Á kross­göt­um eft­ir hvarf Jóns Þr­ast­ar

Rúm­ir tveir mán­uð­ir eru frá því að Jón Þröst­ur Jóns­son hvarf á dul­ar­full­an hátt á Ír­landi. Yngri bróð­ir hans seg­ir fjöl­skyld­una ekki ætla að gef­ast upp, nú sé unn­ið að því að setja sam­an áætl­un um hvernig hald­ið verði áfram.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - [email protected]­bla­did.is

„ Stað­an er mjög erf­ið. Við er­um á kross­göt­um. Við ætl­um ekki að gef­ast upp, en mál­ið er mjög flók­ið,“seg­ir Davíð Karl Wii­um, yngri bróð­ir Jóns Þr­ast­ar Jóns­son­ar sem hvarf spor­laust á Ír­landi í byrj­un fe­brú­ar. „Hann er bú­inn að vera týnd­ur núna í tvo mán­uði. Þetta er mjög snú­ið.“

Jón Þröst­ur gekk út af hót­el­her­bergi sínu laug­ar­dags­morg­un­inn

9. fe­brú­ar síð­ast­lið­inn og út á göt­ur Whitehall-hverf­is­ins í Du­blin. Hann sást á ör­ygg­is­mynda­vél fyr­ir ut­an Hig­hfield-hjúkr­un­ar­heim­il­ið fyr­ir aft­an hót­el­ið upp úr klukk­an

11. Þá var Jón Þröst­ur á gangi upp Swords Road, klædd­ur í svarta úlpu að reykja síga­rettu. Síð­an hef­ur ekk­ert sést til hans.

Lög­regl­an fékk fjölda ábend­inga. „Það kom inn mik­ið magn af ábend­ing­um sem þeir eru bún­ir að vera að vinna í en það hef­ur ekki skil­að nein­um ár­angri, ekki af neinu viti. Það er ekki að koma inn jafn mik­ið af ábend­ing­um og var. Ég tal­aði síð­ast við þá í gær og þá var sama staða uppi. Það er úr litlu að moða. Það stend­ur til að end­ur­birta til­kynn­ing­una úti til að hressa upp minn­ið hjá fólki.“

Fjöl­skylda Jóns Þr­ast­ar, fjöldi sjálf­boða­liða, lög­regla og björg­un­ar­sveit­ir eru bún­ar að leita af sér all­an grun á svæð­inu í kring­um hót­el­ið. Not­ast var við leit­ar­hunda og þyrlu. Einnig er bú­ið að leita með fram sjón­um við Whitehall-hverf­ið. Þyk­ir því lík­legt að Jón Þröst­ur hafi stig­ið upp í leigu­bíl en það eru þó ein­ung­is get­gát­ur.

Fjöl­skyld­an hef­ur ver­ið mjög dug­leg við að vekja at­hygli á mál­inu og hafa þau skipst á að vera úti á Ír­landi.

„Nokk­ur eru úti núna. Nú er­um við að vinna í að setja sam­an áætl­un um hvernig er best að halda mál­inu til streitu. Það sem við er­um fyrst og fremst að gera er að halda áfram sam­skipt­um við lög­regl­una, bara upp á að halda mál­inu gang­andi,“seg­ir Davíð Karl.

Þeg­ar Jón Þröst­ur yf­ir­gaf hót­el­ið var hann ekki með síma eða vega­bréf á sér. Hann var með greiðslu­kort en þau hafa ekki ver­ið not­uð. Ólík­legt er tal­ið að hann sé með mik­ið reiðu­fé á sér. Lög­regl­an hef­ur ekki úti­lok­að að Jón Þröst­ur hafi far­ið úr landi og hef­ur al­þjóða­lög­regl­an In­terpol lýst eft­ir hon­um.

„Eft­ir all­an þenn­an tíma og alla þessa vinnu, bæði hjá okk­ur og lög­regl­unni, þá er ekk­ert sem við höf­um bein­lín­is í hönd­un­um sem hef­ur fært okk­ur eitt­hvað nær. Þetta er spurn­ing um að draga inn and­ann og reyna að skipu­leggja sig, því það stefn­ir í að þetta taki lengri tíma en við höfð­um von­að,“seg­ir Davíð Karl.

„ Þetta snýst bara mest um að bíða, vona og sjá.“

Fjöl­skyld­an sam­an á góðri stund við út­skrift hjá Davíð Karli. Jón Þröst­ur er vinstra meg­in við hann. Með þeim eru syst­ur þeirra, Þór­unn og Anna, og bróð­ir þeirra, Daní­el Örn. Fjöl­skyld­an held­ur enn í von­ina á erf­ið­um tím­um.

Síð­asta mynd­in af Jóni Þresti. Tek­in á eft­ir­lits­mynda­vél á Swords Road laug­ar­dags­morg­un­inn 9. fe­brú­ar. Skjá­skot úr írska þætt­in­um Cri­mecall.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.