Kerf­ið gegn feðr­um

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Guð­mund­ur Stein­gríms­son

Einu sinni var ver­öld­in þannig að þeg­ar barn kom í heim­inn höfðu marg­ir feð­ur ríka til­hneig­ingu til að láta sig hverfa, sér­stak­lega ef þeir bjuggu ekki með móð­ur­inni. Feð­ur upp­lifðu sig hugs­an­lega ekki nauð­syn­lega í ver­öld upp­eld­is, eða vel­komna. Á þessu voru auð­vit­að veiga­mikl­ar und­an­tekn­ing­ar, en al­gengt var þó að feð­ur færu í mesta lagi með börn sín nið­ur að Tjörn aðra hverja helgi að gefa önd­un­um brauð.

Síð­an hef­ur kom­ið í ljós að brauð er óhollt fyr­ir end­ur, sem voru auð­vit­að slæm tíð­indi fyr­ir helgarpabb­ana, en sem bet­ur hef­ur ver­öld­in líka breyst. Nú heyr­ir það til und­an­tekn­inga, full­yrði ég, að feð­ur taki ekki rík­an þátt í upp­eldi barna sinna, þótt þeir búi ekki með móð­ur­inni. Nú er það orð­ið ákaf­lega al­gengt fyr­ir­komu­lag að börn, eft­ir skiln­að, búi á tveim­ur heim­il­um til jafns. Viku hjá pabb­an­um og viku hjá mömm­unni. Rann­sókn­ir hafa líka sýnt að þetta fyr­ir­komu­lag kem­ur vel út fyr­ir börn, enda ákaf­lega mik­il­vægt – og stutt rann­sókn­um – að börn upp­lifi rík tengsl bæði við móð­ur og föð­ur.

Þver­móðska lag­anna

Svona get­ur ver­öld­in batn­að. Það hef­ur lengi leg­ið fyr­ir að for­eldr­ar munu ekki all­ir geta hugs­að sér að búa sam­an. Það er stað­reynd. Menn­ing­in sjálf, við­horf­in, hef­ur þok­að ver­öld­inni í þá átt, að upp­lýst fólk í nú­tím­an­um hef­ur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að auð­vit­að sé það ekki æski­legt að fað­ir­inn láti sig hverfa. Það er ákaf­lega gam­aldags við­horf til fjöl­skyldu­mála, að ímynda sér það að við sam­búð­arslit eigi móð­ir­in ein að axla ábyrgð á börn­un­um, en fað­ir­inn eigi að láta nægja að borga með­lag og sé að öðru leyti stikk­frí. En svona hugs­ar kerf­ið. Enn í dag, þrátt fyr­ir þess­ar miklu sam­fé­lags­breyt­ing­ar, send­ir kerf­ið körl­um þessi skila­boð: Farðu bara. Leigðu þér ris­íbúð. Vertu á barn­um. Haltu áfram að leika þér. Borg­aðu með­lag.

Með öðr­um orð­um: Litl­ar sem eng­ar al­vöru­kerf­is­breyt­ing­ar, í lög­um eða ann­ars stað­ar, hafa átt sér stað til þess að koma til móts við hina breyttu ver­öld. Í lög­un­um skal barn alltaf búa á einu heim­ili – sem er yf­ir­leitt hjá móð­ur – þótt sann­an­lega sé ver­öld­in alls ekki þannig.

Lífs­kjara­samn­ing­arn­ir

Eft­ir því sem tím­inn líð­ur, og eft­ir því sem ver­öld­in verð­ur betri fyr­ir börn í þess­ari að­stöðu – og æ fleiri for­eldr­ar sem búa ekki sam­an ákveða samt að ala upp börn­in sín sam­an – verð­ur þessi þver­móðska kerf­is­ins sorg­legri og átak­an­legri. Hvers vegna í ósköp­un­um er ekki hægt að styðja við þessa við­leitni for­eldra? Hvers vegna er það svona rosa­lega mik­il­vægt að börn, sama hvernig vind­ar blása, skuli alltaf búa ein­ung­is á einu heim­ili?

Margt hang­ir á spýt­unni. Ástæð­an fyr­ir því að ég skrifa þetta eru fregn­ir af lífs­kjara­samn­ing­un­um svo­köll­uðu. Það er gott að að­il­ar vinnu­mark­að­ar­ins hafi náð sam­an. Það er gott að reynt verð­ur að bæta kjör þeirra sem verst hafa það í sam­fé­lag­inu. Ég hef hins veg­ar lengi haft það að sér­stöku áhuga­máli að leggja við hlust­ir þeg­ar áhrifa­fólk byrj­ar að tala um nauð­syn þess að koma til móts við hina ýmsu hópa sam­fé­lags­ins og bæta kjör þeirra.

Aldrei eru um­gengn­is­for­eldr­ar nefnd­ir í þeirri upp­taln­ingu. Það virð­ist vera ein­læg­ur vilji kerf­is­ins að minn­ast ekki á þá einu orði.

Lúa­leg­ur felu­leik­ur

Hverju sæt­ir? Nóg er tal­að um mik­il­vægi þess, bless­un­ar­lega, að auð­velda fólki að standa straum af kostn­aði við upp­eldi barna. Það er veiga­mik­ill hluti af að­gerð­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hækka skuli barna­bæt­ur. Ekki vant­ar áhug­ann á því að bæta kjör barna­fólks.

Þeim mun átak­an­legri er þá hin fyrr­nefnda þrjóska og þver­móðska: Ekki skal króna af þess­um kjara­bót­um renna til þeirra for­eldra – að lang­stærst­um hluta feðra – sem eru þó með börn sín allt að helm­ing­inn af ár­inu. Að áliti kerf­is­ins er ár­ið enn­þá 1950. Þessi feð­ur eru bara með­lags­greið­end­ur. Punkt­ur. Barna­upp­eldi er ekki þeirra.

Spil­að­ur er lúa­leg­ur felu­leik­ur til þess að verja þessa fornu sam­fé­lags­mynd. Ein­stæð­ir for­eldr­ar fá að sjálf­sögðu barna­bæt­ur. En vegna þess að börn mega ein­ung­is vera skráð á einu heim­ili, þá eiga börn alltaf bara eitt ein­stætt for­eldri. Aldrei tvö. Yf­ir­leitt eru þó for­eldr­in tvö. Í bók­um kerf­is­ins eru ein­stæð­ir feð­ur eig­in­lega ekki til. Börn­in eru ekki skráð með lög­heim­il­ið hjá þeim. Þeir eru því skráð­ir ein­stæð­ing­ar. Kerf­ið seg­ir að þeir eigi ekki börn. Þeir eru því ekki studd­ir.

Í þess­um hópi er fá­tæk­asta fólk lands­ins. Fá­ir hafa það jafnskítt og tekju­lág­ir, eigna­litl­ir feð­ur sem vilja þó allt gera til þess að taka þátt í upp­eldi barna sinna. Þeir fá eng­an stuðn­ing, held­ur þvert á móti. Þeir þurfa að borga. Al­veg sama þótt verka­lýðs­for­ysta blási í her­lúðra gegn fá­tækt og rík­is­stjórn hækki stuðn­ing við for­eldra, þá skal þessi hóp­ur – feð­ur – graf­inn og gleymd­ur. Við­horf­ið er aug­ljóst og merki­lega kulda­legt: Þeir mega éta það sem úti frýs.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.