Ekki óhult fyr­ir pen­inga­þvætti að ut­an

Meiri sam­hæf­ing á milli ís­lensku bank­anna og notk­un gervi­greind­ar get­ur stór­eflt varn­ir gegn pen­inga­þvætti að sögn sér­fræð­ings. Bank­ar þurfa að geta greint mynstur í heild­ar­kerf­inu. Er­lend glæp­a­starf­semi með rann­sókn­ar­deild­ir til að finna veik­asta hlekk­in

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Þor­steinn Frið­rik Hall­dórs­son [email protected]­bla­did.is FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Fjár­mála­kerfi Ís­lands gæti ver­ið ber­skjald­að fyr­ir pen­inga­þvætti er­lendr­ar glæp­a­starf­semi þar sem bank­arn­ir hafa hver sín eig­in kerfi og eiga því erfitt með að greina grun­sam­leg hegð­un­ar­mynst­ur í kerf­inu í heild sinni.

Þetta seg­ir Guð­mund­ur Kristjáns­son, stofn­andi fjár­tækn­isprot­ans Luc­inity, í sam­tali við Mark­að­inn. Guð­mund­ur stofn­aði Luc­inity í síð­ast­lið­ið haust eft­ir að hafa starf­að sem yfir­mað­ur sam­skipta­eft­ir­lits og gervi­greind­ar hjá fjár­málaris­an­um Citigroup. Hug­bún­að­ar­lausn­in sem Luc­inity er að þróa vinn­ur úr upp­lýs­ing­um um all­ar að­gerð­ir við­skipta­vina fjár­mála­fyr­ir­tæk­is og nýt­ir sér gervi­greind til að finna grun­sam­leg hegð­un­ar­mynst­ur. Þannig er hægt að efla eft­ir­lit með allri reglu­vörslu og koma frek­ar í veg fyr­ir pen­inga­þvætti inn­an fjár­mála­kerf­is.

„Kerf­in í dag eru tak­mörk­uð að því leyti að þau eru með fyr­ir­fram skil­greind­ar regl­ur og bregð­ast með ákveðn­um hætti við að­gerð­um hjá við­skipta­vin­um. Gervi­greind hef­ur fram til þessa ver­ið í mjög tak­mörk­uð­um mæli nýtt til að greina pen­inga­þvætti, þótt eðli vanda­máls­ins henti mjög vel fyr­ir slíka nálg­un,“seg­ir Guð­mund­ur. „Okk­ar lausn er hönn­uð til að leita uppi mynstur í hegð­un not­enda og til að auð­velda starfs­mönn­um sem vinna í reglu­vörslu að sjá og skilja hvað er í

raun og veru að ger­ast í þeirra eig­in kerf­um.“

Sp­urð­ur hvernig Ís­land standi þeg­ar kem­ur að vörn­um gegn pen­inga­þvætti vís­ar Guð­mund­ur til skýrslu Fin­ancial Acti­on Task Force (FATF), al­þjóð­legs vinnu­hóps um að­gerð­ir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka, sem birt var vor­ið 2018. Þar var ís­lensk­um stjórn­völd­um sagt að taka sig á og inn­leiða öfl­ugri varn­ir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka. Þetta varð kveikj­an að nýju frum­varpi sem varð að lög­um í byrj­un þessa árs. Enn er þó hægt að gera margt bet­ur og þar skipt­ir sam­hæf­ing hjá ís­lensku bönk­un­um og eft­ir­lits­að­il­um miklu máli.

„Ís­lensku bank­arn­ir eru að reyna að gera vel í þess­um mál­um en vand­inn er að þeir eru hver í sínu horni að nota sitt kerfi. Þannig sér hver banki að­eins hluta af heild­ar­mynd­inni. Það vant­ar sam­vinnu á milli þeirra í þess­um efn­um og auk þess eru kerf­in sem standa til boða mis­jöfn.“

Stjórn­end­ur Danske Bank brugð­ust eft­ir­lits­hlut­verki sínu

Danske Bank er þessa dag­ana til rann­sókn­ar vegna meints pen­inga­þvætt­is í úti­bú­um bank­ans í Eistlandi en um er að ræða eitt stærsta mál af þessu tagi sem upp hef­ur kom­ið í Evr­ópu. Sp­urð­ur hvað hafi far­ið úr­skeið­is nefn­ir Guð­mund­ur tvö at­riði.

„Í fyrsta lagi virð­ist vera að stjórn­end­ur bank­ans hafi al­gjör­lega brugð­ist eft­ir­lits­hlut­verki sínu. Það þurfti eng­an töl­fræð­ing til að sjá að það var alltof mik­ið fjár­magns­flæði að koma frá Eystra

saltslönd­un­um. Í öðru lagi brugð­ust eft­ir­lits­stofn­an­ir,“seg­ir hann og ber banda­ríska og breska eft­ir­lit­s­kerf­ið sam­an við það evr­ópska.

