Stærstu ís­lensku fjár­fest­arn­ir í Ari­on

Fjár­fest­inga­fé­lag­ið Stoð­ir með 4,5 pró­sent í Ari­on. Keypti um þriðj­ung af þeim tíu pró­senta hlut sem Kaupþing seldi í síð­ustu viku. Sig­urð­ur Bolla­son og fé­lög hon­um tengd með sam­tals um tvö pró­sent.

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - Hor­d­[email protected]­bla­did.is

Fjár­fest­inga­fé­lag­ið Stoð­ir, sem er í meiri­hluta­eigu með­al ann­ars Jóns Sig­urðs­son­ar, Ein­ars Arn­ar Ólafs­son­ar, Magnús­ar Ár­mann og Trygg­inga­mið­stöðv­ar­inn­ar (TM), er orð­ið stærsti ís­lenski fjár­fest­ir­inn í hlut­hafa­hópi Ari­on banka með um 4,5 pró­senta hlut af úti­stand­andi hluta­fé bank­ans, sam­kvæmt heim­ild­um Mark­að­ar­ins. Mið­að við nú­ver­andi hluta­bréfa­verð Ari­on banka er eign­ar­hlut­ur­inn met­inn á rúm­lega sex millj­arða króna.

Stoð­ir marg­föld­uðu hlut sinn í Ari­on banka í lið­inni viku þeg­ar fé­lag­ið keypti um þriðj­ung af þeim tíu pró­senta hlut sem eign­ar­halds­fé­lag­ið Kaupþing, stærsti ein­staki hlut­hafi bank­ans, seldi með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi (e. accelera­ted book­build of­fer­ing) til inn­lendra og er­lendra fjár­festa. Fyr­ir áttu Stoð­ir, sem er eitt stærsta fjár­fest­inga­fé­lag lands­ins og var með um 18 millj­arða í eig­ið fé í árs­byrj­un 2018, um 0,65 pró­senta hlut í bank­an­um. Eign­ar­hald Stoða í Ari­on banka er að stærst­um hluta í gegn­um sænsk heim­ild­ar­skír­teini (SDR) í kaup­höll­inni í Sví­þjóð.

Eign­ar­hlut­ur Kaupþings, 200 millj­ón­ir hluta að nafn­verði, var að mestu seld­ur inn­lend­um fjár­fest­um á geng­inu 70 krón­ur á hlut sam­kvæmt heim­ild­um Mark­að­ar­ins. Gengi bréfa bank­ans hef­ur hækk­að frá þeim tíma um nærri tíu pró­sent og stóð í 76,9 krón­um á hlut við lok­un mark­aða í gær.

Eft­ir sölu Kaupþings, sem klár­að­ist fyr­ir opn­un mark­aða á mið­viku­dag, hafa um­svif einka­fjár­festa í eig­enda­hópi Ari­on banka auk­ist veru­lega. Gróf­lega áætl­að nem­ur sam­an­lagð­ur eign­ar­hlut­ur þeirra núna um tíu pró­sent­um. Þannig á Sig­urð­ur Bolla­son, fjár­fest­ir og stór hlut­hafi með­al ann­ars í Kviku banka, og fé­lög hon­um tengd orð­ið sam­tals í kring­um tveggja pró­senta hlut í Ari­on banka, sam­kvæmt heim­ild­um Mark­að­ar­ins. Hann hef­ur að und­an­förnu ver­ið að byggja upp stöðu í bank­an­um, sem er með­al ann­ars fjár­mögn­uð í gegn­um fram­virka samn­inga hjá Ís­lands­banka, og keypti jafn­framt um­tals­verð­an eign­ar­hlut í lok­uðu út­boði Kaupþings í síð­ustu viku.

Á með­al þeirra fjár­festa sem fengu út­hlut­að hvað stærst­um hluta í Ari­on banka í út­boð­inu, en sölu­ráð­gjaf­ar Kaupþings voru

Citi, Car­negie og Foss­ar mark­að­ir, var TM en trygg­inga­fé­lag­ið keypti sam­tals 14 millj­ón­ir hluta, sam­kvæmt nýj­um lista yf­ir alla hlut­hafa bank­ans sem Mark­að­ur­inn hef­ur séð, og á núna um 0,65 pró­sent af heild­ar­hluta­fé Ari­on banka. Þá bætti Vog­un, sem er óbeint að stærst­um hluta í eigu Kristjáns Lofts­son­ar og fjöl­skyldu, við sig um 5 millj­ón­um hluta og á sam­tals einnig um 0,65 pró­senta hlut í bank­an­um. Tals­verð um­fram­eft­ir­spurn var eft­ir bréf­um Kaupþings og var al­gengt að ís­lensk­ir verð­bréfa­sjóð­ir og líf­eyr­is­sjóð­ir, sam­kvæmt heim­ild­um Mark­að­ar­ins, fengju á bil­inu 30 til 50 pró­sent af þeim hlut sem þeir höfðu ósk­að eft­ir að kaupa.

Stærstu hlut­haf­ar Stoða, sem lauk sölu á tæp­lega níu pró­senta hlut sín­um í evr­ópska drykkjar­vöru­fram­leið­and­an­um Refresco Gar­ber fyr­ir 144 millj­ón­ir evra, jafn­virði um 19 millj­arða króna, fyr­ir um ári eru eign­ar­halds­fé­lag­ið S121 með 62 pró­senta hlut, Ari­on banki, sem á um 18 pró­sent, og þá fer Lands­bank­inn með 15 pró­senta hlut.

Sá hóp­ur fjár­festa sem er með tögl og hagld­ir í Stoð­um í gegn­um S121 sam­an­stend­ur með­al ann­ars af fé­lög­um tengd­um Jóni Sig­urðs­syni, fyrr­ver­andi for­stjóra FL Group og stjórn­ar­manni í Refresco frá 2009, Ein­ari Erni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi for­stjóra Skelj­ungs og stjórn­ar­manni í TM, Magnúsi Ár­mann, fjár­festi og fyrr­ver­andi stjórn­ar­manni FL Group, Ör­vari Kjærnested, fjár­festi og stjórn­ar­manni í TM, og Þor­steini M. Jóns­syni, áð­ur að­aleig­anda Víf­il­fells og fyrr­ver­andi stjórn­ar­manni í Glitni og FL Group. Fjár­festa­hóp­ur­inn, ásamt trygg­inga­fé­lag­inu TM, eign­að­ist meiri­hluta í Stoð­um þeg­ar hóp­ur­inn keypti í árs­byrj­un 2017 rúm­lega fimm­tíu pró­senta hlut í Stoð­um af Glitni HoldCo og er­lend­um fjár­mála­stofn­un­um.

Ari­on banki var sem kunn­ugt er skráð­ur á mark­að á Íslandi og í Sví­þjóð í júní í fyrra þeg­ar Kaupþing seldi sam­tals um 29 pró­senta hlut í bank­an­um í al­mennu hluta­fjárút­boði. Fyr­ir ut­an Kaupþing, sem á núna tæp­lega 23 pró­senta hlut, eru stærstu hlut­haf­ar bank­ans ýms­ir er­lend­ir sjóð­ir, með­al ann­ars vog­un­ar­sjóð­irn­ir Taconic Capital, Attestor Capital og Och-Ziff Capital.

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Gengi Ari­on hef­ur hækk­að um 9 pró­sent frá ára­mót­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.