Minni lík­ur á friði eft­ir kosn­ing­arn­ar

Sig­ur Benja­míns Net­anja­hú og ísra­elskra íhalds­flokka í þing­kosn­ing­um veld­ur Pa­lestínu­mönn­um áhyggj­um. For­sæt­is­ráð­herr­ann hyggst inn­lima land­töku­byggð­ir og bú­ast má við áfram­hald­andi sam­vinnu við Trump.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - [email protected]­bla­did.is

Benja­mín Net­anja­hú og Líkúd-flokk­ur hans eru sig­ur­veg­ar­ar ísra­elsku þing­kosn­ing­anna. Þetta kom í ljós þeg­ar stærst­ur hluti at­kvæða hafði ver­ið tal­inn í gær. Út­göngu­spár og kann­an­ir höfðu bent til þess að Ka­hol La­v­an, fram­boð fyrr­ver­andi hers­höfð­ingj­ans Benny Gantz, yrði stærst. Það rætt­ist hins veg­ar ekki og þótt fram­boð­ið hafi þre­fald­að sig á milli kosn­inga fékk það jafn­mörg sæti og Líkúd, 35.

Net­anja­hú er sömu­leið­is í af­ar sterkri stöðu þeg­ar kem­ur að stjórn­ar­mynd­un. Hægri­flokk­arn­ir fengu sam­tals 65 þing­sæti en mið­og vinstri­flokk­ar, sem Gantz hefði þurft að stóla á, fengu 55 sæti. Öfgaíhalds­flokk­ur­inn Zehut, sem hefði getað sett strik í reikn­ing­inn, náði ekki yf­ir 3,25 pró­senta þrösk­uld­inn og mun því ekki valda Net­anja­hú né Gantz hug­ar­angri á kjör­tíma­bil­inu. Net­anja­hú, gjarn­an kall­að­ur Bíbí, virð­ist því ætla að sitja sitt fimmta kjör­tíma­bil á stól for­sæt­is­ráð­herra. Leng­ur en nokk­ur ann­ar.

Stefn­an er skýr. „ Þetta verð­ur hægri­stjórn en ég verð for­sæt­is­ráð­herra allra. Ég er djúpt snort­inn yf­ir því að ísra­elska þjóð­in ákvað að treysta mér í fimmta sinn og með meiri mun en í und­an­förn­um kosn­ing­um. Ég ætla að verða for­sæt­is­ráð­herra allra rík­is­borg­ara Ísra­els. Hægrimanna, vinstrimanna, Gyð­inga, ekki Gyð­inga. Allra rík­is­borg­ara Ísra­els,“sagði Net­anja­hú við stuðn­ings­menn sína.

Þótt að­drag­andi kosn­ing­anna og und­an­farn­ir mán­uð­ir hafi að miklu leyti ein­kennst af um­ræðu um vænt­an­leg­ar spill­ing­ar­ákær­ur á hend­ur Net­anja­hús náði for­sæt­is­ráð­herr­ann að verja stöðu sína vel og sá til þess að hægri­menn skil­uðu sér á kjör­stað. Með því að taka und­ir lof­orð flokka lengra úti á íhaldsvængn­um og með því að telja kjós­end­um trú á að vinstri­stjórn væri óumflýj­an­leg ef Líkúd fengi ekki at­kvæði þeirra náði for­sæt­is­ráð­herr­ann einnig að tryggja að Ka­hol La­v­an yrði ekki stærsti flokk­ur ísra­elskra stjórn­mála.

Ætla má að sam­spil Net­anja­hús og Don­alds Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, hafi spil­að stóra rullu í kosn­ing­un­um. Í for­seta­tíð sinni hef­ur Trump við­ur­kennt Jerúsalem sem höf­uð­borg Ísra­els og við­ur­kennt inn­limun Ísra­ela á Gól­an­hæð­um, al­þjóða­sam­fé­lag­inu til ama. Trump hef­ur auk­in­held­ur skor­ið á stuðn­ing við Pa­lestínu­menn og lok­að skrif­stof­um Pa­lestínu­manna í Washingt­on. Net­anja­hú sagði svo sjálf­ur ný­lega að hann myndi form­lega inn­lima land­töku­byggð­ir Ísra­ela á Vest­ur­bakk­an­um, sem Sa­mein­uðu þjóð­irn­ar álíta ólög­leg­ar.

Sa­eb Erakat, fram­kvæmda­stjóri Frels­is­sam­taka Pa­lestínu (PLO) sagði í gær að með sigri Net­anja­hús hafi Ísra­el­ar hafn­að friði og val­ið áfram­hald­andi átök á milli þjóð­anna.

Orð Erakats ríma vel við um­mæli Han­an As­hrawi, palestínsks er­ind­reka, sem féllu í sam­tali við The Gu­ar­di­an í gær. „Ísra­el­ar tóku skýra af­stöðu með fram­bjóð­end­um sem eru stað­ráðn­ir í því að við­halda nú­ver­andi ástandi og þannig kúg­un, her­námi og inn­limun. Þau hafa val­ið hægri­stjórn, út­lend­inga­hat­ur og and­úð á Pa­lestínu­mönn­um til þings. Ísra­el­ar hafa val­ið að út­víkka að­skiln­að­ar­stefn­una,“var haft eft­ir As­hrawi.

Ég ætla að verða for­seti allra rík­is­borg­ara Ísra­els.

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els

NORDICPHOTOS/AFP

Net­anja­hú er trú­lega sátt­ur við nið­ur­stöð­urn­ar enda held­ur hann lík­lega for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.