Ein­skipt­is­kostn­að­ur upp á nærri tíu millj­arða króna féll á WOW air í fyrra

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – kij

Ein­skipt­is­kostn­að­ur upp á nærri tíu millj­arða króna féll á WOW air á síð­asta ári vegna með­al ann­ars upp­sagna á leigu­samn­ing­um um far­þega­vél­ar, að því er fram kem­ur í fjár­festa­kynn­ingu sem stofn­and­inn Skúli Mo­gensen lét út­búa um nýtt lággjalda­flug­fé­lag sem hann vill reisa á grunni hins gjald­þrota fé­lags.

Í kynn­ing­unni, sem Mark­að­ur­inn hef­ur und­ir hönd­um, er tek­ið fram að af­koma WOW air á síð­asta ári hafi lit­ast af ein­skipt­is­kostn­aði að fjár­hæð 81,5 millj­ón­ir dala, sem jafn­gild­ir um 9,7 millj­örð­um króna, sem hafi fall­ið til vegna snemm­bú­inna upp­sagna á leigu­samn­ing­um um Air­bus-vél­ar af gerð­inni A330 og A320, afpönt­un­ar á A330­neo-vél­um og starfs­loka­greiðslna til þeirra starfs­manna fé­lags­ins sem var sagt upp störf­um í des­em­ber í fyrra.

Eins og fram hef­ur kom­ið nam heild­artap WOW air um 22 millj­örð­um króna í fyrra en þar af var EBITDA fé­lags­ins – af­koma fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magnsliði og skatta – nei­kvæð um 10 millj­arða króna. Flug­fé­lag­ið tap­aði tæp­lega 4 millj­örð­um króna á fyrstu níu mán­uð­um síð­asta árs en allt að 16 millj­örð­um króna á síð­asta árs­fjórð­ungn­um.

Slæm af­koma fé­lags­ins gerði það að verk­um að eig­ið fé þess var orð­ið nei­kvætt um jafn­virði 13,3 millj­arða króna í seinni hluta síð­asta mán­að­ar, stuttu áð­ur en það var tek­ið til gjald­þrota­skipta.

Í kynn­ing­unni kem­ur auk þess fram að heild­ar­tekj­ur WOW air hafi num­ið ríf­lega 617 millj­ón­um dala, um 73 millj­örð­um króna, á síð­asta ári en á sama tíma hafi heild­ar­kostn­að­ur fé­lags­ins ver­ið 794 millj­ón­ir dala eða 94 millj­arð­ar króna.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

WOW air fór í gjald­þrot í síð­asta mán­uði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.