Var­úlf­ur byrj­ar á blæð­ing­um

Ís­lensk nátt­úra, lofts­lags­breyt­ing­ar, álf­ar, tröll, blæð­ing­ar og var­úlf­ar koma við sögu í stutt­mynd­inni When the Trees Come sem þrjár ung­ar kvik­mynda­gerð­ar­kon­ur taka upp á Íslandi.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Thor­ar­[email protected]­bla­did.is

Kvik­mynda­gerð­ar­kon­urn­ar Berg­lind Þr­ast­ar­dótt­ir leik­stjóri, Jana Arn­ars­dótt­ir fram­leið­andi og töku­kon­an Al­ina Al­brecht ætla að taka stutt­mynd­ina When the Trees Come í Reykja­vík, Reykja­dal, við Sól­heima­jök­ul og víð­ar í apríl.

Mynd­in hverf­ist um blæð­ing­ar og það horn­auga sem tíða­hring­ur­inn, sá lífs­ins gang­ur, er enn lit­inn víða og seg­ir frá sjö ára strák sem er viss um að syst­ir hans sé að breytast í varúlf þeg­ar hún byrj­ar á blæð­ing­um.

Hand­rit­ið er byggt á hug­mynd sem Berg­lind seg­ist hafa feng­ið tæpu ári áð­ur en hún setti stakt orð á blað. „Ég gekk lengi með þessa hug­mynd og af og til leit­aði hún á mig þang­að til ég sett­ist nið­ur og skrif­aði fyrsta upp­kast­ið að var­úlfa­sögu um unga konu sem byrj­ar á túr,“seg­ir Berg­lind.

Í mynd­inni er skóg­rækt á tím­um hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar tengd var­úlf­um sem mögu­lega leyn­ast í trján­um. Þeg­ar Þröst­ur, sjö ára strák­ur, heyr­ir orð­róm um að var­úlf­ar séu að hasla sér völl á Íslandi bæt­ast áhyggj­ur af þeim við álfa og tröll sem áð­ur hafa sótt á huga hans. Á fullu tungli hrekk­ur hann upp af vær­um svefni og kem­ur að rúmi Dag­nýj­ar, þrett­án ára syst­ur sinn­ar, tómu. Hann rek­ur aug­un í blóð­bletti á sæng­ur­föt­un­um og heyr­ir syst­ur sína gráta á neðri hæð­inni.

ER HÚN AÐ BREYTAST Í VARÚLF? EÐA ER HÚN AÐ BYRJA Á TÚR? ÞETTA BLANDAST ALLT SAM­AN. Jana Arn­ars­dótt­ir

Yf­ir­nátt­úru­leg­ur túr

„Við er­um að segja frá stelpu sem er að byrja á túr en það sem er skemmti­legt við þetta er að við horf­um á þessa breyt­ingu með aug­um litla bróð­ur henn­ar,“seg­ir Jana sem stökk til þeg­ar henni bauðst að verða fram­leið­andi mynd­ar­inn­ar.

„Þannig að við er­um svo­lít­ið að vinna með sak­leys­ið en hann bara trú­ir því að hún sé að breytast í varúlf vegna þess að fyr­ir hon­um er þetta yf­ir­nátt­úru­legt. Við er­um líka á mörk­um raun­veru­leika og ímynd­un­ar þarna vegna þess að það er ekki alltaf ljóst hvað er draum­ur og hvað raun­veru­leiki. Þannig kom­umst við líka inn á þetta yf­ir­nátt­úru­lega. Er hún að breytast í varúlf? Eða er hún að byrja á túr? Þetta blandast allt sam­an,“seg­ir Jana.

„ Líf­ið er ekki deilda­skipt og kon­ur eiga ekki að vera lok­að­ar af í ein­hverj­um einka­hólf­um. Þannig að af hverju töl­um við ekki um blæð­ing­ar sem sjálf­sagð­an hlut við hvern sem er? Hvers vegna er­um við enn að fela túr­tappa eins og enginn megi sjá þá?“spyr Berg­lind.

„Með því að segja sög­una með aug­um lít­ils stráks vilj­um við sýna hversu eitr­uð ein­angr­un­in get­ur ver­ið sem fylg­ir f lokk­un­ar­kerfi byggðu á tví­hyggju þar sem allt snýst um kon­ur eða karla. Með áhersl­unni á ein­falda sýn stráks­ins og að­dá­un hans á syst­ur sinni horf­um við á þetta út frá ein­stak­ling­um,“seg­ir Berg­lind.

Sp­urn­ing­ar frek­ar en svör

Blæð­ing­arn­ar geti þannig orð­ið eitt­hvað stór­feng­legt, yf­ir­nátt­úru­legt, í fjör­ug­um huga drengs­ins, frek­ar en eitt­hvað sem frek­ar er tengt þján­ing­um, skömm og felu­leik. „Að þetta geti opn­að fyr­ir ótal pæl­ing­ar og hugs­an­ir sem við hefð­um aldrei getað ímynd­að okk­ur í villt­ustu, inn­grónu feðra­veld­is­draum­um okk­ar.“

Berg­lind seg­ir nám sitt í sál­fræði hafa mik­il áhrif á sjón­ar­horn henn­ar í verk­um sín­um. „Markmið mitt er alltaf að reyna að fá fólk til þess að líta inn á við. Ég vil að verkin mín spyrji spurn­inga frek­ar en að svara þeim,“seg­ir Berg­lind sem vill nota kvik­mynd­ir til þess að kanna og gagn­rýna hversu ríkj­andi við­horf í sam­fé­lag­inu móti hugs­un­ar­hátt okk­ar.

„Við er­um að kom­ast út úr þessu kerfi þar sem allt er flokk­að ann­að­hvort kven­legt eða karl­mann­legt yf­ir í eitt­hvað miklu flókn­ara en frjáls­ara. Ég held að með því að blanda þarna sam­an kyn­þroska og þjóð­sög­um geti ég náð þessu tak­marki mínu.“

When the Trees Come er tutt­ug­asta og þriðja stutt­mynd­in sem Jana kem­ur að og verð­ur út­skrift­ar­verk­efni henn­ar frá Kvik­mynda­skóla Ís­lands. Hún var með ann­að verk­efni í huga þeg­ar þær Berg­lind voru leidd­ar sam­an og ákvað strax að slá til. Þetta er full­kom­ið verk­efni fyr­ir mig vegna þess að það er smá áskor­un í þessu. Það er ekki auð­veld­asta verk­efni í heimi að fram­leiða mynd í Þýskalandi og á Íslandi þannig að þetta er mik­ið stuð.

Þær stöll­ur hafa stofn­að fjár­öfl­un­ar­síðu á Gofundme.com þar sem þær leita til al­menn­ings en fram­leiðslu­kostn­að­ur­inn er þeg­ar kom­inn fram úr áætl­un, með­al ann­ars vegna falls WOW air. „Ef okk­ur tekst að safna fyr­ir öll­um kostn­aði og eitt­hvað verð­ur af­gangs mun það renna til góð­gerð­ar­mála sem varða lík­am­lega heilsu kvenna,“seg­ir Jana.

Berg­lind Þr­ast­ar­dótt­ir leik­stjóri og Jana Arn­ars­dótt­ir fram­leið­andi ásamt Fróða Þr­ast­ar­syni og Auði Mjöll Hreið­ars­dótt­ur sem leika systkin­in Þröst og Dag­nýju í When the Trees Come, þar sem kyn­þroski blandast þjóð­sög­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.