Hraust­ari með aldr­in­um

Fréttablaðið - - FÓLK -

Stein­unn Leifs­dótt­ir, íþrótta­fræð­ing­ur og for­stöðu­mað­ur Heilsu og vellíð­un­ar hjá Sól­túni Heima, seg­ir mik­il og stór verk­efni fram und­an í heilsu­efl­ingu og bætt­um lífs­gæð­um eldri borg­ara.

Þetta kem­ur okk­ur öll­um við hvort sem það er akkúrat í dag eða eft­ir ein­hvern tíma, við eld­umst sjálf og eig­um kannski for­eldra sem eld­ast hratt. Við get­um ekki bara set­ið með hend­ur í skauti og beð­ið eft­ir nýj­um hjúkr­un­ar­rým­um. Eitt af því sem við get­um gert er að efla heilsu og lífs­gæði með reglu­legri hreyf­ingu.“

Sól­tún Heima er heima­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem legg­ur mikla áherslu á að efla, styrkja og styðja aldr­aða í sjálf­stæðri bú­setu. Um er að ræða heima­hjúkr­un, heima­þjón­ustu, heilsu­hópa og heima­hreyf­ingu. „Þjón­ust­an frá okk­ur get­ur því ver­ið al­menn hjálp við at­hafn­ir dag­legs lífs sem og heilsu­efl­ing í leið­inni sem er virki­lega gagn­leg nálg­un, skjól­stæð­ing­ur­inn fær að­stoð en styrk­ist í leið­inni,“seg­ir Stein­unn.

„Kerf­ið sem við vinn­um með í heima­hreyf­ing­unni er nettengd vel­ferð­ar­tækni­lausn sem við höf­um um­boð fyr­ir, og er hann­að af dönsk­um sjúkra­þjálf­ur­um og kall­ast Dig­iRehab,“seg­ir Stein­unn.

„Hugs­un­in á bak við kerf­ið er að ná til þeirra sem af ein­hverj­um

ástæð­um geta ekki eða vilja ekki sækja sér skipu­lagða þjálf­un ut­an heim­il­is en eru ef til vill veik­burða af veik­ind­um eða kyrr­setu. Starfs­mað­ur kem­ur þá inn á heim­il­ið tvisvar sinn­um í viku í 20 mín­út­ur í senn og leið­bein­ir við þjálf­un. Æf­ing­arn­ar eru í spjald­tölvu sem starfs­mað­ur­inn hef­ur með­ferð­is og eru þar all­ar upp­lýs­ing­ar um hvaða æf­ing­ar við­kom­andi á að gera og fram­vind­an skráð.“

Í fyrstu heim­sókn fer skjól­stæð­ing­ur í gegn­um færni­mat sem kem­ur inn á at­hafn­ir dag­legs lífs og lík­am­lega getu. Eft­ir að spurn­ing­um hef­ur ver­ið svar­að og nokkr­ir lík­am­leg­ir þætt­ir hafa ver­ið próf­að­ir út­býr kerf­ið sér­snið­ið æf­inga­pró­gramm fyr­ir við­kom­andi skjól­stæð­ing. „Eft­ir þessu pró­grammi er far­ið í sex vik­ur og þá er aft­ur gert færni­mat. Kerf­ið ger­ir kröfu á að starfs­mað­ur fram­kvæmi slíkt mat á sex vikna fresti. Þannig er hægt að sjá með auð­veld­um hætti virkni og fram­vindu þjálf­un­ar með til­liti til lík­am­legr­ar getu og færni í at­höfn­um dag­legs lífs,“seg­ir Stein­unn. „Það sem ein­kenn­ir þetta kerfi er ein­fald­leik­inn í æf­ing­un­um, mark­viss eft­ir­fylgni og mann­legi þátt­ur­inn sem skipt­ir svo miklu máli,“seg­ir Stein­unn. „Þeg­ar þetta tvennt fer sam­an eru mikl­ar lík­ur á að ár­ang­ur ná­ist í aukn­um styrk og betri líð­an. Með þessu er hægt að lengja þann tíma sem eldri ein­stak­ling­ar geta bú­ið sjálf­stætt heima. Auk­inn styrk­ur minnk­ar einnig lík­ur á ótíma­bær­um bylt­um sem geta haft mjög al­var­leg­ar af­leið­ing­ar.“ Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á solt­un­heima.is.

Stein­unn seg­ir að kerf­ið hafi reynst vel hér á landi en starfs­mað­ur kem­ur inn á heim­il­ið og leið­bein­ir við þjálf­un tvisvar sinn­um í viku.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.