Læt­ur fólk skera sig úr í um­sókna­bunk­an­um

Fréttablaðið - - FÓLK - Bene­dikt Bó­as Hinriks­son bene­dikt­[email protected]­bla­did.is

Birgitta Rún Svein­björns­dótt­ir hef­ur gert fer­il­skrár síð­an 2011 þeg­ar hún gerði eina slíka fyr­ir sig. Sú sló í gegn og bolt­inn fór að rúlla. Birgitta seg­ir ástand­ið vera af­ar sorg­legt á vinnu­mark­aði en er glöð að geta hjálp­að.

Það er al­gengt að ein­stak­ling­ar í at­vinnu­leit setji upp fer­il­inn sinn í ein­hvers kon­ar Wor­d­þemu sem ger­ir það að verk­um að all­ar fer­il­skrár verða mjög svip­að­ar og svo­lít­ið staðl­að­ar. Því er mjög auð­velt að skera sig úr í um­sókna­bunk­an­um með því að gera fer­il­skrá sem er ör­lít­ið út fyr­ir box­ið,“seg­ir Birgitta Rún Svein­björns­dótt­ir, vef­hönn­uð­ur og eig­andi Bold CV, en hún hef­ur ver­ið að gera fer­il­skrár fólks í at­vinnu­leit að fal­legu skjali sem sker sig úr svo eft­ir er tek­ið.

Birgitta er vef­hönn­uð­ur í sín­um eig­in rekstri en fyrsta fer­il­skrá­in sem hún gerði var henn­ar eig­in ár­ið 2011. Bolt­inn fór svo að rúlla í kjöl­far­ið. „Ég var ný­kom­in heim sem skipt­inemi í Kosta Ríka 2011 og var sjálf að leita mér að vinnu. Ég hafði lært graf­íska hönn­un í Kosta Ríka og var far­in að fikra mig áfram á Ado­be-for­rit­ið InDesign. Ég ákvað að gera fer­il­skrá fyr­ir sjálfa mig sem liti allt öðru­vísi út en þær sem ég hafði séð áð­ur. Sú fer­il­skrá sló í gegn hjá fólk­inu í kring­um mig sem og hjá þeim að­ila sem réð mig svo til vinnu.

Vin­ir og fjöl­skylda báðu mig um að gera svona fer­il­skrá fyr­ir sig og þá fór bolt­inn að rúlla. Ég byrj­aði á að gera fer­il­skrár fyr­ir fólk sem ég þekki sem greiða á móti greiða en svo þeg­ar fólk sem ég þekkti minna var far­ið að hafa sam­band við mig þá sá ég að eft­ir­spurn­in var greini­lega til stað­ar og að ég gæti mögu­lega gert eitt­hvað meira úr þessu. Það var þó ekki fyrr en fimm ár­um seinna, ár­ið 2016, sem ég ákvað að taka skref­ið og bjó til Face­book-síðu, lógó og nafn fyr­ir þessa þjón­ustu. Fyrst hét þjón­ust­an Yuy­is design, sem var gælu­nafn­ið mitt í Kosta Ríka og þýð­ir lít­ill pirr­andi stríðn­is­púki,“seg­ir hún og hlær.

„Ég fann þó fljótt að það nafn var bæði erfitt í fram­burði og fólk vissi ekki hvernig það væri skrif­að þannig að ég breytti því tveim­ur ár­um seinna í Bold CV. Það er þó ekki fyrr en núna í byrj­un árs 2019 sem ég hef sett meiri metn­að í mark­aðs­setn­ingu og finn þar af leið­andi fyr­ir meiri eft­ir­spurn. Nú í dag horfi ég á Bold CV sem hluta af minni vinnu dags­dag­lega með­fram námi og vef­hönn­un,“seg­ir Birgitta sem á og rek­ur Studio Yellow ásamt vin­konu sinni, Hugrúnu Rún­ars­dótt­ur, og stund­ar nám í vef­skól­an­um.

„Skól­inn tek­ur í raun lang­mest­an tíma hjá mér akkúrat núna. Ég er að vinna í loka­verk­efn­inu mínu í Vef­skól­an­um sem er kyn­fræðsluapp, við vilj­um gera kyn­fræðslu að­gengi­legri fyr­ir ungt fólk.

