Skóla­meist­ari og skáld

Jó­hanns S. Hann­es­son­ar, skóla­meist­ara á Laug­ar­vatni, (1919-2019) verð­ur minnst í Hann­es­ar­holti í kvöld í til­efni ald­araf­mæl­is. Auk er­inda verð­ur ljóða­lest­ur og söng­ur.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - [email protected]­bla­did.is

Pabbi var merki­leg­ur mað­ur á marg­an hátt – mik­ill bóka­og skóla­mað­ur,“seg­ir Wincie Jó­hanns­dótt­ir um föð­ur sinn, Jó­hann S. Hann­es­son, skóla­meist­ara á Laug­ar­vatni, skáld og orða­bókar­mann. Hann hefði orð­ið hundrað ára í dag hefði hann lif­að. Þess verð­ur minnst með dag­skrá í Hann­es­ar­holti í kvöld klukk­an 20.

Jó­hann fædd­ist á Siglu­firði og fór það­an í Mennta­skól­ann á Akur­eyri. „Hann var í sex vet­ur á Akur­eyri því hann þurfti að taka gagn­fræða­próf­ið líka,“upp­lýs­ir Wincie. „ Svo hélt hann út til Banda­ríkj­anna í nám í ensku og mál­vís­ind­um við Uni­versity of Cali­fornia í Berkeley. Þeir fóru tveir út í nám bræð­urn­ir, Þor­steinn, sem fór til Bret­lands að læra söng, og pabbi til Banda­ríkj­anna. Hann hafði senni­lega ætl­að til Bret­lands en stríð­ið gerði það erfitt. Það var stór hóp­ur af Ís­lend­ing­um í há­skól­an­um í Berkeley við nám á ár­un­um upp úr 1940,“seg­ir Wincie.

Jó­hann kynnt­ist konu sinni, Lucy Win­st­on, í Berkeley. „Ís­lensk­ur vin­ur pabba var með stúlku sem mamma deildi íbúð með, pabbi fór með vin­in­um þeg­ar hann fór að hitta sína kær­ustu, þá var mamma þar fyr­ir og þar með var það kom­ið,“seg­ir hún sposk.

Wincie minn­ist þess að þeg­ar þau voru að f lytja heim til Ís­lands, þrjú sam­an, því hún var þá sjálf kom­in til sög­unn­ar, þótti það svo merki­legt úti í Berkeley að fjöl­skylda skyldi ætla að fljúga alla leið til Ís­lands frá Kali­forn­íu að það kom mynd af henni í stað­ar­blað­inu. „Þetta var mik­ill við­burð­ur og mik­ið ferða­lag,“seg­ir Wincie. „Við vor­um hér heima í þrjú ár, svo fór­um við til baka, ég veit ekki al­veg af hverju, ég var nátt­úr­lega bara krakki. Kannski hef­ur pabba lang­að að halda áfram námi úti eða ekki fund­ið starf hér heima sem hann lang­aði að sinna.“

Þar kom þó að Jó­hanni bauðst skóla­meist­arastarf á Laug­ar­vatni sem hann þáði. „Ég kom heim 1958 og var hjá frænd­fólki mínu og svona hálfu öðru ári seinna fluttu for­eldr­ar mín­ir heim og við öll á Laug­ar­vatn. Við þetta varð pabbi mik­ill áhuga­mað­ur um skóla­mál al­mennt, og eft­ir tíu ár á Laug­ar­vatni fór hann að vinna að skóla­mál­um í Reykja­vík, með­al ann­ars að þró­un áfanga­kerf­is og und­ir­bún­ingi Fjöl­brauta­skól­ans í Breið­holti. Svo stund­aði hann ritstörf og bóka­út­gáfu.“Wincie seg­ir hans með­al ann­ars verða minnst í kvöld sem skóla­manns, skálds, mál­fræð­ings og orða­bók­arrit­stjóra. „Pabbi varð bara 64 ára og var að vinna við stóru Ensk-ís­lensku orða­bók­ina þeg­ar hann dó. Jó­hann­es Þor­steins­son var með hon­um, ásamt mörg­um fleir­um og tók við stjórn­inni við lát pabba.“

Jó­hann S. Hann­es­son var skóla­meist­ari Mennta­skól­ans á Laug­ar­vatni 1960-1970.

Jó­hann að tala við nem­enda­hóp á Laug­ar­vatni. Í aft­ari röð eru Wincie, dótt­ir hans, Guð­mund­ur Pét­urs­son og Ró­bert Pét­urs­son, fremst er Sigrún Hilm­ars­dótt­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.