Orkupakk­inn á dag­skrá í dag

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – sar

Fyrri um­ræða um þings­álykt­un­ar­til­lögu Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag. Rík­is­stjórn­in ákvað í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um að fresta mál­inu fram á vor til þess að fara bet­ur yf­ir þá gagn­rýni sem fram kom á inn­leið­ingu þriðja orkupakk­ans.

Guð­laug­ur Þór mun sjálf­ur mæla fyr­ir mál­inu en hann gerði breyt­ing­ar á plön­um sín­um þeg­ar í ljós kom að mál­ið færi á dag­skrá í dag. Hafði hann vegna anna í op­in­ber­um er­ind­um er­lend­is kall­að inn vara­mann til 12. apríl næst­kom­andi.

Ljóst er að mál­ið, sem er af­ar um­deilt, verð­ur eitt það fyr­ir­ferð­ar­mesta það sem eft­ir er vor­þings.

Þá eru frum­vörp Þór­dís­ar Kol­brún­ar R. Gylfa­dótt­ur iðn­að­ar­ráð­herra tengd þriðja orkupakk­an­um einnig á dag­skrá þings­ins í dag.

Rík­is­stjórn­in legg­ur áherslu á þann fyr­ir­vara að flutn­ing­ur á raf­orku milli Ís­lands og orku­mark­að­ar ESB muni ekki koma til nema með að­komu Al­þing­is.

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.