Sítr­ónu á skít­inn

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Vor­sól­in gef­ur óhrein­ind­um eng­in grið og tíma­bært að fríska upp á heim­il­ið með vor­hrein­gern­ingu. Sítr­óna gef­ur fersk­an ilm en hún er líka frá­bær við heim­il­is­þrif­in, eyð­ir fitu og þríf­ur burt kís­il sem sest í kring­um blönd­un­ar­tæki á baði og í eld­húsi. Þá er best að skera sítr­ónu í tvennt og nudda eða bera á óhrein­ind­in, láta bíða um stund, skrúbba með bursta og skola vel með köldu vatni og þurrka.

Það sama á við sturtu­klefa sem verða grá­ir og matt­ir af kís­il úr hita­veitu­vatni, en fyr­ir­byggj­andi ráð er að gera sér að reglu að skola klef­ann eft­ir notk­un með köldu vatni og helst þurrka líka.

Flís­ar á baði og í eld­húsi verða skín­andi hrein­ar ef nudd­að­ar með sund­ur­skor­inni sítr­ónu, lát­ið liggja á svo­litla stund og skol­að vel á eft­ir og þurrk­að.

Heim­ild: leidbein­inga­stod.is

Sítr­óna er nátt­úru­legt hreinsi­efni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.