Há­ar kröf­ur bíða Boeing

Sér­fræð­ing­ar telja lík­legt að fram­leið­and­inn þurfi að greiða mis­mun­inn á rekstr­ar­kostn­aði vegna flug­véla og leigu á nýj­um eft­ir kyrr­setn­ingu 737 MAX 8. Icelanda­ir seg­ir ekki liggja fyr­ir hvernig kom­ið verði til móts við fé­lag­ið.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK mika­[email protected]­bla­did.is

Er­lend­ir sér­fræð­ing­ar telja lík­legt að flug­véla­fram­leið­and­inn Boeing þurfi að greiða mis­mun­inn á rekstr­ar­kostn­aði hinna kyrr­settu Boeing MAX 8 véla og véla sem flug­fé­lög þurfa að nota í milli­tíð­inni. Sömu­leið­is að Boeing verði kraf­ið um kostn­að við leigu á vél­um með­an MAX 8 vél­arn­ar eru kyrr­sett­ar.

Icelanda­ir seg­ir í svari við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins að ekki liggi fyr­ir hvernig Boeing komi til móts við fé­lag­ið. Grein­andi dró upp þá sviðs­mynd ný­ver­ið í Jap­an Ti­mes að út­gjöld Boeing við að dekka kostn­að f lug­fé­laga sem eru með hátt í 350 MAX 8 vél­ar sam­svör­uðu nærri 120 millj­örð­um ís­lenskra króna í sex til átta vik­ur.

Er­lend­ir sér­fræð­ing­ar telja lík­legt að flug­véla­fram­leið­and­inn Boeing muni þurfa að greiða mis­mun­inn á rekstr­ar­kostn­aði hinna kyrr­settu Boeing MAX 8 véla fyr­ir­tæk­is­ins og þeirra véla sem flug­fé­lög þurfa að nota í milli­tíð­inni. Sömu­leið­is er tal­ið að Boeing verði kraf­ið um leigu­kostn­að á vél­um með­an MAX 8 eru kyrr­sett­ar. Flug­fé­lög muni í það minnsta eiga kröfu á hend­ur fram­leið­and­an­um. Sú krafa gæti ver­ið svim­andi há. Icelanda­ir seg­ir í svari við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins að ekki liggi fyr­ir hvernig Boeing komi til móts við fé­lag­ið.

Ken Her­bert, grein­andi hjá Canaccord, dró upp þá sviðs­mynd ný­ver­ið í Jap­an Ti­mes að í besta falli muni kyrr­setn­ing­in vél­anna vara í sex til átta vik­ur. Áætl­aði hann kostn­að Boeing við að dekka rekstr­armis­mun og leigu­kostn­að þeirra flug­fé­laga sem eru með hátt í 350 MAX 8 vél­ar á jörð­inni yf­ir það tíma­bil um einn millj­arð Banda­ríkja­dala, eða sem nem­ur nærri 120 millj­örð­um ís­lenskra króna. Í næstu viku verð­ur kom­inn mán­uð­ur síð­an vél­arn­ar voru all­ar kyrr­sett­ar.

Mis­mun­ur­inn er til­kom­inn vegna þess að MAX 8 vél­arn­ar eru mjög hag­kvæm­ar í rekstri, sér­stak­lega með til­liti til þess að þær eru eyðslu­grann­ar á eldsneyti sam­an­bor­ið við aðr­ar eldri vél­ar sem mörg fé­lög hafa nú þurft að taka í notk­un á ný.

Icelanda­ir missti sem kunn­ugt er þrjár MAX 8 þot­ur úr leik með kyrr­setn­ing­unni en hef­ur á móti ver­ið að leigja Boeing 767 vél­ar. Að­spurð um hvort Boeing sé að greiða leig­una á þeim, seg­ir Ás­dís Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, svo ekki vera.

„ Það ligg­ur ekki fyr­ir hvernig Boeing muni koma til móts við fé­lag­ið í tengsl­um við kyrr­setn­ingu MAX-vél­anna.“

Enn hef­ur ekk­ert op­in­ber­lega ver­ið gef­ið út um nið­ur­stöð­ur rann­sókna á vél­un­um en ýms­ir af stærstu fjöl­miðl­um ver­ald­ar, á borð við New York Ti­mes og BBC, hafa fjall­að um að flest bendi til að slys­in teng­ist galla í til­tekn­um skynj­ur­um vél­anna (e. angle of attack sensors) sem hafi gef­ið rang­ar upp­lýs­ing­ar um að halli vél­anna hafi ver­ið of bratt­ur þeg­ar hann var í raun eðli­leg­ur. Það hafi aft­ur orð­ið til þess að svo­kall­að MCAS-kerfi vél­anna hafi leit­ast við að leið­rétta flug­ið og þrýst nefi þeirra nið­ur.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síð­asta mán­að­ar eru for­ráða­menn Icelanda­ir að skoða hvernig brugð­ist verði við ef kyrr­setn­ing MAX 8 vél­anna dregst á lang­inn. Fé­lag­ið átti von á sex nýj­um vél­um í ár frá Boeing.

Það ligg­ur ekki fyr­ir hvernig Boeing muni koma til móts við fé­lag­ið í tengsl­um við kyrr­setn­ingu MAX-vél­anna.

Ás­dís Pét­urs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir

Áætl­að hef­ur ver­ið að kostn­að­ur Boeing við kyrr­setn­ingu 737 MAX 8 vél­anna á heimsvísu nemi millj­arði dala. Fyr­ir­tæk­ið kunni að þurfa að greiða mis­mun á rekstr­ar­kostn­aði og leigu nýrra véla.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.