Stefnt á aukna efnis­töku úr Ing­ólfs­fjalli

Fréttablaðið - - NEWS -

Fyr­ir­hug­að er að stækka Þór­ustað­anámu í Ing­ólfs­fjalli á næstu ár­um og vinna meira efni úr fjall­inu til fram­kvæmda á Suð­ur­landi. Full­trúi land­eig­enda og fram­kvæmda­að­ili hafa kynnt Ár­borg og Ölfusi fram­kvæmda­áætlan­ir vegna fyr­ir­hug­aðr­ar stækk­un­ar. Bæj­ar­ráð Ár­borg­ar fagn­ar stækk­un­inni.

Á síð­asta fundi bæj­ar­ráðs Ár­borg­ar var mál­ið tek­ið fyr­ir. „Bæj­ar­ráð fagn­ar þeirri vinnu sem far­in er af stað í þess­um efn­um enda eru mikl­ir hags­mun­ir í húfi fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið að nám­an verði starf­rækt í sátt til fram­tíð­ar,“seg­ir í bók­un fund­ar­ins.

Eg­gert Val­ur Guðmundsson, formað­ur bæj­ar­ráðs Ár­borg­ar, seg­ir það skipta miklu máli að ná efni þarna úr fjall­inu. „Það sem vak­ir helst fyr­ir okk­ur er mik­il­vægi þess að ná í efni stutt frá fram­kvæmd­um í stað þess að þurfa að ná í efni lengra frá. Ef við þyrft­um að gera það þá væri lík­legt að hús­næð­isverð yrði hærra sem og að all­ar fram­kvæmd­ir í bæj­ar­fé­lag­inu yrðu mun dýr­ari en nú er. Því er þetta hags­muna­mál okk­ar að hægt sé að ná í efni í sátt við um­hverf­ið á þess­um stað,“seg­ir Eg­gert Val­ur.

Land­vernd hef­ur um langa hríð bar­ist gegn þess­um fram­kvæmd­um og seg­ir þær óaft­ur­kræf­ar með öllu. Skipu­lags­stofn­un hafi einnig á síð­asta ára­tug gef­ið af­ar nei­kvætt álit um fram­kvæmd­irn­ar en leyf­is­veit­and­inn, Ár­borg, hafi far­ið gegn álit­inu.

„Við höf­um alla tíð bar­ist gegn þess­um fram­kvæmd­um í Ing­ólfs­fjalli með þess­um ár­angri, það er að segja, eng­um,“seg­ir Auð­ur Önnu Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar.

Eg­gert Val­ur er sam­mála því að auð­vit­að sé námu­vinnsla í fjall­inu ekki til þess fall­in að fegra fjall­ið. „ Auð­vit­að er þetta lýti, en það verð­ur ekki bæði sleppt og hald­ið í þess­um efn­um,“seg­ir Eg­gert Val­ur. „Hins veg­ar höf­um við séð tölvu­mynd­ir af svæð­inu og þeg­ar fram­kvæmda­tíma lýk­ur á þetta nú að líta ágæt­lega út.“

Eg­gert Val­ur Guðmundsson, formað­ur bæj­ar­ráðs Ár­borg­ar.

Auð­ur Önnu Magnús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.