MENNING Frum­efni nátt­úr­unn­ar er sýn­ing Bryn­hild­ar Þor­geirs­dótt­ur í Ás­mund­arsafni.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Sesselja G. Magnús­dótt­ir

Dans­há­tíð Tjarn­ar­bíós, Vor­blót, var hald­in um liðna helgi ann­að ár­ið í röð, nú í sam­starfi við Reykja­vík Dance Festi­val. Há­tíð­in var vel skipu­lögð og að venju kenndi ým­issa grasa á með­al þeirra níu verka sem voru sýnd. Að­sókn var góð og al­menn ánægja með verk­in sem í boði voru. Fjall­að verð­ur um verk­in í tveim­ur um­fjöll­un­um hér í Frétta­blað­inu og er þetta er sú fyrri.

Virði vænt­inga

Sólódans­verk­ið Verk nr. 1,5 eft­ir Stein­unni Ket­ils­dótt­ur, sam­ið sér­stak­lega fyr­ir Snæ­dísi Inga­dótt­ur dans­ara, er ann­að í röð dans­verka sem Stein­unn sem­ur inn­an rann­sókn­ar­fer­ils­ins EXPRESSIONS virði og vald vænt­inga í dansi. Fyrsta dans­verk­ið í serí­unni, Verk nr. 1, var frum­sýnt af Ís­lenska dans­flokkn­um í nóv­em­ber 2018. Eins og í fyrra verk­inu er hreyf­ing í sam­spili við tónlist í fyr­ir­rúmi. Þetta er und­ir­strik­að með hvít­um dans­dúk sem einu sviðs­mynd­inni, lit­rík­um bún­ingi og bjartri lýs­ingu.

Verk nr. 1,5, er bein­skeytt og snarpt enda að­eins 30 mín­út­ur. Dans­smíð­in var skýr og fram­vinda og stíg­andi verks­ins spenn­andi. Dans­smíð­in hæfði dans­ar­an­um vel og dró fram hlið­ar sem ekki eru oft sýni­leg­ar. Snæ­dís hef­ur mjög sterka sviðs­fram­komu og sjarmer­ar áhorf­end­ur með gleði og orku. Í verki Stein­unn­ar var lít­il bein teng­ing við áhorf­end­ur en lík­am­inn sem heild sagði alla sög­una. Það var óvenju­legt að sjá al­var­legt yf­ir­bragð Snæ­dís­ar í dans­in­um en það und­ir­strik­aði hvað Snæ­dís er fjöl­hæf­ur, áhuga­verð­ur og flink­ur dans­ari.

Kynn­gi­mögn­uð kven­orka

Verk Önnu Kolfinnu Kur­an, Yfir­taka: Konu­lands­lag, er áhrifa­mik­ið verk um kon­ur allra tíma. Anna Kolfinna set­ur kven­ork­una á svið á kyrr­lát­an og hlýj­an hátt og op­in­ber­ar þannig feg­urð­ina í sam­ein­ingu og sam­stöðu kvenna. Verk­ið er við­kvæmt því kyrr­staða var mik­ið not­uð og hljóð­heim­ur verks­ins var ein­ung­is söngl kvenn­anna sjálfra. Þátt­tak­end­ur í verk­inu voru fjöl­marg­ar kon­ur á öll­um aldri og af öll­um gerð­um. Verk­ið hófst með því að þær tínd­ust ein og ein inn á svið­ið og sköp­uðu smám sam­an sterka heild sem fyllti sal­inn. Það­an héldu þær á hæg­lát­an hátt í ákveð­ið ferða­lag sem end­aði í kyrr­stöðu og þögn. Kolfinna hef­ur leit­að í heim kvenna í verk­um sín­um og tek­ist ein­stak­lega vel upp. Hún sýn­ir hug­rekki í efn­is­vali og fram­setn­ingu hug­mynda sinna og árang­ur­inn læt­ur ekki á sér standa.

Að gefa klass­ískri hefð langt nef

Í verk­inu Geig­en Galaxy #2 leita Gígja Jóns­dótt­ir og Pétur Eg­gerts­son í for­tíð sína, til ár­anna sem þau æfðu sig á fiðlu. Líf þeirra með fiðl­unni ein­kennd­ist af form­festu klass­ík­ur­inn­ar og því fylgdi hún þeim ekki inn í sam­tíma­list­ina, að minnsta kosti ekki fyrr en þau tóku þá ákvörð­un að gera breyt­ing­ar þar á. Geig­en Galaxy #2 eru fiðlu­tekn­ó­tón­leik­ar sem enda í al­menn­um dansi áhorf­enda. Mik­ið er lagt í alla um­gjörð og tækni til að fiðlu­spil­ið fái að njóta sín á sem ný­stár­leg­ast­an hátt. Áhorf­end­ur standa í kring­um flytj­end­urna og er boð­ið að vera með þeg­ar líð­ur á verk­ið og fá í hend­ur ljósaprik til að skapa par­tístemm­ingu. Inn­lif­un þeirra í dans­in­um varð því­lík að þótt flytj­end­urn­ir drægju sig í hlé hélt dans­inn áfram og að verki loknu stóðu áhorf­end­ur lengi áfram í myrk­um saln­um og spjöll­uðu um upp­lif­un sína.

Verk­ið var ekki hnökra­laust en frá­bær­lega fal­legt og náði vel til áhorf­enda. Það er von­andi að það eigi fram­halds­líf bæði sem sýn­ing sem og dansvið­burð­ur.

Verk nr. 1,5, eft­ir Stein­unni Ket­ils­dótt­ur, sam­ið fyr­ir Snæ­dísi Inga­dótt­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.