Lík­ur á að Líkúd verði ekki stærst­ur en stýri lík­lega samt

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - [email protected]­bla­did.is NORDICPHOTOS/AFP

Kos­ið er til ísra­elska þings­ins, Knes­set, í dag. Benja­mín Net­anja­hú for­sæt­is­ráð­herra freist­ar þess að ná fimmta kjör­tíma­bil­inu í embætti. Þótt flokk­ur hans, Líkúd, mæl­ist ekki stærst­ur benda kann­an­ir til að rík­is­stjórn­in haldi velli.

Ann­ar Benja­mín, fyrr­ver­andi hers­höfð­ing­inn Benny Gantz, leið­ir sam­ein­að fram­boð frjáls­lyndra flokka und­ir nafn­inu Ka­hol La­v­an. Sex af níu skoð­ana­könn­un­um dag­ana 4. og 5. apríl benda til þess að fram­boð­ið fái flest sæt­iMeð­al­tal kann­ana sýn­ir Ka­hol La­v­an með 30 sæti af 120, Líkúd með 28.

Sam­an­lagt mæl­ist hægri blokk­in hins veg­ar með 63 til 66 sæti og vinstri blokk­in með 54 til 57 sæti.

Ísra­elska blað­ið Ha­aretz greindi stöð­una sem svo að úr­slit­in þyrftu að koma stór­kost­lega á óvart, og úr sam­hengi við kann­an­ir og sög­una, til þess að hægri­flokk­arn­ir myndu ekki ná meiri­hluta og Gantz tæki við for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Net­anja­hú þarf hins veg­ar að reiða sig á að nokkr­ir smærri flokk­ar skríði yf­ir 3,25 pró­senta þrösk­uld­inn og það gæti mögu­lega skil­að vinstri- og miðju­flokk­un­um meiri­hluta.

Sam­kvæmt BBC gæti svo far­ið að Mos­he Feigl­in og flokk­ur hans, Zehut, ráði úr­slit­um. Feigl­in hef­ur sagt að sér sé al­veg sama hvort Net­anja­hú eða Gantz verð­ur for­sæt­is­ráð­herra. Zehut má flokka til öfga­þjóð­ern­is­hyggju­flokka. Feigl­in hef­ur til að mynda tal­að fyr­ir því að Pa­lestínu­menn flytji í burtu af Gasa og Vest­ur­bakk­an­um og að sýnagóga verði byggð á Mu­ster­is­hæð­inni, reit sem bæði múslim­ar og gyð­ing­ar telja einn þann helg­asta í heimi.

For­sæt­is­ráð­herr­ann lof­aði því á sunnu­dag að inn­lima land­töku­byggð­ir Vest­ur­bakk­an­um inn í Ísra­els­ríki ef hann nær end­ur­kjöri. Um 400.000 Gyð­ing­ar búa á Vest­ur­bakk­an­um en um 2,5 millj­ón­ir Pa­lestínu­manna. Sa­mein­uðu þjóð­irn­ar álíta land­töku­byggð­irn­ar ólög­leg­ar. Með lof­orð­inu ger­ir Net­anja­hú lík­legra að flokk­arn­ir yst á íhaldsvængn­um styðji áfram­hald­andi veru hans í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Kosn­inga­bar­átt­an hef­ur með­al ann­ars ein­kennst af um­ræðu um spill­ing­ar­ákær­ur gegn Net­anja­hú. Rík­issak­sókn­ari seg­ir að for­sæt­is­ráð­herr­ann verði ákærð­ur fyr­ir meinta mútu­þægni og fjár­svik.

Líkúd hef­ur hins veg­ar kall­að eft­ir því að Gantz verði einnig rann­sak­að­ur fyr­ir spill­ingu. Líkúd-lið­ar telja að fyr­ir­tæki Gantz hafi gert ólög­leg­an samn­ing við lög­reglu. Ka­hol La­v­an hafn­ar al­far­ið slíku; Net­anja­hú sé sá sem st­andi til að ákæra fyr­ir spill­ingu, ekki Gantz.

Kosn­inga­bar­átt­an hef­ur með­al ann­ars ein­kennst af um­ræðu um spill­ing­ar­ákær­ur gegn Net­anja­hú.

Net­anja­hú sést hér einn á vinstra plakat­inu en Gantz stend­ur fyr­ir fram­an aðra leið­toga Ka­hol La­v­an á plakat­inu til hægri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.