Rauð­ur penni

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Kári Stef­áns­son for­stjóri Ís­lenskr­ar erfða­grein­ing­ar

KOp­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra atrín, ég vil byrja á því að óska þér til ham­ingju með þann frið á vinnu­mark­aði sem hef­ur brost­ið á með­al ann­ars fyr­ir til­stilli rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hver veit nema ég fylgi for­dæmi þínu og drull­ist til þess að gúgla ham­ingj­una í þeirri von að þá fari hlutir að ganga vel hjá mér líka. En það er ann­að mál. Ég varð fyr­ir því að hlusta á frétt­ir í út­varpi fyr­ir skömmu og heyrði þá heil­brigð­is­ráð­herr­ann þinn hana Svandísi lýsa því hvernig hún ætl­aði að sjá til þess að inn­an árs væri kom­ið á kerfi sem gerði það að verk­um að fang­ar í ís­lensk­um fang­els­um ættu greið­an að­gang að geð­lækn­is­hjálp ef þeir þyrftu á henni að halda. Þetta ylj­aði mér um hjartaræt­ur vegna þess það er svo margt sem ger­ir það að verk­um að fang­ar eiga geð­heilsu sína und­ir högg að sækja. Svandís á lof skil­ið fyr­ir þetta fram­tak. Það er hins veg­ar at­hygl­is­vert að ef Svandísi tekst að koma þessu kerfi á þá væru fang­ar að öðru óbreyttu eini sam­fé­lags­hóp­ur­inn á Íslandi sem ætti greið­an að­gang að geð­lækn­is­þjón­ustu. Það tek­ur um það bil hálft ár að kom­ast að hjá geð­lækni á stofu og ég veit um sjúk­linga sem hafa lent í geðrofi og ver­ið lagð­ir inn á geð­deild Land­spít­al­ans sem hafa ver­ið út­skrif­að­ir eft­ir nokkra daga með lof­orð um að kom­ast að á göngu­deild eft­ir marg­ar vik­ur. Þetta er ekki bara van­ræksla og vond lækn­is­fræði held­ur glæfra­leg hegð­un sem set­ur sjúk­ling­inn í tölu­verða hættu, jafn­vel lífs­hættu. Sá mögu­leiki er því fyr­ir hendi að það væri skyn­sam­legt af þeim sem þurfa virki­lega á geð­lækn­is­hjálp að halda að játa á sig vond­an glæp þannig að þeim yrði stung­ið strax inn í gæslu­varð­hald.

Nokkru eft­ir að ég hlustaði á

Svandísi í út­varpi horfði ég á sjón­varps­þátt á RUV sem fjall­aði um það hvernig geð­deild Land­spít­al­ans hafi fall­ið á átta af þeim tólf ör­yggis­próf­um sem voru lögð fyr­ir hana. Örygg­is sjúk­linga á geð­deild Land­spít­al­ans þótti alls ekki gætt sem skyldi. Það má því leiða að því rök að fang­elsis­vist myndi ekki bara tryggja þeim sem á geð­lækn­is­þjón­ustu þyrftu að halda góð­an að­gang að henni og miklu betri en lög­hlýðn­um borg­ur­um held­ur meira ör­yggi með­an þeir nytu henn­ar.

Og nú vík­ur sög­unni að ein­um f lokki geð­sjúk­dóma, fíkni­sjúk­dóm­um:

Und­an­farna ára­tugi hef­ur bráða­með­ferð fíkni­sjúk­dóma á Íslandi að lang­mestu leyti ver­ið á veg­um sjúkra­húss­ins Vogs sem er rek­ið af SÁÁ. Land­spít­al­inn hef­ur hætt henni ut­an að sinna þeim sem eru tvígreind­ir, með ann­an geð­sjúk­dóm í við­bót við fíkn­ina. Það hef­ur hins veg­ar mynd­ast gott sam­starf milli Vogs og Land­spít­al­ans og stór­um hund­raðs­hluta inn­lagna á Vog er vís­að þang­að af Land­spít­al­an­um. Lækn­ar Land­spít­al­ans hafa því í verki treyst Vogi fyr­ir vand­an­um.

