Harðn­andi átök í höf­uð­borg Líb­íu

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - FRÉTTABLAÐIÐ/EPA – sar

21 féll og minnst 90 særð­ust í harðn­andi átök­um í gær nærri Trípólí, höf­uð­borg Líb­íu. Átök hafa stað­ið yf­ir í land­inu um nokk­urt skeið milli stjórn­ar­hers­ins, sem er studd­ur af Sa­mein­uðu þjóð­un­um, og þjóð­ar­hers und­ir stjórn her­for­ingj­ans Khalifa Haft­ar.

Sveit­ir Haft­ar hafa síð­an á fimmtu­dag ráð­ist að höf­uð­borg­inni bæði úr austri og suðri. Sa­mein­uðu þjóð­irn­ar höfðu kall­að eft­ir tveggja klukku­stunda vopna­hléi, svo hægt væri að flytja óbreytta borg­ara og særða frá svæð­inu, en án ár­ang­urs.

Banda­ríkja­menn hófu í gær brott­flutn­ing her­sveita sinna frá Líb­íu vegna ótryggs ástands. Frétt­in af brott­flutn­ingn­um var fyrsta op­in­bera stað­fest­ing­in á því að banda­rísk­ar her­sveit­ir væru í Líb­íu. Eng­ar upp­lýs­ing­ar feng­ust um fjölda her­manna né um verk­efni þeirra.

Sa­mein­uðu þjóð­irn­ar (Sþ) hafa skipu­lagt frið­ar­við­ræð­ur sem fara eiga fram 14.-16. apríl í borg­inni Ghada­mes. Er­ind­reki Sþ sagði að við­ræð­urn­ar myndu fara fram nema ein­hverj­ar al­var­leg­ar hindr­an­ir yrðu í veg­in­um.

Her­sveit­ir hlið­holl­ar stjórn­ar­hern­um á leið til Trípólí.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.