Þín eig­in veisla

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Láru G. Sig­urð­ar­dótt­ur

Þú sérð ekki þessa gesti. Flest­ir launa þeir gest­risn­ina með því að hjálpa til við að melta mat­inn og verja þig fyr­ir skað­ræð­is­seggn­um C. difficile sem send­ir gest­gjaf­ann óþægi­lega marg­ar ferð­ir á sal­ern­ið.

Í melt­ing­ar­veg­in­um kall­ast gest­irn­ir þarma­flóra. Áð­ur fyrr héldu menn að þeir gegndu veiga­litlu hlut­verki en nú telja vís­inda­menn að þeir geti m.a. haft áhrif á líð­an okk­ar og þyngd.

Þeg­ar hægð­ir músa sem borða mik­ið eru flutt­ar í þarma músa sem hafa enga þarma­flóru, þá verða mýsn­ar með nýju hægð­irn­ar svengri og þyngj­ast. Og mýs sem fá hægð­ir úr al­var­lega þung­lynd­um mönn­um gef­ast fljótt upp þeg­ar þær eru tekn­ar upp á skott­inu. Áð­ur reyndu þær ákaft að flýja, sem mýs gera venju­lega.

Svo virð­ist sem gest­irn­ir í þörm­un­um geti sent skeyti til heil­ans með tauga­frum­um sem liggja eins og hrað­braut milli þess­ara líf­færa – skila­boð­in geta ver­ið að auka oxýtósín og serótón­ín sem eru gleði­horm­ón­in okk­ar.

Nú eru menn ekki mýs en þessi vitn­eskja gef­ur okk­ur engu að síð­ur inn­sýn í að þarma­flór­an leik­ur mögu­lega hlut­verk í heilsu okk­ar og líð­an.

Til að fjölga góð­um gest­um í þörm­un­um og út­hýsa þess­um óboðnu segja sér­fræð­ing­ar við Har­vard-há­skóla að gott sé að borða reglu­lega sýrð­an mat eins og jóg­úrt og súrs­að græn­meti. Holl­ur óunn­inn mat­ur lað­ar að góða gesti en skyndi­biti er veisla fyr­ir skað­ræð­is­seggi.

Næst þeg­ar þú sest til borðs skaltu hafa hug­fast að þú ert ekki ein­ung­is að næra sjálfa(n) þig held­ur ótal gesti og það sem er á diskn­um gef­ur tón­inn fyr­ir par­tí­ið. Hverja viltu fá í veisl­una?

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.