SÁÁ eru áhuga­manna­sam­tök og hafa beisl­að bæði hug­sjón­ir og fag­mennsku til þess að sinna þeim sem eiga und­ir högg að sækja vegna fíkni­sjúk­dóma. Það er ekki til betri sósí­al­ismi en þeg­ar fólk­ið í land­inu rís upp og sinn­ir þörf­um annarra til þess eins að sinna þörf­um annarra. Okk­ur ber að sýna SÁÁ þakk­læti og virð­ingu fyr­ir fórn­fýsi og gott starf og væri vel við hæfi að því fylgdi líka nokk­ur vænt­umþykja. Þau sáu um fíkl­ana okk­ar þeg­ar enginn ann­ar sinnti þeim

Það vill svo til að Svandís er um margt mjög góð­ur heil­brigð­is­mála­ráð­herra. Hún hef­ur til dæm­is tek­ið af skar­ið og byrj­að að setja sam­an heild­ar­stefnu í heil­brigð­is­mál­um sem hef­ur sár­lega vant­að í nokkra ára­tugi. Hún hef­ur hins veg­ar skrítna af­stöðu til SÁÁ sem get­ur á eng­an máta tal­ist fal­leg eða skyn­sam­leg út frá hags­mun­um ís­lensks sam­fé­lags. Sem dæmi um það má nefna að þeg­ar vin­kona henn­ar Krist­ín Páls­dótt­ir réðst að SÁÁ með heimsku­leg­um og rudda­leg­um að­drótt­un­um á fés­bók tók Svandís und­ir þær (læk­aði). Það er með öllu for­dæma­laus vit­leysa að heil­brigð­is­mála­ráð­herra skuli veit­ast op­in­ber­lega að áhuga­manna­sam­tök­um sem hafa þjón­að sam­fé­lagi sínu á þann máta sem SÁÁ hef­ur gert. Það fór held­ur ekki fram­hjá nein­um að þeg­ar haldn­ir voru tón­leik­ar í Há­skóla­bíói á síð­asta hausti til styrkt­ar SÁÁ mættu fjár­mála­ráð­herra og fé­lags­mála­ráð­herra og fluttu ávarp en heil­brigð­is­mála­ráð­herra sá sér það ekki fært.

SÁÁ sendi frá sér til­kynn­ingu í apríl í fyrra um að þau yrðu að hætta að sinna bráða­með­ferð ungra fíkla á Vogi vegna þess að það væri ekki að­staða til þess að skilja á milli þeirra og full­orð­inna fíkla. Svandís brást við með því að taka þá ákvörð­un að flytja með­ferð­ina upp á Land­spít­ala. Hún gerði það án þess að ráð­færa sig við SÁÁ um um­fang máls­ins eða Land­spít­al­ann um getu hans til þess að höndla það. Hún gerði það án þess að kanna kostn­að við hús­næði og ann­að sem full­trú­ar Land­spít­al­ans segja mér að væri miklu meiri uppi á Land­spít­ala en á Vogi. Hún gerði það án þess að kanna hvort hægt væri að ná í fag­fólk til þess að sinna verk­efn­inu á Land­spít­al­an­um með reynslu og getu sem jafn­ast á við það sem er til stað­ar á Vogi. Hún tók sem sagt þessa ákvörð­un ein og út af fyr­ir sig og að öll­um lík­ind­um með eitt­hvað allt ann­að í huga en hags­muni ung­linga með fíkni­vanda og sam­fé­lags­ins al­mennt.

