Þjóð­kjörn­ir fá ekki hækk­un

Fréttablaðið - - NEWS -

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hef­ur sent efna­hags- og við­skipta­nefnd Al­þing­is minn­is­blað, með sam­þykki rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þar sem hann legg­ur til tvær breyt­ing­ar á frum­varpi til breyt­inga á lög­um vegna brott­falls laga um kjara­ráð.

Það fel­ur með­al ann­ars í sér að launa­hækk­un þjóð­kjör­inna full­trúa þann 1. júlí næst­kom­andi komi ekki til fram­kvæmda. Þá óskar Bjarni eft­ir heim­ild í eitt skipti til að hækka laun þjóð­kjör­inna full­trúa, þing­manna, ráð­herra og for­seta Ís­lands, þann 1. janú­ar 2020 til sam­ræm­is við áætl­aða breyt­ingu á laun­um þann 1. júlí 2020.

Jafn­framt er lagt til að ákvæði um heim­ild ráð­herra til að hækka laun 1. janú­ar til sam­ræm­is við áætl­aða breyt­ingu á laun­um 1. júlí verði fellt út en ákvæð­ið er í nokkr­um grein­um frum­varps­ins. Laun þjóð­kjör­inna full­trúa hækk­uðu sem kunn­ugt er um allt að 44 pró­sent haust­ið 2016.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.