Tel­ur al­var­legt ef fólki er tal­in trú um hluti sem eru ósann­ir

Fréttablaðið - - NEWS - [email protected]­bla­did.is

Þor­gerð­ur K. Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir mik­il­vægt að glöggva sig á gögn­um um þriðja orkupakk­ann. Var­huga­vert sé að af­vega­leiða um­ræð­una svo hún snú­ist um ver­una í EES eða ESB. Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, tel­ur þriðja orkupakk­ann vera lið í einka­væð­ingu Lands­virkj­un­ar.

Um­ræðu um þriðja orkupakk­ann var fram hald­ið á Al­þingi í gær. Þing­menn Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins eru ef­ins um þings­álykt­un­ar­til­lög­una á með­an hinir flokk­arn­ir munu sam­þykkja til­skip­un­ina nokk­uð ör­ugg­lega.

Í um­ræð­unni í gær kom ber­lega í ljós að and­stæð­ing­ar til­skip­un­ar­inn­ar fundu henni allt til foráttu og töldu að Ís­lend­ing­ar myndu hæg­lega tapa yf­ir­ráð­um sín­um yf­ir orku­auð­lind­um lands­ins.

Inga Sæ­land, formað­ur flokks fólks­ins, seg­ir þriðja orkupakk­ann í raun þriðja skref­ið af fimm í því að út­lend­ing­ar, án þess að nefna hverj­ir það eru, nái yf­ir­ráð­um hér í orku­mál­um, festi okk­ur á innri orku­mark­að­inn og leggi sæ­streng hing­að til lands. Að þriðji orkupakk­inn sé í raun lið­ur í einka­væð­ingu Lands­virkj­un­ar.

„Það er al­veg á hreinu að orku­auð­lind­ir okk­ar og mark­að­ur þeirra var á eng­an hátt felld­ur inn í innri mark­að ESB þeg­ar við gerð­um EES­samn­ing­inn á sín­um tíma,“sagði Inga. „Ís­land er eyja úti í Atlants­hafi. Við bú­um yf­ir eft­ir­sókn­ar­verð­um og verð­mæt­um orku­auð­lind­um, við höf­um næga orku sem er að mestu end­ur­nýj­an­leg og okk­ur hef­ur tek­ist að halda þannig á mál­um að verð­ið á raf­orku er með því lægsta sem þekk­ist.“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, var ein þeirra sem töl­uðu fyr­ir frum­varp­inu úr hópi stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Sagði hún mik­il­vægt að menn kynntu sér gögn­in sem liggja fyr­ir til að glöggva sig á mál­inu. Hún benti einnig á að for­menn Við­reisn­ar og Sam­fylk­ing­ar hefðu átt sam­ræð­ur við rík­is­stjórn­ina um að greiða fyr­ir þessu máli með stuðn­ingi. Í lok ræð­unn­ar sagði hún al­var­legt ef væri vís­vit­andi ver­ið að reyna að af­vega­leiða eða plata fólk.

„Við skul­um taka um­ræðu um að vera inn­an eða ut­an EES á öðr­um vett­vangi og á öðr­um for­send­um,“seg­ir Þor­gerð­ur Katrín. „Það á ekki að fara bak­dyra­meg­in að fólki og telja því trú um eitt­hvað sem ekki er satt og rétt.

„ Er þetta það nauð­syn­leg­asta sem Al­þingi þarf að fást við núna,

að inn­leiða ein­hver lög sem við fá­um í pósti sem varða ekki Ís­land,“bætti Inga Sæ­land við í sinni ræðu. „ Sem er al­gjör óþarfi og ef trúa má stuðn­ings­mönn­um þriðja orkupakk­ans þá hrein­lega skipt­ir þessi til­skip­un engu máli,“seg­ir Inga Sæ­land einnig.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.