Svo er Studio Yellow á blúss­andi sigl­ingu þar sem við hönn­um vef­síð­ur, öpp og ým­iss kon­ar hug­bún­að. Við er­um að vinna í alls kon­ar spenn­andi verk­efn­um eins og stend­ur.“

Hún seg­ir ferl­ið að nýrri fer­il­skrá vera frek­ar ein­falt. „Fer­il­skrá­in er það fyrsta sem at­vinnu­veit­andi sér og hún þarf að end­ur­spegla at­vinnu­leit­and­ann sem mann­eskju.

Ef at­vinnu­leit­and­inn er hress og skemmti­leg­ur að eðl­is­fari, þá væri ekki verra ef fer­il­skrá­in væri svo­lít­ið hress og skemmti­leg líka. Það sem skipt­ir þó mestu máli í fer­il­skránni er reynsl­an, á end­an­um er það oft­ast hún sem skil­ar starf­inu. En það skipt­ir máli að ná strax til at­vinnu­veit­and­ans á fyrstu stig­um með eft­ir­minni­legri fer­il­skrá sem eyk­ur þá lík­urn­ar á at­vinnu­við­tali.

Ferl­ið að nýrri fer­il­skrá er mjög auð­velt. Það þarf að senda mér gömlu fer­il­skrána sem ég fer svo yf­ir og bendi á hvað mætti bæta og breyta. Ég græja svo prufu að upp­setn­ingu út frá ósk­um áð­ur en ég sendi end­an­lega út­komu. Það hef­ur al­veg kom­ið fyr­ir að ég sé að græja fer­il­skrá fyr­ir fólk með eng­um fyr­ir­vara en fer­il­skrá­in kem­ur alltaf best út ef sótt er um með ein­hverj­um fyr­ir­vara,“seg­ir hún.

Sam­kvæmt frétt­um und­an­farna daga misstu um 1.500 manns vinn­una fyr­ir skemmstu með falli WOW. Vinnu­mála­stofn­un bár­ust sex til­kynn­ing­ar um hópupp­sagn­ir í ný­liðn­um mars­mán­uði, þar sem 473 starfs­mönn­um var sagt upp. Inni í þess­ari tölu eru þó ekki þær 1.100 upp­sagn­ir sem tengj­ast gjald­þroti WOW eða annarra fyr­ir­tækja sem lögðu upp laup­ana í mars.

Birgitta seg­ir að hún finni al­veg fyr­ir aukn­um áhuga og eft­ir­spurn eft­ir fal­legri fer­il­skrá. „Það hafa marg­ir, sem eru nýorðn­ir at­vinnu­laus­ir, leit­að til mín sein­ustu daga og ósk­að eft­ir fer­il­skrá. Ég fékk til dæm­is send skila­boð frá mann­eskju sem þakk­aði mér fyr­ir að hjálpa sér að næla sér í drauma­starf­ið sitt hjá WOW air 2017 og ósk­aði núna eft­ir upp­færslu. Ástand­ið er af­ar sorg­legt en ég er ánægð að geta hjálp­að.

Gjald­þrot WOW hef­ur vissu­lega haft áhrif á all­an vinnu­mark­að­inn í heild sinni. En það eru fleiri en flug­freyj­ur og flug­menn að leita til mín. Ég er að gera fer­il­skrár fyr­ir ein­stak­linga sem sækj­ast eft­ir starfi í ferða­þjón­ustu, mark­aðs­mál­um, aug­lýs­inga­brans­an­um, tækni­geir­an­um og fleira. Ég finn einnig fyr­ir auk­inni eft­ir­spurn eft­ir fer­il­skrám á öðr­um tungu­mál­um en ís­lensku sem kannski bend­ir til að fólk sé að leita á önn­ur mið og fara úr landi.“

Sem vef­hönn­uð­ur hef­ur Birgitta ákveðna drauma varð­andi Bold CV. Að auð­velda ferl­ið til muna í gegn­um net­ið. „Mig lang­ar til þess að auð­velda ferl­ið til muna. Ég sé fyr­ir mér hug­bún­að á net­inu þar sem fólk get­ur sjálft hlað­ið upp fer­il­skránni sinni, val­ið liti, fonta og form og feng­ið svo til­búna fer­il­skrá eft­ir nokkr­ar mín­út­ur. Það væri draum­ur.“

Birgitta seg­ir það ekki snið­ugt að skrifa margra blað­síðna rit­gerð sem inni­held­ur alla ævi­sög­una nema starf­ið teng­ist rit­list eða góðri ís­lenskukunn­áttu.

Fer­il­skrá sem sker sig úr í um­sókna­bunk­an­um eyk­ur lík­ur á að fá vinn­una. Fer­il­skrár sem Birgitta ger­ir skera sig svo sann­ar­lega úr fjöld­an­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.