Hneyksl­ið sem skek­ur nor­ræna banka

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN -

Vor­ið 2017 var greint frá því að danska fjár­mála­eft­ir­lit­ið væri með til rann­sókn­ar hvort glæpa­menn frá Sov­ét­ríkj­un­um fyrr­ver­andi hefðu not­að nor­rænu bank­ana Danske Bank og Nordea sem lið í stór­felldu pen­inga­þvætti. Síð­an þá hef­ur hneyksl­ið und­ið upp á sig. Í ljós kom að 200 millj­arð­ar evra hefðu runn­ið gegn­um úti­bú Danske Bank í Eistlandi á ár­un­um 2007 til 2015 og að stór hluti af færsl­un­um væri grun­sam­leg­ur. Til að sam­an­burð­ar var lands­fram­leiðsla Eist­lands 29 millj­arð­ar evra ár­ið 2017. For­stjór­inn Thom­as Bor­gen sagði af sér í kjöl­far­ið og bank­inn á yf­ir höfði sér mál­sókn­ir frá hlut­höf­um og há­ar fjár­sekt­ir frá yf­ir­völd­um. Þá er sænski bank­inn Swed­bank einnig flækt­ur í hneyksl­ið. Lars Ider­mark stjórn­ar­formað­ur lét af störf­um í byrj­un apríl eft­ir að hafa rek­ið Birgitte Bonn­esen banka­stjóra sem hafði áð­ur haft um­sjón með rekstri Swed­bank í Eystra­saltslönd­un­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.