og er stúlk­an hugs­an­lega enn á lífi? Morð sem fram­in voru ára­tug­um fyrr virð­ast tengj­ast þess­um mál­um en á hvaða hátt er eng­an veg­inn ljóst fyrr en langt er lið­ið á sögu. Óhætt er að segja að þar tak­ist höf­undi vel að koma les­end­um á óvart.

Kast­an­íu­mað­ur­inn ber þess ótví­ræð merki að höf­und­ur henn­ar hafi starf­að sem hand­rits­höf­und­ur því hún er að mörgu leyti skrif­uð eins og tíu til tólf þátta sjón­varps­sería. Um­hverfi er til dæm­is lýst mjög ná­kvæm­lega, ef mann­eskja sit­ur við skrif­borð eru ít­ar­leg­ar lýs­ing­ar á því sem er á borð­inu og ef sögu­per­sóna fer inn í her­bergi er hönn­un­inni þar gerð góð skil. Öll þessi ná­kvæmni, sem er stund­um fá­rán­lega smá­smugu­leg, hæg­ir mjög á fram­vind­unni og ger­ir bók­ina æði lang­dregna. Hún er hátt í 600 síð­ur og allt of löng. Það skal þó ekki haft af höf­und­in­um að hann kann að skapa spennu og það eru hroll­vekj­andi kafl­ar í bók­inni. Mein­ið er að það er of langt á milli þeirra. Und­ir lok­in er þó við­var­andi spenna með ti lheyr­andi of­beldi og óvæntri upp­ljóstrun.

Kast­an­íu­mað­ur­inn er eng­an veg­inn slæm frum­raun en ein­fald­lega ein þeirra fjöl­mörgu glæpa­sagna sem hefðu grætt á nið­ur­skurði. Minna er nefni­lega oft meira. Við lest­ur­inn fer svo ekki hjá því að sú hugs­un kvikni að sag­an henti al­veg ágæt­lega í sjón­varps­seríu.

NIÐURSTAÐA: Það eru góð­ir sprett­ir í fyrstu glæpa­sögu Sör­ens Sveistrup og hún er hroll­vekj­andi á köfl­um. Mein­ið er að hún er alltof löng og spenn­an dett­ur of oft nið­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.