Frítt í strætó á grá­um degi

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – sar

Þeir Reyk­vík­ing­ar sem það geta eru hvatt­ir til að hvíla bíl­inn næstu daga en spáð er svifryks­dög­um. Gert er ráð fyr­ir svo­köll­uð­um grá­um degi í dag þar sem svifryks­meng­un fari yf­ir heilsu­vernd­ar­mörk í kring­um stór­ar um­ferða­ræð­ar.

Hægt verð­ur að nálg­ast ókeyp­is dag­passa í strætó í Strætóapp­inu sem gild­ir í dag. Þá er fólk hvatt til að hjóla eða ganga enda spáð rign­ing­ar­lausu hæg­lætis­veðri.

Myllu­merki átaks­ins á sam­fé­lags­miðl­um er #grár­dag­ur.

Stefnt er að því að ryk­binda flesta þjóð­vegi og stofn­braut­ir í þétt­býli í Reykja­vík í dag eða á morg­un.

Borg­in minn­ir á það í til­kynn­ingu að notk­un nagla­dekkja er óheim­il eft­ir 15. apríl og hvet­ur bif­reiða­eig­end­ur til að skipta eins fljótt og auð­ið er. Á heima­síð­unni loft­gæði.is er hægt að fylgj­ast með styrk svifryks og annarra meng­andi efna á hverj­um tíma.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.