Hunda­rækt­end­ur telja stjórn­sýsl­una í felu­leik

At­vinnu­vega­ráðu­neyt­ið hef­ur enn ekki gert nýtt áhættumat vegna inn­flutn­ings á hund­um og kött­um op­in­bert þrátt fyr­ir að það hafi borist í lok síð­asta mán­að­ar. Formað­ur Hunda­rækt­ar­fé­lags­ins gagn­rýn­ir sam­ráðs­leysi og taf­ir.

Fréttablaðið - - NEWS - MYND/PÉTUR ALAN GUÐMUNDSSON sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

Nýtt áhættumat vegna inn­flutn­ings á hund­um og kött­um til lands­ins barst Kristjáni Þór Júlí­us­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, í lok síð­asta mán­að­ar. Þetta var upp­lýst á Al­þingi á mánu­dag­inn í svari stað­gengils ráð­herra við fyr­ir­spurn Þor­gerð­ar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, for­manns Við­reisn­ar.

Mats­ins hef­ur ver­ið beð­ið í nokk­urn tíma en upp­haf­lega átti það að liggja fyr­ir í apríl á síð­asta ári. Þor­gerð­ur Katrín var sjálf ráð­herra þeg­ar sam­ið var við Pre­ben Wil­le­berg, fyrr­ver­andi yf­ir­dýra­lækni Dan­merk­ur, um verk­efn­ið.

Skýrsl­an sem er um 140 blað­síð­ur er nú til yf­ir­ferð­ar hjá ráðu­neyt­inu og Mat­væla­stofn­un og verð­ur birt inn­an tíð­ar. Þá kom fram á Al­þingi að Hunda­rækt­ar­fé­lag Ís­lands (HRFÍ) hefði ekki feng­ið áheyrn­ar­full­trúa á fundi með skýrslu­höf­undi þar sem far­ið var yf­ir nið­ur­stöð­urn­ar. Til stæði að hafa sam­ráð við hags­muna­að­ila í þeirri vinnu sem fram und­an væri.

Her­dís Hall­m­ars­dótt­ir, formað­ur HRFÍ, er ósátt við sam­ráðs­leys­ið og þær taf­ir sem hafa ein­kennt ferl­ið frá því að Þor­gerð­ur Katrín fór úr ráðu­neyt­inu.

„Þessi vinnu­brögð hafa ekki á sér góða eða fag­lega ásýnd. Ásýnd­in er sú að það sé ver­ið að sópa ein­hverju und­ir tepp­ið eða að það sé eitt­hvað sem ekki megi líta dags­ins ljós,“seg­ir Her­dís.

Fé­lag­ið hafi um margra ára skeið bar­ist fyr­ir því að slak­að yrði á kröf­um um fjög­urra vikna ein­angr­un við inn­flutn­ing hunda.

„Við er­um bara að reyna tryggja að þetta sé fag­lega unn­ið og það séu vís­inda­leg rök sem liggi að baki. Krafa okk­ar er bara um sann­girni og hvað hef­ur ráð­herr­ann þá að ótt­ast?“

HRFÍ hafi aldrei kraf­ist þess að stýra ferð­inni. „Við reikn­um með því að þessi er­lendi sér­fræð­ing­ur stýri ferð­inni. Það var lagt upp með að feng­inn yrði óháð­ur er­lend­ur að­ili til að taka þetta út. Þá spyr ég hvers vegna meg­um við ekki koma að borð­inu núna?“

Guð­björg Guð­munds­dótt­ir hef­ur á und­an­förn­um tveim­ur ár­um flutt inn tvo hunda af teg­und­inni Bracco Italiano til lands­ins.

„ Þetta voru hund­ar sem voru mjög opn­ir og hress­ir og til í að tala við alla. En eft­ir fjög­urra vikna ein­angr­un urðu þeir tor­tryggn­ir á fólk. Með eldri hund­inn hef­ur þetta tek­ið mig þessi tvö ár að fá hann til að treysta öll­um og verða hann sjálf­ur aft­ur í raun og veru,“seg­ir Guð­björg.

Yngri hund­ur­inn losn­aði úr ein­angr­un í síð­asta mán­uði. Guð­björg er þó ánægð með ein­angr­un­ar­stöð­ina Mó­sel og starfs­fólk­ið þar. „Ég fékk góð­ar upp­lýs­ing­ar og fékk að fylgj­ast vel með hund­in­um sem skipt­ir öllu máli.“

Draum­ur­inn sé að á Íslandi verði tek­in upp gælu­dýra­vega­bréf þótt hægt væri að lifa með tíu daga ein­angr­un eins og til dæm­is tíðk­ist í Ástr­al­íu. „ Þannig þyrfti mað­ur ekki að skilja hálfa fjöl­skyld­una eft­ir þeg­ar mað­ur fer til út­landa. Ég myndi aldrei leggja aft­ur svona langa ein­angr­un á hund­ana mína.“

Ásýnd­in er sú að það sé ver­ið að sópa ein­hverju und­ir tepp­ið.

Her­dís Hall­m­ars­dótt­ir, formað­ur Hunda­rækt­ar­fé­lag Ís­lands

Eig­andi Fálka seg­ir hann hafa ver­ið í um tvö ár að jafna sig á fjög­urra vikna ein­angr­un eft­ir að hann kom til lands­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.