Þeg­ar Svandís sagði frá þeirri ákvörð­un sinni að flytja bráða­með­ferð ungra fíkla upp á Land­spít­ala fagn­aði áð­ur­nefnd vin­kona henn­ar Krist­ín Páls­dótt­ir á fés­bók og sagði að það væri gott að vita til þess að nú yrði tek­ið á vand­an­um af þeim sem væru meira fag­fólk en það sem finnst á Vogi. Það er mín kenn­ing að Svandís deili þeirri skoð­un. Það er al­veg ljóst af út­tekt­inni sem var sagt frá í sjón­varps­þætt­in­um sem ég minnt­ist á hér að of­an og sög­um sem hafa birst í fjöl­miðl­um upp á síðkast­ið að geð­deild Land­spít­al­ans á við ýms­an vanda að stríða sem bend­ir til þess að það sé erfitt að halda því fram að hún sé til fyr­ir­mynd­ar og á nokk­urn máta fremri Vogi í fag­mennsku. Það er líka vert að geta þess að núna þeg­ar bú­ið er að fela Land­spít­al­an­um að taka við verk­efn­inu eru starfs­menn hans að leita ráða hjá starfs­mönn­um Vogs um það hvernig væri best að standa að því.

Það er líka dap­ur­legt að frétta af því að það sem er ver­ið að út­búa uppi á Land­spít­ala sé ein­ung­is afeitr­un­ar­rými sem bend­ir til þess að metn­að­ur­inn þeirra sem að flutn­ingn­um upp á Land­spít­ala standa sé ein­ung­is að taka verk­efn­ið af Vogi. Bráða­með­ferð fíkni­sjúk­linga sam­an­stend­ur af öðru en afeitrun og er mik­il­vægt að byrja að hlúa að ein­stak­lingn­um á ýms­an máta með­an hann er að afeitr­ast og strax að afeitrun lok­inni í stað þess að senda hann fljót­lega heim til sín eða inn á stofn­un þar sem eru sjúk­ling­ar lengra komn­ir í sín­um bata.

Katrín, það er frá­leitt að nýta sér ekki þá þekk­ingu, reynslu og að­stöðu sem er til stað­ar í SÁÁ til þess að hlúa að ung­um fíkl­um. Það eina sem vant­aði á var fé til þess að breyta hús­næði á Vogi lít­il­lega sem er miklu ódýr­ara en að út­búa afeitr­un­ar­rým­ið uppi á Land­spít­ala. Það er ekk­ert leynd­ar­mál að það mætti ým­is­legt bet­ur fara á Vogi, til dæm­is væri að því mik­il bót ef það væri skil­ið milli kvenna og karla í með­ferð­inni. Það er hins veg­ar líka vanda­mál á geð­deild Land­spít­al­ans. Þetta og ým­is­legt ann­að mætti auð­veld­lega bæta. Stað­reynd­in er sú að Vog­ur er mjög góð stofn­un og í henni beisl­ast brenn­andi áhugi góðs fólks sem við vilj­um ekki hrekja frá verk­efn­inu. Það sem meira er, fíkl­arn­ir ungu sem þjást af þeim sjúk­dómi sem deyð­ir fleiri á þeirra aldri en nokk­uð ann­að eiga það skil­ið að fá að njóta þeirr­ar reynslu og þekk­ing­ar sem hef­ur byggst upp á Vogi. Afstaða Svandís­ar til SÁÁ er frá­leit og hættu­leg því unga fólki sem við vilj­um hjálpa í glím­unni við óvægna djöfla. Hún virð­ist sækja þar leið­sögn til fólks sem hef­ur ekki aðra reynslu af mála­flokkn­um en þá að hafa sjálft far­ið í með­ferð á Vogi og lík­að það illa. Það er eng­in laun­ung að það reyn­ist mörg­um mann­in­um erfitt fara í gegn­um með­ferð og leið­in um hana er gjarn­an vörð­uð sárs­auka­fullri lífs­reynslu. Ég lít svo á að af­stað­an til SÁÁ sé villa í ann­ars góð­um texta hjá heil­brigð­is­mála­ráð­herr­an­um þín­um. Þér ber skylda til þess að draga upp rauða penn­ann og leið­rétta.

Ef Svandísi tekst að koma þessu kerfi á þá væru fang­ar að öðru óbreyttu eini sam­fé­lags­hóp­ur­inn á Íslandi sem ætti greið­an að­gang að geð­lækn­is­þjón­ustu

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.