ÍSEXIT?

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Guð­mund­ur Andri Thors­son þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar

Ein­ok­un­ar­sinn­ar allra flokka hafa nú sam­ein­ast og berj­ast gegn inn­leið­ingu 3. orkupakk­ans. Í far­ar­broddi eru gömlu valda­karl­arn­ir sem færðu okk­ur ein­ok­un­ar­kerf­in í land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi og stór­iðju­stefn­una þar sem al­þjóð­leg­ir auð­hring­ir fá ork­una úr fall­vötn­um okk­ar á gjaf­verði. Þetta eru ráða­menn­irn­ir sem tala um samfélagið okk­ar sem „ógeðs­legt þjóð­fé­lag“þar sem allt snú­ist um völd og ekki séu til nein­ar hug­sjón­ir. Þeim finnst það jafn­gilda full­veldisafsali þeg­ar þeir ráða ekki öllu sjálf­ir. Þeir kalla það land­ráð að hugs­an­leg ágrein­ings­mál í hugs­an­leg­um við­skipt­um milli landa séu út­kljáð af al­þjóð­leg­um stofn­un­um á borð við Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn og EFTA­dóm­stól­inn sem dæmdi Ís­lend­ing­um í hag í Ices­a­ve-mál­inu.

Álita­mál­in kring­um 3. orkupakk­ann eru bund­in því að einn góð­an veð­ur­dag komi til þess að ís­lensk orka verði hugs­an­lega ein­hvern tím­ann seld til út­landa gegn­um hugs­an­leg­an sæ­streng – sem er með öllu óvíst. Og þyrfti sér­stakt sam­þykki Al­þing­is til. Erfitt er hins veg­ar að átta sig á því hvers vegna viðskipti með orku eru svo miklu skelfi­legri en til dæm­is sala á lamba­kjöti: enginn tal­ar um að við miss­um yf­ir­ráð­in yf­ir ís­lenska lamba­kjöt­inu þeg­ar við selj­um það. Við verð­um bara dauð­feg­in.

Öllu skipt­ir að ís­lenska þjóð­in eigi sjálf auð­lind­ir sín­ar og orku­veit­ur á borð við Lands­virkj­un. Sé þetta tryggt í lög­um – eins og nýja stjórn­ar­skrá­in ger­ir: af hverju má þá ekki selja hæst­bjóð­anda (að upp­fyllt­um græn­um skil­yrð­um) þær af­urð­ir sem þess­ar auð­lind­ir veita?

Hér býr fleira und­ir en fölskvalaus ætt­jarðar­ást. Ein­angr­un­ar­sinn­arn­ir sjá hér tæki­færi til að stuðla að út­göngu Ís­lands úr EES, jafn­vel EFTA. Stóri draum­ur­inn er að skapa sér­stakt ís-ex­it.

Í sam­skipt­um okk­ar við um­heim­inn eig­um við að minnsta kosti aldrei að hafa að leið­ar­ljósi trölla­sög­ur og hei­mótt­ar­skap.

Ein­angr­un­ar­sinn­arn­ir sjá hér tæki­færi til að stuðla að út­göngu Ís­lands úr EES, jafn­vel EFTA. Stóri draum­ur­inn er að skapa sér­stakt ís-ex­it.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.