End­urupp­lif­un bók­mennt­anna

Bæk­ur geta gætt ókunna staði lífi og vak­ið þrá í brjósti les­and­ans að leggja land und­ir fót. Hér eru nokk­ur bók­mennta­verk sem ættu að vekja æv­in­týra­þrá ferða­langa.

Fréttablaðið - - KYNNINGARBLAÐ FÓLK -

Ódysseif­ur / Hó­mer

Það tók grísku hetj­una Ódysseif tíu ár að ferð­ast heim til Íþöku eft­ir Tróju­stríð­in enda þurfti hann að tak­ast á við af­taka­veð­ur, mannætu­skrímsli og önn­ur áföll. Nú­tíma­ferða­lang­ar geta fetað í fót­spor hetj­unn­ar á tölu­vert styttri tíma en mælt er með að ein­beita sér að síð­asta legg ferða­lags Ódysseifs. Hægt er að byrja á eyj­unni Korfú á Grikklandi þar sem er að finna fal­leg lít­il þorp, síð­an er hægt að hoppa um borð í ferju til að heim­sækja fal­leg­ar stein­völu­fjör­ur eyj­unn­ar Paxi sem tal­ið er að sé Aea­ea eyja þar sem fé­lög­um Ódysseifs var breytt í svín. Ferð­inni myndi síð­an ljúka á heima­slóð­um sögu­hetj­unn­ar á Íþöku.

Wild / Cheryl Strayed

Strayed skrif­aði ævim­inn­ing­ar sín­ar í bók sem heit­ir Wild. Þar seg­ir hún frá því hvernig hún vann úr mörg­um erf­ið­um mál­um með því að ganga Pacific Crest Trail sem er um 1.500 km löng leið. Gerð var bíó­mynd eft­ir bók­inni fyr­ir nokkr­um ár­um þar sem Reese Wit­h­er­spoon leik­ur að­al­hlut­verk­ið.

Gulleyj­an / Ro­bert Lou­is Steven­son

Gulleyj­an/Trea­sure Is­land er ein af vin­sæl­ustu barna­bók­um síð­ustu ald­ar enda fjall­ar hún um sjó­ræn­ingja og fjár­sjóði. Lík­lega væru marg­ir sem myndu vilja sjá eyj­una fögru sem varð Steven­son inn­blást­ur. Þó að eng­in sér­stök eyja sé nefnd í bók­inni er tal­ið að Kó­kos­eyja við Kosta Ríka sé það sem kemst næst raun­veru­leik­an­um.

Morð­ið í Aust­ur­landa­hrað­lest­inni / Ag­atha Christie

Ein af fræg­ustu bók­um Christie fjall­ar um ferða­lag Hercule Poirot með Aust­ur­landa­hrað­lest­inni þar sem fram­ið er morð. Því mið­ur var upp­runa­lega Aust­ur­landa­hrað­lest­in lögð nið­ur ár­ið 2009 en hún gekk á milli Ist­an­búl í Tyrklandi og Cala­is í Frakklandi. Að­dá­end­ur bók­ar­inn­ar geta þó púsl­að sam­an ferða­lagi um þess­ar slóð­ir með ýms­um lest­um.

Fran­ken­stein / Mary Shell­ey

Hug­mynd­in að þess­ari klass­ísku hryll­ings­sögu um dr. Fran­ken­stein og skrímsl­ið hans vakn­aði hjá höf­und­in­um þeg­ar hún ferð­að­ist um Evr­ópu. Bók­in seg­ir ekki klass­íska ferða­sögu en fylgj­ast má með ferð­um doktors­ins frá hinum glæsi­lega bæ Lands­hut í Bæj­aralandi þar sem skrímsl­ið verð­ur til og upp í fjöll Genf í Sviss þar sem þeir hitt­ast á ný og loks til Orkn­eyja við Skot­land þar sem vís­inda­mað­ur­inn reyn­ir að búa til maka fyr­ir skrímsl­ið.

Gulleyja Ro­berts Lou­is Steven­son er tall­in hafa átt sér fyr­ir­mynd i Kó­kos­eyju und­an strönd Kosta Rika.

Aust­ur­landa­hraò­lest­in var lögò niö­ur 2009.

Vat­hy á Íþöku en þang­að komst Ódysseif­ur eft­ir tíu löng löng ár á ferða­lagi.

Cheryl Strayed gekk um 1.500 km leið eft­ir Pacific Crest Trail.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.