Frímúr­ar­ar fylltu Hörpu

Bræð­ur og syst­ur í frí­múr­ar­a­regl­unni minnt­ust 100 ára reglu­starfs í tali og tón­um í Eld­borg­ar­sal Hörpu í gær­kvöldi. Er­ind­reki regl­unn­ar seg­ir starf­ið missa marks ef upp­lýst verði um hvað það snýst. Hann hló dátt þeg­ar hann var spurð­ur um sér­stakt handa­ban

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - [email protected]­bla­did.is

Við telj­um starf­ið missa al­gjör­lega marks ef við upp­lýs­um um hvað það snýst. Ei­rík­ur Finn­ur Greips­son, er­ind­reki frí­múr­ara

Frímúr­ara­bræð­ur og -syst­ur fjöl­menntu í Eld­borg­ar­sal Hörpu í gær­kvöldi til að minn­ast 100 ára reglu­starfs á Íslandi í tali og tón­um. Á þessu starfs­ári eru lið­in 100 ár frá því Jó­hann­es­ar­stúk­an Edda var vígð og reglu­legt stúku­starf hófst hér á landi, en það var 6. janú­ar 1919.

„Við er­um bæði með tón­list­ar­dag­skrá og síð­an var frum­sýnd heim­ild­ar­mynd um regl­una,“seg­ir Ei­rík­ur Finn­ur Greips­son, er­ind­reki frí­múr­ara. Heim­ild­ar­mynd­in er 18 mín­út­ur að lengd og er fram­leidd af Jóni Þór Hann­es­syni ásamt fleir­um. Ei­rík­ur seg­ir að hún verði gerð að­gengi­leg í gegn­um vef­síðu frí­múr­ara fljót­lega en áhugi sé fyr­ir því að koma henni í al­menna sýn­ingu.

Margt verð­ur gert til að minn­ast tíma­mót­anna fyr­ir ut­an há­tíð­ina í Eld­borg. Gefn­ar verða út tvær bæk­ur, önn­ur um Ludvig Emil Kaaber, fyrsta stór­meist­ara Eddu, og hin um sögu regl­unn­ar. Stúku­hús ut­an Reykja­vík­ur verða op­in fyr­ir gesti og starf frí­múr­ara kynnt reglu­lega yf­ir ár­ið. Nú þeg­ar hef­ur ver­ið op­ið hús í Skaga­firði og Stykk­is­hólmi, en alls eru 13 stúk­ur hér á landi.

Á menn­ing­arnótt verð­ur reglu­heim­il­ið við Bríet­ar­tún opn­að gest­um og gang­andi. „Við vor­um með op­ið ár­ið 2001, á 50 ára af­mæli regl­unn­ar,“seg­ir Ei­rík­ur, en regl­an sjálf var stofn­uð ár­ið 1951 og þá var Sveinn Björns­son, þá­ver­andi for­seti Ís­lands, stór­meist­ari, en frímúr­ar­ar hafa starf­að hér­lend­is frá ár­inu 1919. „Það kom mjög mik­ill fjöldi þeg­ar við opn­uð­um dyrn­ar ár­ið 2001. Við er­um að von­ast til að það verði ekki færri í ár.“

Frímúr­ar­a­regl­an, sem í eru um 3.500 með­lim­ir hér á landi, hef­ur lengi ver­ið sveip­uð dulúð, en þó að fé­laga­tal og lög regl­unn­ar séu op­in­ber þá má ekki op­in­bera ná­kvæm­lega hvað er gert á fund­um. Um er að ræða sér­stæð og gam­al­gró­in fund­ar­sköp sem er ætl­að að hafa óvænt og þrosk­andi áhrif á hugs­un og líf þátt­tak­enda. „Við telj­um starf­ið missa al­gjör­lega marks ef við upp­lýs­um um hvað það snýst.“Ei­rík­ur seg­ir að vissu­lega stækki tengslanet­ið, en bann­að sé að ræða hags­muna­mál, stjórn­mál og trú­mál á fund­um.

Ís­lenska regl­an fer eft­ir svo­köll­uðu sænsku kerfi og er gerð sú krafa að með­lim­ir játi kristna trú. „Það er ekki gert upp á milli kirkju­deilda eða neitt slíkt. Sama regla gild­ir á öll­um Norð­ur­lönd­un­um,“seg­ir Ei­rík­ur. Hann er nokk­uð dul­ar­full­ur þeg­ar hann er spurð­ur hvort það sé eitt­hvert kristi­legt þema í at­höfn­un­um. „Það sem ég get sagt er að þetta er ákveð­in vís­bend­ing um það. En við er­um ekki trú­fé­lag. Við er­um mann­rækt­ar­fé­lags­skap­ur. Í raun­inni get ég ekki sagt neitt ann­að.“

Ei­rík­ur hlær dátt þeg­ar hann er spurð­ur hvort frímúr­ara­bræð­ur heils­ist með sér­stöku handa­bandi. „Ég verð að fá að hlæja að þessu. Þetta er mjög al­geng spurn­ing. Það er ein­fald­lega þannig að við höf­um dulúð yf­ir öllu sem varð­ar innri starf­semi stúkufunda og ræð­um það ekki.“

FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI

Á þessu starfs­ári er lið­in öld frá því Jó­hann­es­ar­stúk­an Edda var vígð og reglu­legt stúku­starf hófst hér á landi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.