Kyrr­setn­ing flug­vél­ar varp­ar ljósi á ósann­girni í boði rík­is­ins

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Helgi Víf­ill Júlí­us­son

Það er með ólík­ind­um að op­in­bert hluta­fé­lag skuli hafa feng­ið heim­ild til að taka eig­ur annarra trausta­taki. Nú er svo kom­ið að op­in­bera hluta­fé­lag­ið, sem er í reynd rík­is­stofn­un, neit­ar að láta flug­vél af hendi nema rétt­mæt­ur eig­andi greiði skuld sem hann stofn­aði ekki til.

Isa­via, sem rek­ur Flug­stöð Leifs

Ei­ríks­son­ar, kyrr­setti flug­vél sem hið gjald­þrota WOW air hafði á leigu. Leigu­sal­inn fær ekki vél­ina til baka nema hann greiði öll lend­ing­ar­gjöld sem flug­fé­lag­ið skuld­aði flug­vell­in­um. Það eru tæp­ir tveir millj­arð­ar króna.

Fram hef­ur kom­ið í fjöl­miðl­um að það tíðk­ist að flug­vell­ir taki veð í flug­vél­um fyr­ir ógreidd­um lend­ing­ar­gjöld­um sem rekja megi til vél­anna. Það sé hins veg­ar fá­heyrt að flug­vell­ir taki veð í ein­stök­um flug­vél­um fyr­ir öll­um skuld­um flug­fé­laga en He­athrow-flug­völl­ur hafi sama hátt­inn á.

Jafn­vel þótt leik­regl­urn­ar liggi skýrt fyr­ir er flug­völl­ur­inn að mis­nota yf­ir­burði sína. Í öðr­um rekstri kemst eng­inn upp með að haga sér með sama hætti, það er ekki hægt að taka veð í leigu­íbúð vegna náms­lána leigu­tak­ans.

Þetta er ósann­gjarnt gagn­vart öðr­um kröfu­höf­um. Fari flug­fé­lag í þrot eru kröf­ur flug­vall­ar í raun rétt­hærri en kröf­ur allra annarra, til dæm­is launakröf­ur starfs­manna flug­fé­lags­ins, og því skipt­ir það flug­völl­inn litlu máli þótt flug­fé­lög safni skuld­um.

Flug­völl­ur­inn hef­ur í raun hags­muni af því að leyfa flug­fé­lagi að safna skuld­um í þeirri von að því tak­ist að lok­um að bjarga rekstr­in­um. Kröf­ur f lug­vall­ar­ins eru tryggð­ar. Setji flug­völl­ur­inn flug­fé­lag­inu stól­inn fyr­ir dyrn­ar kann það að hafa áhrif á fjölda far­þega um völl­inn.

Þetta fyr­ir­komu­lag ætti að leiða til þess að það er ekki jafn eft­ir­sókn­ar­vert fyr­ir leigu­sala og fjár­mála­stofn­an­ir að eiga viðskipti við flug­fé­lög sem fljúga til Ís­lands og hlýt­ur að leiða til hærra verðs og/eða annarra kvaða til að skapa borð fyr­ir báru.

Það að reka flug­völl er hættu­spil jafn­vel þótt til stað­ar séu víð­tæk­ar heim­ild­ir til kyrr­setn­ing­ar: 21 flug­fé­lag hef­ur far­ið í gjald­þrot á und­an­förn­um tólf mán­uð­um, sam­kvæmt sam­an­tekt vef­tíma­rits­ins Skift.

Há­ar fjár­hæð­ir eru bundn­ar í rekstri Leifs­stöðv­ar og stefnt er að því að fjár­festa ríku­lega í vell­in­um til að koma til móts við fjölg­un ferða­manna. Því mið­ur er hann al­far­ið í eigu rík­is­ins og því er ver­ið að tefla djarft með fé skatt­borg­ara. Eðli­leg­ast væri að selja flug­völl­inn og láta fjár­festa bera áhætt­una. Reynsl­an af op­in­ber­um fram­kvæmd­um er slæm.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.