Hvað? Hvenær? Hv­ar? Þriðju­dag­ur

Fréttablaðið - - MENNING - hv­[email protected]­bla­did.is Hvað? Menn­ing­ar­vor í Mos­fells­bæ Hvenær? 19.30

9. APRÍL 2019

Hvað? Barna­menn­ing­ar­há­tíð hefst á Akur­eyri

Hvenær? 16.00-17.00

Hv­ar? Hamragil í Hofi Grunnsveit Tón­list­ar­skól­ans á Akur­eyri spil­ar, Herra Hnetu­smjör flyt­ur nokk­ur lög, hóp­ur frá Dans­stúd­íói Alice dans­ar, sýnt verð­ur at­riði úr fjöl­skyldu­söng­leikn­um Gall­stein­ar afa Gissa og sýn­ing á myndskreyt­ing­um í barna­bók­um verð­ur opn­uð form­lega. Enginn aðgangseyrir og eru ung­ir sem aldn­ir hvatt­ir til að mæta. Næstu daga eru alls kyns lista­smiðj­ur og við­burð­ir við hæfi barna á öll­um aldri.

Hvað? Sjón­ar­f­ur prentlista­manns – sýn­ing opn­uð Hvenær? 16.30 Hv­ar? Þjóð­ar­bók­hlað­an Sig­mund­ur Guð­munds­son prentlista­mað­ur átti mik­inn þátt í þeim end­ur­bót­um sem urðu á prent­iðn hér á landi fyr­ir alda­mót­in 1900 og var tal­inn list­feng­asti og smekkvís­asti prent­ari lands­ins á þeim tíma. Sýn­ing­in Sjón­ar­f­ur er hon­um til heið­urs. Ingi­björg Stein­unn Sverr­is­dótt­ir lands­bóka­vörð­ur býð­ur gesti vel­komna. Guð­mund­ur Odd­ur Magnús­son (Godd­ur), rann­sókna­pró­fess­or við LÍ, seg­ir frá Sig­mundi. Sýn­is­horn af prentlist Sig­mund­ar eru kjör­grip­ir mán­að­ar­ins á Lands­bóka­safni.

Hvað? Ís­lensk­ar lækn­inga­jurtir – er­indi Hvenær? 16.30 Hv­ar? Bóka­safn Kópa­vogs

Steinn Kára­son garð­yrkju­fræð­ing­ur flyt­ur er­indi um al­geng­ar ís­lensk­ar drykkj­ar- og lækn­inga­jurtir og leið­bein­ir um söfn­un þeirra, verk­un og notk­un. Hann veit­ir inn­sýn í þró­un og sögu grasa­lækn­inga sem og nýj­ar rann­sókn­ir og legg­ur áherslu á sjálf­bærni og virð­ingu fyr­ir nátt­úr­unni. Ókeyp­is að­gang­ur og all­ir vel­komn­ir.

Hvað? Fram­tíð Evr­ópu­samrun­ans Hvenær? 16.30-18.00 Hv­ar? Lög­berg, stofa 101 í HÍ

Op­inn fund­ur á veg­um Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands og Elcano Royal Institu­te í Ma­drid. Þar verð­ur fram­tíð Evr­ópu­samrun­ans rædd frá spænsku sjón­ar­horni. Ignacio Mol­ina fræði­mað­ur fer yf­ir helstu áskor­an­ir og tæki­færi sem blasa við Evr­ópu­sam­band­inu í dag. Fund­ur­inn mun fara fram á ensku. Á eft­ir verð­ur boð­ið upp á létt­ar veit­ing­ar. Hvað? Sam­söngs­tón­leik­ar á Barna­menn­ing­ar­há­tíð Hvenær? 17.00-18.00 Hv­ar? Gerðu­berg Öll­um hress­um söng­fugl­um af yngri gerð­inni er boð­ið að koma og syngja skemmti­leg lög um allt milli him­ins og jarð­ar! Hv­ar? Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar Söng­kon­an Heiða Árna­dótt­ir og pí­anó­leik­ar­inn Gunn­ar Gunn­ars­son flytja tónlist eft­ir franska djasstón­skáld­ið Michel Legrand, sem lést fyrr á þessu ári og var helst þekkt­ur fyr­ir kvik­mynda­og söng­leikja­tónlist. Á milli laga seg­ir Dóra Wild frá tón­skáld­inu og skap­ar ljúfa stemm­ingu. Að­gang­ur er ókeyp­is og all­ir vel­komn­ir. Hvað? Mó­krók­ar á Kexi Hvenær? 20.30

Hv­ar? Kex Hostel, Skúla­götu 28 Tríó­ið Mó­króka skipa þeir Benja­mín Gísli Ein­ars­son á pí­anó, hljóm­borð og hljóð­gervla, Þorkell Ragn­ar Grét­ars­son á raf­gít­ar og Þór­ir Hólm Jóns­son á tromm­ur. Þeir leika frum­samda mús­ík í opn­um út­setn­ing­um með mikla áherslu á frjáls­an spuna. Að­gang­ur er ókeyp­is.

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Herra Hnetu­smjör skemmt­ir börn­um og full­orðn­um á Akur­eyri í dag.

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Heiða Árna­dótt­ir syng­ur í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.