Pásk­arn­ir nálg­ast og þá get­ur ver­ið skemmti­legt að skreyta og baka, til dæm­is að búa til páska­leg­ar múff­ur.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Sonos og IKEA kynntu Sym­fonisk hátal­ar­ann og lamp­ann á mánu­dag. Sonos ger­ir ein­hverja bestu hátal­ara sem völ er á og IKEA þarf vart að kynna. Þar er allt upp á tíu komma fimm.

Við­ræð­ur hóf­ust 2016 og hafa að­dá­end­ur góðra hljóm­tækja beð­ið með eft­ir­vænt­ingu. Auð­vit­að kom IKEA krydd­ið snemma í ljós. Hátal­ar­inn er jú einnig lampi og þar með fín­asta stofustáss.

„Auð­vit­að kom­um við með eitt­hvað að borð­inu og við vit­um sitt­hvað hvað heim­il­um vant­ar,“sagði Björn Block hjá IKEA þeg­ar lampa­hátal­ar­inn var kynnt­ur.

Ódýr­asti Sym­fonisk hátal­ar­inn kost­ar um 12 þús­und krón­ur en ekki er vit­að hvað hann kost­ar lent­ur í Garða­bæ. Hann ku smellpassa í IKEA hillu­lín­una og get­ur einnig orð­ið hilla og bor­ið um þrjú kíló.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.