„ Eft­ir fjár­mála­hrun­ið tóku banda­rísk­ar og bresk­ar eft­ir­lits­stofn­an­ir harka­lega á stór­um bönk­um sem staðn­ir höfðu ver­ið að pen­inga­þvætti og mark­aðsmis­notk­un. Þeir voru sekt­að­ir um há­ar fjár­hæð­ir og lentu á for­síð­um blað­anna sem hef­ur mik­inn fæl­ing­ar­mátt fyr­ir við­skipta­vini og hlut­hafa. Síð­an var þeim gert skylt að koma eft­ir­lits­ferl­um og kerf­um í lag,“seg­ir Guð­mund­ur.

Evr­ópsk­ar eft­ir­lits­stofn­an­ir hafa hins veg­ar ekki geng­ið jafn hart á eft­ir fjár­mála­fyr­ir­tækj­um að sögn Guð­mund­ar. Það end­ur­spegl­ist til dæm­is í því að starfs­menn í reglu­vörslu stórra banda­rískra banka skipti þús­und­um en starfs­menn í reglu­vörslu sam­svar­andi evr­ópskra banka séu að­eins brot af því, þó að það sé nú óð­um að breyt­ast. Það

er því við­bú­ið að kostn­að­ur vegna reglu­vörslu geti vax­ið veru­lega á næstu ár­um og af­ar mik­il­vægt að bank­ar taki upp nýj­ar lausn­ir sem gera ferl­ið skil­virk­ara og ekki eins mannauðs­frekt.

Viða­mikl­ar rann­sókn­ar­deild­ir leita að veik­asta hlekkn­um

Þá vakn­ar sú spurn­ing hvort ís­lenskt fjár­mála­kerfi sé ber­skjald­að fyr­ir fjár­magns­flutn­ing­um eins og þeim sem fóru gegn­um úti­bú Danske Bank í Eistlandi. Guð­mund­ur seg­ir að áhætt­an sé til stað­ar, sér­stak­lega eft­ir af­nám fjár­magns­haft­anna.

„Það get­ur gerst. Ef við skoð­um pen­inga­þvætti á heimsvísu þá er það tal­ið nema 2.400 millj­örð­um Banda­ríkja­dala en í dag eru yf­ir­völd að ná um 1-2 pró­sent­um af þess­um færsl­um. Það seg­ir sig sjálft að þeg­ar um er að ræða svo há­ar fjár­hæð­ir þá eru glæpa­menn með viða­mikl­ar rann­sókn­ar- og þró­un­ar­deild­ir sem leita bestu leið­anna til að þvo pen­inga. Það eru síð­an fyr­ir­tæki eins og okk­ar á hinum end­an­um sem reyna að finna út hver er veik­asti hlekk­ur­inn. Ef Ís­land verð­ur veik­ur hlekk­ur þá horf­um við fram á að hing­að leiti óhreint fjár­magn,“seg­ir Guð­mund­ur og bæt­ir við að fæl­ing­ar­mátt­ur sé stór þátt­ur í vörn­um gegn pen­inga­þvætti.

„Ef glæpa­menn meta það sem svo að það séu meiri lík­ur á að pen­inga­þvætti verði af­hjúp­að á Íslandi en t.d. í Dan­mörku þá reyna þeir frek­ar að nýta sér fjár­mála­stofn­an­ir í Dan­mörku. Til þess að koma bet­ur í veg fyr­ir það þarf einnig sam­hæf­ingu í allri Evr­ópu, eins og Evr­ópu­sam­band­ið er nú að ræða.“

Und­ir­heim­ar finna ýms­ar leið­ir

Fjár­magns­flutn­ing­ar á milli landa eru ein hlið á pen­inga­þvættis­vand­an­um. Önn­ur hlið er pen­inga­þvætti inn­lendr­ar glæp­a­starf­semi en til að koma í veg fyr­ir það er sam­hæf­ing á milli banka ekki síð­ur mik­il­væg.

„Und­ir­heim­arn­ir á Íslandi eru án efa að þvo há­ar fjár­hæð­ir og hafa ýms­ar leið­ir til þess. Það var ágætt dæmi um þetta í kvik­mynd­inni Svart­ur á leik þar sem glæpa­menn­irn­ir fóru með 999 þús­und krón­ur í þrjú úti­bú sem til­heyrðu sitt­hverj­um bank­an­um. Þó svo að einn banki hafi gott kerfi þá er vand­inn sá að það er lít­il sam­hæf­ing þeirra á milli og þeir sjá því ekki heild­ar­mynd­ina. Mik­il­væg leið til að koma í veg fyr­ir pen­inga­þvætti sem á sér stað inn­an­lands er að bank­arn­ir komi á fót sam­eig­in­legu kerfi og geti unn­ið sam­an á þessu sviði.“

Guð­mund­ur sá tæki­færi í þró­un hug­bún­að­ar­lausn­ar sem með­al ann­ars nýt­ir gervi­greind til að finna grun­sam­leg hegð­un­ar­mynst­ur í fjár­mála­kerf­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.