Finn að þetta er á réttri leið

Eygló Ósk Gústafs­dótt­ir vann til tvennra gull­verð­launa á Ís­lands­mót­inu í 50 metra laug um helg­ina. Eft­ir tveggja ára bar­áttu við erf­ið bak­meiðsli seg­ir Eygló að nú miði í rétta átt og stefn­ir hún til Tókýó 2020.

Fréttablaðið - - SPORT - Krist­inn­[email protected]­bla­did.is

Sund­kon­an Eygló Ósk Gústafs­dótt­ir nældi sér í tvenn gull­verð­laun á Ís­lands­mót­inu í 50 metra laug sem fór fram um helg­ina. Eygló kom fyrst í mark í 200 metra baksundi á föstu­dag­inn á tím­an­um 2:17,44, um sex sek­únd­um á und­an Stef­an­íu Sig­þórs­dótt­ur. Eygló Ósk fylgdi því eft­ir með sigri í hundrað metra baksundi á laug­ar­dag­inn þeg­ar hún kom í mark á 1:03,25, rúm­um þrem­ur sek­únd­um á und­an Írisi Ósk Hilm­ars­dótt­ur.

Fyrri Ís­lands­meist­ara­tit­ill­inn reynd­ist henn­ar hundrað­asti. Að­spurð um þann titil sagð­ist Eygló hafa vit­að af því að þessi áfangi væri inn­an seil­ing­ar.

„Mamma mín er talnag­lögg og skrif­ar allt svona nið­ur. Hún var bú­in að minn­ast á þetta við mig í fyrra þeg­ar ég varð Ís­lands­meist­ari í 99. sinn svo að ég var ákveð­in í að ná þeim hundrað­asta um helg­ina,“sagði Eygló létt þeg­ar Fréttablaðið sló á þráð­inn til henn­ar.

„Þetta er merki­leg­ur áfangi og verð­ur flott­ur þeg­ar mað­ur lít­ur til baka að ferl­in­um lokn­um.“

Eygló Ósk var kos­in íþrótta­mað­ur árs­ins ár­ið 2015 og keppti til úr­slita í 200 metra baksundi á Ólymp­íu­leik­un­um í Ríó ár­ið 2016.

Um vor­ið 2017 tóku sig upp erf­ið bak­meiðsli sem hún hef­ur ver­ið að glíma við en nú er hún að ná sér á strik á ný.

„Það eru kom­in tvö ár í maí síð­an ég meidd­ist. Ég er enn­þá að reyna að stýra þessu en ég finn að ég er orð­in miklu betri og að þetta er á réttri leið. Ég er far­in að geta æft mun meira og finn fyr­ir fram­förum,“sagði Eygló og hélt áfram:

„Ég byrj­aði hjá nýj­um sjúkra­þjálf­ara síð­asta sum­ar þeg­ar ég flutti heim frá Sví­þjóð og við höf­um náð ótrú­leg­um ár­angri sam­an. Ég finn það að ég er óð­um að ná fyrri styrk,“sagði hún.

Eygló er í miðri prófa­törn og seg­ir að það hafi ver­ið sér­stakt að keppa á sama tíma.

„Heilt yf­ir er ég ánægð með helg­ina. Ég veit að ég get bet­ur en það er mik­ið stress í tengsl­um við skól­ann þessa dag­ana. Ég stefni á að gera enn bet­ur á næsta móti og bæta tím­ana mína,“sagði Eygló sem fer í loka­próf í há­skól­an­um í dag.

Í sum­ar er HM í 50 metra laug í Suð­ur-Kór­eu og seg­ist Eygló að sjálf­sögðu vera með auga­stað á því en sé einnig að horfa til lengri tíma.

„Ég veit af mót­inu og verð von­andi orð­in góð þeg­ar að því kem­ur en stærra mark­mið­ið er að ná lág­marki á Ólymp­íu­leik­ana og hefja und­ir­bún­ing­inn fyr­ir þá,“sagði Eygló, að­spurð út í HM í sum­ar.

„Fyrsta mark­mið­ið er að kom­ast á Ólymp­íu­leik­ana í Tókýó 2020 og svo sjá­um við til hvað fram­tíð­in ber í skauti sér,“sagði Eygló Ósk að lok­um.

Ég er enn­þá að reyna að stýra þessu en ég finn að ég er orð­in miklu betri og að þetta er á réttri leið.

Eygló Ósk Gústafs­dótt­ir

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Eygló sér fyr­ir end­ann á ára­langri bar­áttu við bak­meiðsli sem hafa plag­að hana.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.