Porto-lið­ið á harma að hefna

Fréttablaðið - - SPORT -

Totten­ham Hot­sp­ur og Manchester City munu gjör­þekkja hvort ann­að þeg­ar apríl renn­ur sitt skeið. Lið­in mæt­ast þrisvar sinn­um í mán­uð­in­um en fyrsta við­ur­eign­in er í kvöld þeg­ar lið­in mæt­ast í fyrri leik sín­um í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu karla.

Lið­in leiða sam­an hesta sína á nýj­um heima­velli Totten­ham Hot­sp­ur í kvöld. Eft­ir að rimma þeirra í Meist­ara­deild­inni verð­ur leidd til lykta mæt­ast þau svo í deild­inni. Bæði lið slógu þýsk lið úr leik í 16 liða úr­slit­un­um en Totten­ham Hot­sp­ur fór nokk­uð ör­uggu­lega áfram í ein­vígi sínu við Borussia Dort­mund og Manchester City gjör­sigr­aði Schal­ke.

Þá mæt­ast Li­verpool og Porto á An­field en lið­in mætt­ust í 16 liða úr­slit­um keppn­inn­ar síð­asta vor. Þá lagði Li­verpool grunn­inn að því að kom­ast áfram með 5- 0 bursti í Porto. Að þessu sinni vann Porto Roma í 16 liða úr­slit­um og Li­verpool lagði Bayern München að velli á sama stað. –

Mo Salah, leik­mað­ur Li­verpool.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.