Bind­indi í Kú­veit, kokteil­ar í Chicago

Kokk­ur­inn Ólaf­ur Örn Ólafs­son þvæl­ist heims­álf­anna á milli og tek­ur með­al ann­ars hús á bak­ara í Kú­veit og bar­þjóni á þekkt­um kokteil­b­ar í Chicago.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - MYND/HÖRÐUR SVEINS­SON [email protected]­bla­did.is

Þetta er ekki al­veg leið­in­leg­asta vinna í heimi, sér­stak­lega ekki þeg­ar mað­ur hef­ur gam­an af því að borða, drekka og hitta fólk í út­lönd­um,“seg­ir kokk­ur­inn víð­förli Ólaf­ur Örn Ólafs­son um sjón­varps­þætti sína Kokkaflakk sem hefja nú göngu sína á ný í Sjón­varpi Sím­ans. „Það má segja að mér hafi tek­ist að búa mér til vinnu sem hent­ar mér ágæt­lega.“

Í Kokkaflakki þvæl­ist Ólaf­ur um heim­inn og þef­ar uppi Ís­lend­inga sem víða hafa hasl­að sér völl með mat og drykk svo eft­ir er tek­ið. Í fyrstu þáttar­öð­inni ein­blíndi hann á kokka en að þessu sinni koma við sögu vín­rækt­andi í Zürich, bak­ari í Dúbaí, bar­þjónn í Chicago, kokk­ur í Fal­ken­berg og mat­gæð­ing­ur í Los Ang­eles.

„ Síð­ast vor­um við bara með kokka en ákváð­um að víkka þetta að­eins út og heim­sækja Ís­lend­inga í út­lönd­um sem hafa ein­hverja teng­ingu við mat eða drykk,“seg­ir Ólaf­ur í sam­tali við Fréttablaðið.

Voru kokk­arn­ir þá ekki nógu skemmti­leg­ir?

„Jú, jú. Kokk­arn­ir eru al­veg frá­bær­ir og það er til al­veg nóg af þeim en það er svo margt fólk að gera alls kon­ar ann­að, eins og til dæm­is vín­gerð­ar­mað­ur­inn í Sviss og konditor­inn, eða sæta­brauðs­dreng­ur­inn eins og þeir kalla hann, sem er í Dúbaí og Kú­veit. Þetta er allt fólk sem er áber­andi í sínu fagi,“seg­ir Ólaf­ur um við­mæl­end­ur sína að þessu sinni.

Ólaf­ur seg­ir fyrstu þáttar­öð­ina hafa feng­ið það góð­ar und­ir­tekt­ir að strax hafi ver­ið ákveð­ið að halda áfram. „Ég er mjög spennt­ur fyr­ir því að sýna þetta. Pínu stress­að­ur auð­vit­að en mjög spennt­ur. Við er­um ánægð með þetta og ég held að við sé­um að toppa okk­ur síð­an síð­ast.“

Mat­ur er nefnd­ur

„Svona ferða- og mat­ar­þætt­ir hafa alltaf ver­ið í miklu upp­á­haldi hjá mér,“seg­ir Ólaf­ur þeg­ar hann er spurð­ur hvað hafi orð­ið til þess að hann lagð­ist í kokkaflakk­ið og bæt­ir við að það sé mjög snið­ugt að kynn­ast fólki, sam­fé­lög­um og menn­ingu þeirra í gegn­um mat­arog vín­menn­ing­una í hverju landi fyr­ir sig.

„Enda hafa all­ir gam­an af mat og all­ir þurfa að borða að minnsta kosti þrisvar á dag. Okk­ur lang­aði að fanga þessa stemn­ingu sem ein­kenn­ir svona mat­ar- og ferða­þætti og vefja henni ut­an um svona „mað­ur er nefnd­ur“dæmi. Það má segja að ég sé eini fjöl­miðla­mað­ur­inn á Íslandi sem sér­hæf­ir sig í að taka við­töl við fólk yf­ir mál­tíð og þar er þetta allt á borð­um; fólk, kúltúr og hvað þau eru að gera í líf­inu.“

Vís­inda­leg drykkja

Ólaf­ur smakk­aði á ólík­um menn­ing­ar­heim­um og þótt vín komi mik­ið við sögu á ferð­lag­inu þá fór hann óhjá­kvæmi­lega í gegn­um þurrka­tíma­bil. „ Það eru vín­veit­ing­ar á hót­el­um og veit­inga­stöð­um sem tengj­ast þeim í Dúbaí. Þannig að það slapp fyr­ir horn en það var að­eins minna um það í Kú­veit. Þar er þetta allt al­veg bann­að en það er nú allt í lagi.

Mað­ur get­ur al­veg far­ið í nokkra daga til ein­hvers lands þar sem má ekki drekka brenni­vín. Síð­an fór­um við til Chicago að hitta strák sem er bar­þjónn á The Avi­ary, ein­um fræg­asta kokteil­b­ar heims. Hann er þar yf­ir rann­sókn­um og þró­un. Að búa til nýja drykki og þarna nota þeir alls kon­ar vís­ind­at­rix. Þetta er fólk sem er sko ekki sama um drykk­ina sína.

Það var ansi góð­ur dag­ur þeg­ar ég þurfti að sitja þarna og smakka fjór­tán kokteila í röð þannig að við unn­um vel í þessu í þeim þætti og unn­um upp þurrk­inn í Kú­veit þannig að þetta núll­ast út.“

Höfð­ing­leg­ar mót­tök­ur

„Okk­ur var tek­ið eins og þjóð­höfð­ingj­um alls stað­ar þar sem við kom­um. Lent­um ekki í neinu veseni neins stað­ar. Ekki einu sinni í þess­um Ara­ba­lönd­um þar sem meira og minna allt er bann­að.

Þar voru all­ir bara sátt­ir við okk­ur enda er þetta al­veg 100% ljúft og þægi­legt fólk. Ef mað­ur ber virð­ingu fyr­ir menn­ingu þeirra þá er mað­ur ekki í nein­um vand­ræð­um frek­ar en ann­ars stað­ar svo sem. Ef mað­ur ber virð­ingu fyr­ir hip­stera­menn­ing­unni í Los Ang­eles þá er mað­ur í dá­lít­ið góð­um mál­um líka,“seg­ir Ólaf­ur um þessa ein­földu lífs­reglu sem vill þó vefjast fyr­ir mörg­um.

Skál! Ólaf­ur seg­ist vera í drauma­starf­inu sem geng­ur út á að eta, drekka og vera glað­ur.

Ólaf­ur Örn held­ur áfram heims­hornaflakki sínu og lít­ur nú með­al ann­ars inn hjá Ís­lend­ingi sem bak­ar ar­ab­ísk flat­brauð í Dúbaí og Kú­veit og væt­ir síð­an kverk­arn­ar með dýr­ind­is hana­stél­um í Chicago eft­ir eyði­merk­ur­þurrk­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.